Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 22

Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 22
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðis- kerfið? Hvernig verja ráð- herrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upp- lýsingar sem varða það hvernig skattfé almenn- ings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bret- inn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfis- skilmálum. Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórn- völd meira en 9.000 gagna- pakka á vefsíðunni http:// data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálg- ast annars konar upplýs- ingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birt- ingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt for- sætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytis- ins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í fram- haldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónu- greinanleg gögn eru undanskilin birtingu. Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veiga- mikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræð- ingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahags- legra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkis- ins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birt- ing þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn. Áður en álit Feneyja- nefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu „alvarlegar athugasemdir“. Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frum- varpið. En hvers eðlis eru þær og hve alvarlegar eru þær? Og hve alvarlegar, stórar og margar hefðu athugasemdir nefndarinnar orðið um núverandi stjórnarskrá? Nefndin bendir á að málskots- réttur forseta Íslands geti valdið togstreitu milli hans og þingsins þar sem hætta sé á að annar aðil- inn lúti illa í lægra haldi. En í nýrri stjórnarskrá er þessi réttur þó orðinn mun takmarkaðri en í núverandi stjórnarskrá af því að frumkvæði kjósenda hefur verið bætt við og þörfin á aðkomu forsetans því minnkuð. Einnig eru sett nauðsynleg tímatakmörk og kveðið skýrt á um hvenær þjóðaratkvæða- greiðsla geti fallið niður, en gat í núverandi ákvæði 26. greinar olli deilum 2004 um það hvort niður- felling þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefði verið stjórnarskrárbrot. Vilji þjóðar Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að forsetinn hafi málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athuga- semdir við. Spurningin er því þessi: Hvort á vilji þjóðarinnar um þetta efni að ráða eða Feneyjanefndin? Eigum við að fella málskotsrétt forsetans niður úr núverandi stjórnarskrá af því að Feneyjanefndin gerir athugasemdir við hann? Þetta er spurningin um pólitísk- an vilja þjóðarinnar. Tökum þá hliðstæðu að Fen- eyjanefndinni væri falið að gefa álit á stjórnarskrá Bandaríkj- anna og að hún benti á að neitun- ar- eða frestunarvald forsetans gæti skapað togstreitu þingsins og forsetans þar sem annar aðil- inn gæti lotið illa í lægra haldi. Myndu Bandaríkjamenn breyta stjórnarskránni út af þessu áliti? Það hygg ég að væri ólíklegt og líklegra væri að pólitískur vilji bandarísku þjóðarinnar sé að viðhalda núverandi vald- dreifingu, valdmörkum og valdtemprun sem felst í ákvæðum um samskipti forseta og þings. Feneyjanefndin bendir á að Alþingi hljóti mikil völd samkvæmt frum- varpi stjórnlagaráðs og að það geti skapað „þrá- tefli og óstöðugleika“. Nú er það svo að í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og umræðum um völd og virðingu Alþingis hefur um árabil verið kvartað yfir því að fram- kvæmdarvaldið hafi beitt löggjaf- arvaldið ofríki svo að Alþingi hafi orðið að máttlausri afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórnir. Þess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpi stjórnlagaráðs að skerpa á þingræðinu sem hluta af aukinni valddreifingu og vald- temprun sem hamlað geti sumu af því sem skóp aðdraganda hruns- ins. Feneyjanefndin bendir á að skapast geti „þrátefli“ í samskipt- um þings og ráðherra. Það getur auðvitað gerst ef áfram er við- haldið því andrúmslofti hótana og trúnaðarbrests sem þjakað hefur íslensk stjórnmál. Skoðum hliðstæðu. Í nágranna- löndum okkar ýmsum eru minni- hlutastjórnir algengar. Ef Feneyjanefndin gæfi álit um það gæti hún bent á að slíkt ástand gæti skapað togstreitu og þrátefli. En samt hefur það ekki gerst í þessum löndum af því að valdtemprunin og valddreifingin hefur leitt af sér annað og betra stjórnmálaástand samvinnu og samræðu en hér ríkir. Feneyjanefndin bendir á að vald einstakra ráðherra sé mikið í frumvarpi stjórnlagaráðs. En hvað myndi hún segja um núver- andi ástand þar sem hver ráð- herra um sig er í raun einráður á sínu sviði þegar hann vill það við hafa og ráðherrar telja að þeir beri ekki hver ábyrgð á gerðum annars? Kærkomið álit Í nýrri stjórnarskrá yrðu ákvæði sem draga eiga úr vanköntum þessa ástands með því að sköp- uð sé samábyrgð ráðherra hvers á gerðum annars sem þeir geti ekki skorast undan nema með sér- stakri bókun um það efni. Álit Feneyjanefndarinnar er kærkomið inn í umræðuna um stjórnarskrána og hefði betur verið farið að óskum stjórnlaga- ráðs á sínum tíma um að fá það álit strax þegar frumvarpið kom fram. Álitið skerpir á sýn okkar um það hvers vegna meirihluti þátt- takenda í þjóðaratkvæðagreiðslu lét í ljós þann pólitíska vilja að leggja meginatriði frumvarps stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri og betri stjórnarskrá, þar með talda aukna valddreifingu og valdtemprun með auknu þingræði og að forsetinn geti verið þáttur í auknu beinu lýðræði. Frumvarpið tekur fyrirmyndir í stjórnarskrám þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er einna best og farsælast þótt valdinu sé dreift og það geti kallað á togstreitu um stefnu og aðferðir. Úr því hafa þessar þjóðir unnið á þann veg að ástand íslenskra stjórnmála sting- ur í augu í samanburðinum. Feneyjanefndin telur völd for- seta Íslands lítil samkvæmt frum- varpinu en forsetinn sjálfur telur þau mikil. Ætli raunveruleik- inn liggi ekki þarna á milli, að þau verði í heild svipuð og verið hefur? Ef menn vilja að engin hætta sé á þrátefli milli valdþátta geta menn farið þá leið, sem reynd var forðum: „Ein Volk, ein Führer“. Eða unað því að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir fram- kvæmdarvaldið. Ég hef hér að ofan rakið nokkur atriði sem Feneyjanefndin bendir á og rökstutt þá skoðun mína að þau felli ekki þann vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnar- skrá. Það tel ég aðalatriði máls- ins sem og það að rofið sé það raunverulega þrátefli neitunar- valds minnihlutans sem hefur í 70 ár komið í veg fyrir að loforð landsfeðranna um nýja stjórnar- skrá sé efnt. ➜ Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að for- setinn hefði málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athugasemdir við. ➜ Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhags- upplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Hve „alvarlegar“ eru athuga- semdir Feneyjanefndarinnar? Opin gögn og upplýst þjóð UPPLÝSINGAR Katrín Júlíusdóttir fj ármála- og efna- hagsráðherra NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Ómar Þ. Ragnarsson fv. fulltrúi í stjórn- lagaráði Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.