Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 28
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Á landsfundi Samfylking-
arinnar um liðna helgi var
samþykkt framsækin og
fjölbreytt menntastefna
flokksins. Tekur stefnu-
mótunin til allra sviða
menntamálanna og legg-
ur grunn að nýrri sókn í
menntamálum nú þegar
rofar til í ríkisfjármál-
um. Stikla ég hér á eftir á
nokkrum af helstu atriðum
ályktunarinnar, en hún er
ítarleg og efni í nokkrar
greinar.
Í ályktun landsfundar segir að
Samfylkingin byggi menntastefnu
sína á rótgrónum gildum jafnað-
armanna um jöfnuð og félagslegt
réttlæti. Samfylkingin vill skapa
skólakerfi sem veitir öllum tæki-
færi til þess að verða fullgildir
þátttakendur í samfélagi skap-
andi, starfandi og menntaðs fólks.
Annað meginhlutverk skólanna
er að flytja þekkingu á milli kyn-
slóða. Verkefni okkar er að gera
þær breytingar á menntakerfinu
sem setja manninn sjálfan í önd-
vegi, með hliðsjón af grunngildum
jafnaðarstefnunnar.
Þetta eru háleit og metnaðarfull
markmið og er það rakið í álykt-
uninni hvernig flokkurinn ætlar
að ná þeim á næstu árum. Annars
vegar með róttækum breytingum á
menntakerfinu og hins vegar með
auknum fjárfestingum í skólum
landsins með það að markmiði að
hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið
viðurkenndu starfs- eða fram-
haldsskólanámi á íslenskum vinnu-
markaði lækki úr 30% í 10%.
Aukið vægi verk- og tæknigreina
Mikil spurn er eftir verk- og tækni-
menntuðu fólki á vinnumarkaði
en hlutfallslega fáir nem-
endur leggja stund á slíkt
nám. Leggjum við áherslu
á að auka þarf vægi verk-
og tæknigreina í íslensku
skólakerfi og auka kynn-
ingu fyrir nemendur og
forráðamenn þeirra á rúm-
lega hundrað námsbraut-
um sem í boði eru í slík-
um greinum. Í ályktuninni
segir að til að fjölga nem-
endum í verk- og tækni-
námi sé nauðsynlegt að
efla samstarf milli skóla og
atvinnulífs, fjárfesta í búnaði til
verk- og tæknikennslu, stuðla að
opnari framhaldsskóla og nýsköpun
í kennsluháttum. Sérstaklega þarf
að auka verklega kennslu og verk-
efnabundið nám.
Leita þarf samstarfs við aðila
vinnumarkaðarins og samtök for-
eldra um kynningu fyrir nemendur
á fjölbreyttum verklegum störfum
í íslensku atvinnulífi, innan skóla
og á vinnustöðum. Leggja þarf
áherslu á styttri námsbrautir sem
valkost fyrir nemendur.
Öflugt verk- og tækninám er
lykil atriði í því að spyrna gegn
brottfalli og ná til nemenda svo
þeir ljúki námi á framhaldsskóla-
stigi. Það eykur enn líkurnar á að
nemandinn komi aftur inn í skól-
ann síðar til að bæta við sig námi.
Nýjar stuttar námsbrautir í verk-
námi á borð við þær sem Sjávar-
útvegsskólinn í Grindavík býður
upp á undirstrika árangurinn sem
ná má með þessum hætti.
Öflugir háskólar– aukið samstarf
Háskólamenntun er að mati okkar
jafnaðarmanna afdráttarlaust for-
senda atvinnuþróunar, hagsæld-
ar og velferðar í samfélaginu. Við
viljum efla háskóla í landinu til
að þeir standist áfram samjöfnuð
við alþjóðlega háskóla varðandi
kennslu og rannsóknir. Mikilvægt
er í áföngum að hækka framlög til
háskólanna til að jafna stöðu þeirra
við háskóla í öðrum norrænum ríkj-
um. Það er forsenda eflingar skóla-
stigsins á næstu misserum.
Auka þarf samstarf og verka-
skiptingu háskóla í landinu með
það fyrir augum að auka gæði og
fjölbreytni náms samhliða því að
tryggja jafnt aðgengi að námi óháð
búsetu, efnahag eða félagslegri
stöðu. Landsfundur vill að stuðlað
verði að formlegu samstarfi allra
háskóla í landinu um framtíðar-
stefnumótun háskólastigsins. Þar
verði m.a. hugað að samræmdu
rekstrarformi háskólanna, fjár-
mögnun háskólastofnana, kennslu
og rannsóknum, aukinni sérhæf-
ingu eftir fræðasviðum og betri
tengslum við atvinnulíf og sam-
félag.
Hvað varðar mikinn fjölda skóla
á háskólastigi í okkar fámenna
landi viljum við að stefnt verði að
sameiningu opinberu háskólanna í
þeim tilvikum þar sem sýnt er að
það muni auka gæði námsins og
hagkvæmni.
Samfylkingin telur það vera
á ábyrgð ríkisins að fjármagna
grunnmenntun allra á háskólastigi
á viðurkenndum fræðasviðum og
telur brýnt að gæta jafnræðis varð-
andi kostnaðarþátttöku nemenda á
mismunandi skólastigum.
Ný sókn í menntamálum
Í ágúst síðastliðnum hóf
VR að nýju að þjónusta
atvinnulausa félagsmenn
sína. Felst sú þjónusta í
vinnumiðlun, náms- og
starfsráðgjöf og síðast
en ekki síst í handleiðslu
atvinnuleitenda í gegnum
refilstigu bótakerfisins
með fræðslu um réttindi
og skyldur þeirra innan
þess. Markmið þessarar
þjónustu er fyrst og fremst
að efla hvern og einn einstakling
þannig að hann eigi meiri mögu-
leika til virkrar þátttöku á vinnu-
markaði.
Þjónustan hefur mælst vel fyrir
en verkefnið er sannarlega mikið
að vöxtum. Merkilegt hefur verið
fyrir VR að fá meiri innsýn í stöðu
þeirra félagsmanna sinna sem
orðið hafa fyrir atvinnumissi. Ljóst
er að margir hafa átt um sárt að
binda í þeim efnum á síðustu árum
og ekki ofsögum sagt að reynt hafi
mjög á þolrifin hjá mörgum í því
tilliti. Ástæða er til að taka ofan
fyrir þeim sem ekki missa móðinn
þrátt fyrir atvinnumissi og oft og
tíðum árangurslausa atvinnuleit
um lengri eða skemmri tíma.
Umsóknum ekki svarað
Síðustu misserin hafa fá störf verið
í boði. Mikið atvinnuleysi samfara
þeirri staðreynd veldur því að
fjöldinn allur af umsóknum berst
um hvert það starf sem auglýst er.
Í því ástandi ber alltof mikið á því
að umsóknum sé svarað seint og
illa – sé þeim yfir höfuð svarað.
Eðlilega geta nokkrar vikur farið í
yfirferð og meðhöndlun umsókna
og þá getur lokaferill ráðn-
ingar einnig tekið drjúgan
tíma. Hins vegar er með
öllu óþolandi ef umsækj-
endur fá ekki svar við
umsókn sinni, óháð því hvort svar-
ið hafi jákvæð formerki eða nei-
kvæð.
Svörunarleysið getur valdið
atvinnuleitendum miklu hugar-
angri og við hjá VR tökum heils-
hugar undir það með mörgum
okkar félagsmanna að það feli
hreinlega í sér lítilsvirðingu gagn-
vart þeim einstaklingum sem í
hlut eiga. Reynsla þeirra sérfræð-
inga sem starfa hjá VR að mál-
efnum atvinnuleitenda bendir til
að þessi framkoma sé algengari
hér en í nágrannalöndunum og því
má jafnvel segja að svörunarleys-
ið sé þjóðlegur ósiður. Þessi plag-
siður atvinnurekenda er hins vegar
mikill óþarfi og þeir sem eru í leit
að nýju starfsfólki þurfa litla sem
enga vinnu að leggja á sig til þess
að kippa þessum málum í liðinn.
Þessi litla ábending felur ekki
í sér gagnrýni á alla atvinnurek-
endur, því fer fjarri, og margir
vinna faglega úr þeim umsóknum
sem þeim berast. Þeir taki þessa
ábendingu hins vegar til sín sem
ástæðu hafa til. Það kostar ekkert
að fylgja sjálfsögðum mannasiðum
– ekki einu sinni á vinnumarkaði.
Mannasiðir á
vinnumarkaði➜ Öfl ugt verk- og tækninám er lykilatriði í því að spyrna
gegn brottfalli og ná til
nemenda svo þeir ljúki námi
á framhaldsskólastigi.
MENNTUN
Björgvin G.
Sigurðsson
formaður allsherjar-
og menntamála-
nefndar Alþingis
ATVINNA
Stefán Einar
Stefánsson
formaður VR
➜ Í því ástandi ber
alltof mikið á því að
umsóknum sé svarað
seint og illa – sé þeim
yfi r höfuð svarað.