Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA
Það vakti athygli hversu margar fyrirsætur voru með skipt í miðju þegar vortískan var kynnt. Arnar
Tómasson, hársnyrtir hjá Salon Reykja-
vík, er mikill tískuáhugamaður og segir
að skýring sé á þessu. „Jú, það er skýring
á þessu. Fyrst vil ég þó nefna að miðju-
skipting hentar ekki öllum. Fyrirsætur eru
undantekning, enda eru þær valdar sér-
staklega í starfið og eru andlitsfríðar. Það
eru aðeins þeir sem eru með fallegt nef
sem þola miðjuskiptingu því hún beinir
athyglinni að því. Nefið virðist stærra
þegar hárinu er skipt í miðju,“ útskýrir
Arnar og bætir við að betra sé að skipta
hárinu hálfum sentímetra frá miðjunni.
„Það virkar eins og miðjuskipting en at-
hyglinni hefur verið beint frá nefinu.“
Hárið virðist vera sítt og frjálslegt hjá
mörgum fyrirsætanna eða tekið í hnút í
hnakkann. „Þetta er vor- og sumartískan.
Fléttur hafa verið vinsælar og sömuleiðis
snúðar. Það er þó mismunandi hversu
lagnar konur eru við að setja greiðslur í
hárið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Hins
vegar, þegar maður skoðar Dior-haust-
tískuna fyrir 2013, eru allar fyrirsætur
stutthærðar. Það segir manni að kreppan
sé búin og hárið styttist með haustinu.“
Arnar segir ástæðu þessara vinsælda
síða hársins þá að konur hafi farið
sjaldnar í klippingu á undanförnum
kreppuárum. „Stutta hárið þarf miklu
meiri umhirðu og nauðsynlegt að snyrta
það á fimm vikna fresti. Síða hárið þarf
ekki að snyrta nema á þriggja mánaða
fresti og kostnaðurinn þar af leiðandi
minni. Fólk hefur verið að teygja tímann
að koma í klippingu. Sítt hár hefur alltaf
verið algengt á þrengingartímum.“
Hann segist horfa bjartsýnn fram
á síðsumar og haust. „Ég tel að konur
velji aftur stutta hárið og fallega klipp-
ingu,“ segir Arnar sem er á leið til Parísar
þar sem nýjasta hártískan verður sýnd.
„Ég er að fara á sýningu Haute Coiffure
Française og mun því vita allt um nýjustu
tískuna í næstu viku.“ ■ elin@365.is
SKIPT Í MIÐJU
KREPPUHÁR Sýningarstúlkur hjá helstu tískuhúsum heimsins voru síðhærðar
og með skipt í miðju þegar vortískan 2013 var kynnt. Sítt hár er einkennandi
fyrir kreppu, segir Arnar Tómasson hárgreiðslumaður.
STUTTA HÁRIÐ
KEMUR
Arnar Tómasson segir
að með haustinu verði
stutta hárið komið
aftur eftir nokkuð mörg
kreppuár þar sem konur
hafa safnað hári.
GUCCI
GIVENCHY VALENTINO
CHANEL
MYND/AFP
■ GJAFIR
Valentínusardagurinn er í dag.
Þessi dagur er helgaður ástinni
og á uppruna sinn í Evrópu á
14. öld. Dagurinn er
alltaf haldinn 14.
febrúar á degi heil-
ags Valentínusar.
Í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Frakk-
landi hefur það lengi
verið til siðs að færa
ástinni sinni gjöf á
þessum degi. Önnur
lönd hafa á undan-
förnum árum tekið
þennan sið upp. Á Ís-
landi höfum við hins
vegar bóndadag og konudag og finnst því mörgum óþarfi að
bæta Valentínusardegi við. Það er þó ávallt í lagi að tjá ást
sína á einhvern hátt, jafnt þennan dag sem aðra. Falleg rós
kætir og það gera sömuleiðis súkkulaðihúðuð jarðarber.
DAGUR ÁSTARINNAR
10.000 dúnsængur
Við fögnum 10.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum
fleiri í hópinn með risatilboði á öllum dúnsængum.
Settu nafnið þitt í pott í
verslun og þú getur unnið
sæng fyrir alla fjölskylduna
Mind Xtra
1.000 • 3.000 • 5.000
AÐEINS
3 VERÐ
Á ÚTSÖLUVÖRUM
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði
á 2. hæð.
S. 572 3400