Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2013, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 14.02.2013, Qupperneq 35
KYNNING − AUGLÝSING Fermingarkjólar & skór14. FEBRÚAR 2013 FIMMTUDAGUR 3 Það er algengur misskiln-ingur að svartur grenni og klæði af aukakíló,“ segir Fríða verslunareigandi Curvy. is. „Þetta snýst allt um að finna snið sem hæfa vaxtarlaginu og klæðast litum eða munstrum sem blekkja augað svo líkaminn virðist grennri en ella.“ Curvy dásamar mjúkar línur og er í daglegum tengslum við nýjustu tískustrauma fyrir yngri konur. „Á Íslandi hefur lengi gerst að stelpur með mjúkar línur gleymist þegar kemur að tísku- fatnaði í stærri stærðum. Því rættist ósk þeirra þegar Curvy fann frábær vörumerk i sem framleiða tískufatnað í stærri númerum svo allar konur geti notið þess að klæða sig fallega, óháð aldri,“ segir Fríða sem einnig á glæsilega kjóla á mæður fermingarstúlkna sem hún segir oft vilja líka „skvísa sig upp“ fyrir fermingardaginn. „Það sem hefur verið áberandi vinsælast fyrir fermingardaginn eru blúndur, bjartir litir, blóm og munstraðir kjólar. Ég hvet stelp- urnar til að vera óhræddar við að máta því útkoman kemur oft ánægjulega á óvart. Litir geta til dæmis gjörbreytt útlitinu, frískað upp litaraftið, gert augun bjartari og um leið fer fólk að taka eftir öðru en holdafarinu,“ segir Fríða. „Okkur finnst ekkert jafn skemmtilegt og að aðstoða stelp- urnar við að finna á sig réttu sniðin og fötin sem henta þeim best.“ Fríða segir fermingarkjóllinn ekki eiga að vera málamiðlun og að stelpur eigi ekki að sætta sig við að klæðast því skásta sem þær finna. „Sjálf átti ég í miklum erfið- leikum með að finna fermingar- kjól á sínum tíma því lítið var í boði fyrir stelpur í stærðum 42 og yfir. Því var farið búð úr búð en ekkert fannst í hefðbundnum tískuverslunum og það hjálpaði ekki sjálfstraustinu.“ Fríðu finnst miklu skipta að stelpur sem koma í Curvy líði vel í fötum sínum, séu ánægðar með sig og fari sáttar út. „Það er einstaklega gefandi að sjá þær ljóma þegar þær loks finna föt á sig og hafa meira að segja úr úrvali fallegra klæða að velja. Jafnvel þótt maður sé með einhver aukakíló þýðir það ekki að maður geti ekki verið f lottur. Ég finn það bara sjálf þegar ég hef tekið mig aðeins til og er komin í föt sem klæða mig vel. Þá líður manni svo miklu betur með sjálfan sig. Það er öfundsvert að líða vel í eigin skinni, burtséð frá holdafari, og slíkt sjálfstraust er aðlaðandi og skín í gegn.“ Curvy.is er í Nóatúni 17 . Kíktu líka á www.curvy.is eða á Fa- cebook-síðuna hjá Curvy www. facebook.com/curvychic. Útgeislunin segir allt Tískuverslunin Curvy.is er himnasending fyrir stelpur og ungar konur sem vilja tolla í tískunni og vera flottar til fara. Þar fæst nú heillandi úrval sumarlegra og fallegra fermingarkjóla fyrir stúlkur sem nota stærðir 42-58 og vilja skarta sínu fegursta á fermingardaginn. Blómamunstur og bjartir litir eru hæstmóðins í vor og sumar. Stelpur og ungar konur með mjúkar línur hafa úr mörgu og flottu að velja í Curvy. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011 en í október 2012 opnaði hún glæsilega tískuverslun í Nóatúni 17. MYNDIR/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.