Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 16
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opin- berri umræðu um þess- ar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræð- an nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar til- efni til hóf legrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeig- andi þegar horft er til umræðunn- ar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varan- lega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengis- málum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafn- framt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurning- una um heppilegasta fyrirkomu- lag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hag- stjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóð- arbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir. Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðla- bankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafn- framt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostn- aður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlend- um vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækk- ar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skil- yrðum. Sveiflur í gengi krónunn- ar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðar- búsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveifl- ur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rann- sóknir til þess að slíkar gengis- sveiflur geri fyrirtækjum, sér- staklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfest- ingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðar- búskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í fram- leiðslu, rekstri og markaðsstarf- semi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bend- ir einmitt á tiltölulega lágt fram- leiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, sam- runum fyrirtækja þvert á landa- mæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rann- sókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafn- aði leitt til varanlegrar aukning- ar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríf- lega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisvið- skiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkis- viðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%. Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóð- arbúskap og þeim íslenska. Þenn- an kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjald- miðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virð- ist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjan- leg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbú- skapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sam- mála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföll- um. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöð- um skýrslu Seðlabankans að auk- inn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virð- ist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjan- legs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissu- lega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveld- að aðlögun í kjölfar áfalls er ábat- inn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar. Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bank- ans eða annarra nefndarmanna pen- ingastefnunefndar. Spurningin um krónuna FJÁRMÁL Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands ➜ Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi . En þetta fór svona, maður veit ekki alveg hvað þetta fólk er að hugsa. Jón Gnarr borgarstjóri var svekktur en sló samt á létta strengi þegar í ljós kom að Reykjavík fær ekki að halda World Out leikana árið 2017, eins og sóst hafði verið eft ir. Ég er ekki að segja að þetta sé stútfullt af hakki, en við notum sojahakk til að drýgja auk þess sem nautakraftur er í vörunni sem krydd. Magnús Níelsson hjá Gæðakokkum var undrandi eft ir að í ljós kom að í tveimur kjötvörum fyrirtækisins reyndist ekkert kjöt vera. Og þar fara menn að velta fyrir sér hvers konar breytingum þurfi að koma fram á RÚV til þess að skapa meira jafnvægi í umfjöllun þess fjölmiðils. Styrmir Gunnarsson segir stjórnarandstöðufl okkana vera farna að velta því fyrir sér hverja eigi að „setja út í kuldann“ og hverjum eigi að „umbuna“. Honum fi nnst það skondið. Við þurfum nú fyrst að fá eitthvert fylgi. Mér finnst bara allt of snemmt að segja til um það. Svo svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurningu blaðamanns um það hvort ályktun um Evrópu- sambandið liðkaði fyrir mögulegri stjórnarmyndun við Samfylkinguna eft ir kosningar. UMMÆLI VIKUNNAR ORÐ VIKUNNAR 23.02.2013 ➜ 01.03.2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.