Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 62
| ATVINNA |
Við erum að leita að sérfræðingi til starfa
í netkerfum, aðgangsstýringum og eftirliti
í tölvukerfum.
Við leitum að sérfræðingi til starfa við öryggislausnir í
netkerfum og stjórnun á spjaldtölvum og snjallsímum á
þráðlausum netum og yfir 3/4g dreifikerfi. Vinnan innifelur
m.a. uppsetningu á eftirlitshugbúnaði og þarfagreiningu á
öryggisþörfum fyrirtækja ásamt samlögun og samþættingu
annarra kerfa og aðgangsstýringu notenda og kerfa að
netþjónustum.
Yfirburðar tölvukunnátta ásamt djúpri þekkingu á IP net-
kerfum er krafa. Formleg menntun í netkerfum, kerfisfræði
eða tölvunarfræði er kostur.
Persónulegir kostir eru sjálfstæð vinnubrögð, góðir sam-
skipta- og skipulagshæfileikar ásamt góðum vinnu anda.
Allar fyrirspurnir og ferilskrá sendist á work@npi.is.
Verkefnastjóri óskast á skrifstofu framkvæmda og viðhalds
Umhverfis- og skipulagssvið
Óskað er eftir verkefnastjóra á „byggingadeild“ hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds sér um áætlunargerð, hönnun, útboð, framkvæmd og eftirlit með framkvæmdum fasteigna,
samgöngumannvirkja og opinna svæða Reykjavíkurborgar. Byggingadeild ber m.a. ábyrgð á byggingu, rekstri og viðhaldi
mannvirkja í eigu borgarinnar. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14 og næsti yfirmaður er deildarstjóri byggingadeildar.
Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Agnar Guðlaugsson deildarstjóri byggingadeildar í síma 411-1111. Sótt er um starfið á
heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir „ Laus störf” og „Verkefnastjóri á byggingadeild“.
Umsóknarfrestur er til 18.mars 2013.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfssvið
• Verkefnastjórn við nýframkvæmdir og viðhald fasteigna.
• Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
• Eftirfylgni vinnuáætlunar viðhalds og nýframkvæmda
varðandi verklegar framkvæmdir.
• Taka þátt í stjórnun verkefna og eftirfylgni þeirra.
• Eftirlit útboðsverka.
• Verkbókhald, yfirferð og samþykkt reikninga.
• Vinna við fasteignavef.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
eða sambærilegum tæknigreinum á háskólastigi.
• Framhaldsmenntun er æskileg.
• Reynsla af verkefnastjórnun á sambærilegu starfssviði.
• Reynsla af starfs- og fjárhagsáætlanagerð.
• Færni í mannlegum samskiptum og hópstarfi.
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi.
• Tölvufærni í Word og Excel og kunnátta til að nýta upp-
lýsingakerfi sem stjórntæki.
• Kostur að hafa þekkingu á starfsemi Reykjavíkurborgar og
stofnana hennar.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
HLUTA
STARF
Í KAFFI
HORNI
BYKO
BREIDD
VIÐ LEITUM EFTIR
DUGMIKLUM OG JÁKVÆÐUM
EINSTAKLINGI
Viðkomandi þarf að geta eldað, aðstoðað í eldhúsi, afgreiðslu,
frágangi og öðrum þeim verkum sem til falla í Kaffihorninu.
Kaffihornið hefur verið starfrækt frá 2002 og
býður upp á almennan heimilismat á góðu
verði fyrir viðskiptavini og starfsmenn.
Vinnutími er frá kl. 9-15, alla virka daga, jafnframt því
sem viðkomandi þarf að geta leyst af í sumarfríum, verið
sveigjanlegur og unnið fullt starf þegar þess er óskað.
Frekari upplýsingar veitir:
Sigurgeir M. Sigurðsson í síma 515-4000 eða sms@byko.is
Umsóknarfrestur er til 10. mars nk.
STARFSLÝSING:
VINNUTÍMI:
2. mars 2013 LAUGARDAGUR12