Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 104
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 72
Nýtt líf fagnar
vorkomunni
Tímaritið Nýtt líf blés til allsherjar vorfagnaðar í Haf-
narhúsinu á fi mmtudagskvöldið. Konur sem karlar
fj ölmenntu á viðburðinn þar sem meðal annars
tónlistarkonan Ólöf Arnalds tók lagið fyrir viðstadda.
Einnig var verið að fagna nýútkomnu vortískublaði
en forsíðu þess prýðir Edda Hermannsdóttir, kynnir
Gettu betur og blaðamaður.
FLOTTAR Mæðgurnar Ylfa Geirs dóttir
og Hekla Gauksdóttir ásamt Stellu
Ólafsdóttur.
LÉTU SIG EKKI VANTA Heiða Helgadóttir, Hanna Eiríksdóttir, María Lilja Þrastar-
dóttir og Björt Ólafsdóttir.
GAMAN Auður Rán Þorgeirsdóttir,
Hanna Styrmisdóttir og Steinunn
Þórhallsdóttir.
KONURNAR Á BAK VIÐ BLAÐIÐ Marta Goðadóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir,
Erna Hreinsdóttir, Auður Húnfjörð, Guðný Þórarinsdóttir, Linda Guðlaugsdóttir og
ritstýran Þóra Tómasdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STUÐ María Dalberg, Lára Björg Björnsdóttir og María Sigrún Hilmarsdóttir.
Kynlífsmyndbandi með kántrísöngkonunni Mindy
McCready hefur verið kippt úr dreifingu í kjölfar
þess að hún framdi sjálfsvíg fyrir tveimur vikum.
Myndbandið var gefið út árið 2010 og sýnir
McCready og þáverandi unnusta hennar í ástaratlot-
um. Í myndbandinu, sem kallast „Baseball mistress“
eða „Hafnaboltahjákonan“, ræðir söngkonan einnig
um meint ástarsamband sitt við hafnaboltaleik-
manninn Roger Clemens sem var giftur á þeim tíma.
McCready hélt því ávallt fram að hún hefði aldrei
gefið leyfi fyrir útgáfu myndbandsins en samkvæmt
talsmanni fyrirtækisins sem gaf myndbandið út
stendur ekki til að framleiða fleiri eintök af því.
Talsmaðurinn segir þó erfiðara að stjórna dreifingu
myndbandsins á netinu.
Myndbandið burt
Kynlífsmyndband Mindy McCready tekið úr umferð eft ir sjálfsmorð hennar.
SÖNGKONA
Mindy McCready
naut töluverðra
vinsælda í
Bandaríkjunum.
NORDICPHOTOS/GETTY