Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 48
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 KASTALINN. COM Á vefsíðunni www. kastalinn.com má fá upplýsingar um heimildarmyndar- gerðina. Þar getur fólk einnig haft samband við Tinnu og Brynju. Ég hef keyrt ótal ferðir um Ísafjarðardjúp og húsið á Arngerðareyri vakti alltaf áhuga minn líkt og fjölda annarra sem hafa átt leið hjá,“ segir Tinna Magnúsdóttir dagskrárgerðarkona. Hún vinnur, í samstarfi við Brynju Dögg Friðriksdóttur, að gerð heimildarmyndar um Gamla kastalann, en svo er gamla íbúðarhúsið á Arngerðareyri í Ísafirði kallað í daglegu tali. „Mér fannst spennandi að vita hvernig lífið hefði verið í kastalanum og hvaða leyndarmál húsið hefði að geyma,“ segir hún. GRAFAST FYRIR UM SÖGU HÚSSINS Íbúðarhúsið sem eitt stendur eftir á Arngerðareyri var byggt árið 1928 af Sigurði Þórðarsyni sem þá var kaupfélagsstjóri. Á þeim tíma var mikið líf á Arn- gerðareyri. Þar hélt verslun Á. Ásgeirssonar á Ísafirði úti þjónustu og Kaupfélag Nauteyrarhrepps rak þar sláturhús. Húsið var teiknað af Jóhanni Kristjánssyni byggingameistara í Reykjavík og haft í kastalastíl en þaðan er gælunafn hússins komið. „Húsið hefur verið glæsilegt á sínum tíma og ekkert til sparað. Þar var til dæmis marmari á stiga sem var sérpantaður frá Ítalíu,“ upplýsir Tinna. Þegar Kaupfélagið fór á haus- inn keyptu synir Halldórs Jónssonar, óðalsbónda og stöðvarstjóra Landsímans, húsið sem Halldór og fjölskylda fluttu inn í og bjuggu í allt fram til 1957. „Húsið leggst svo í eyði árið 1966. Sagan segir að öllu hafi verið stolið steini léttara úr því. Meira að segja marmaranum af stiganum,“ segir Tinna. FYLGJAST MEÐ ENDURBÓTUM Tinna og Brynja Dögg höfðu velt hugmyndinni að heimildarmyndinni fyrir sér í nokkurn tíma þegar þær fengu fregnir af því að þýsk hjón hefðu fest kaup á húsinu og ætluðu að ráðast í endurbætur á því síðastliðið sumar. „Þá fórum við af stað, höfðum sam- band við hjónin Claudiu og Matthias sem tóku okkur afar vel,“ segir Tinna og ber þýsku hjónunum vel sög- una. „Þau voru frábær, við fengum að fylgjast með þeim og urðum hálfpartinn hluti af fjölskyldunni,“ segir hún en síðasta sumar voru settir nýir gluggar og hurðir í húsið. Stefnan er að heimildarmyndin verði fullgerð vorið 2014. Tinna segir það þó ráðast af því hvernig fram- kvæmdunum vindi fram en fjölskyldan frá Þýska- landi ætlar að halda uppbyggingunni áfram í sumar. Þangað til grafast þær Tinna og Brynja fyrir um sögu hússins. Í því augnamiði hafa þær stofnað vefsíðuna www.kastalinn.com. Þar kynna þær verkefnið og aug- lýsa jafnframt eftir viðmælendum sem geta varpað ljósi á söguna, eða fólki sem á einfaldlega góðar minningar frá húsinu hvort sem er frá þeim tíma sem það var í byggð eða eftir að það fór í eyði. ■ solveig@365.is SKRÁ SÖGU GAMLA KASTALANS HEIMILDARMYND Tinna Magnúsdóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir vinna að gerð heimildarmyndar um húsið á Arngerðareyri í Ísafjarðardjúpi. Þær hafa stofnað vefsíðuna kastalinn.com og leita eftir fólki sem á minningar um húsið eða þekkir til sögu þess. SAMAN Tinna og Brynja Dögg með hjónunum Claudiu og Matthiasi og dóttur þeirra Lydiu. Hér er búið að setja nýja útidyra- hurð og fallegan glugga í húsið. GAMLI KASTALINN Húsið hefur verið afar glæsilegt þegar það var byggt árið 1928. Ekkert var til sparað við bygg- ingu þess, til dæmis var notaður marmari í stiga hússins. BAKSVIÐS Í HÖRPU ■ FRÓÐLEIKUR Nú hafa 1,7 milljónir gesta komið í Hörpu. Það er þó ýmislegt sem fólk sér ekki og veit ekki um húsið þegar það kemur á tónleika eða aðra viðburði. Þess vegna er einkar áhugavert að fara í skoðunarferð um Hörpu þar sem fræðst er um hönnun hússins og alla þá tækni sem húsið býr yfir. Slíkar skoðunarferðir eru í boði daglega og kosta 1.500 krónur. Leiðsögumaður fylgir gestum um húsið kl. 15.30 á virkum dögum en kl. 11.00 og 15.30 um helgar. Skoðunarferðin tekur 45 mínútur og hægt er að mæta í Hörpu rétt áður en dagskráin hefst. Hópar geta fengið sérferðir með því að bóka á tours@harpa.is. ■ HOLLT OG SAÐSAMT Um helgar fer meiri óhollusta ofan í flesta en alla jafna á virkum dögum. Hægt er að vinna á móti því með því að byrja helgarmorgna á hressandi og næringarríkri bombu. Þá er hægt að leyfa sér hitt og þetta yfir daginn með betri samvisku. Hér er bragðgóður og staðgóður þeyt- ingur sem hressir og rífur í. 1 epli 1 banani 2 litlar lárperur eða 1 stór safi úr 1 sítrónu 2 cm rifin engiferrót klakar smá ískalt vatn Setjið allt í blandara og þeytið þar til blandan verður flauelsmjúk. Kælið í ís- skáp um stund ef blandan er ekki alveg köld. Smakkast best ískalt. MORGUNSÆLA Hér er uppskrift að hressandi þeytingi sem rífur í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.