Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 8
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 8 STEFNA UM LAGNINGU RAFLÍNA Í JÖRÐU Þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin á síðustu árum að háspennulínur valdi óásættanlegri sjónmengun í náttúru Íslands. Fyrir vikið hefur sú krafa orðið háværari að slíkar línur verði í auknum mæli lagðar í jörð. Raunar er þegar orðin venja að notast við jarðstrengi fremur en loftlínur þegar háspennulínur með lága spennu eru lagðar enda hag- kvæmari í slíkum tilfellum. Við hærri spennu eru jarðstrengir hins vegar umtalsvert dýrari. Landsnet, sem rekur flutnings- kerfi raforku, hefur kynnt fram- tíðarsýn um mikla uppbyggingu á raforkukerfinu sem þykir ekki lengur standast kröfur. Munar svo miklu á kostnaðinum við þess- ar línugerðir að flutningsverð raf- orku gæti allt að því þrefaldast ef tekin yrði ákvörðun um að fram- vegis yrðu allar háspennulínur lagðar í jörð. Slík hækkun myndi þýða 40% hækkun á raforkuverði. Engin pólitísk stefnumótun er hins vegar til um þessi mál eins og Landsnet hefur kvartað undan. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að eitthvað eitt fyrirtæki fari að taka ákvörðun með jafn miklar samfélagslegar afleiðing- ar. Það er stjórnvalda að gera það,“ segir Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets. Til að fá botn í þessi mál samþykkti Alþingi þann 1. febrúar 2012 þingsályktunartil- lögu þar sem kveðið var á um skip- an nefndar til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð. Náðu ekki saman um stefnu Formaður nefndarinnar var valinn Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, en auk þess áttu sæti í hópnum fulltrúar Lands- nets, Landverndar, landeigenda á áhrifasvæði ráðgerðra raflína og nokkurra annarra hagsmunaaðila. Nefndin skilaði lokaskýrslu til Steingríms J. Sigfússonar atvinnu- vegaráðherra 11. febrúar. Þar eru settar fram fjórar megin tillögur sem eru kynntar hér til hliðar. Þó má segja að nefndinni hafi mis- tekist helsta ætlunarverk sitt því í bókun formanns segir: „Nefndin náði ekki á starfstíma sínum að leggja fram eina beina tillögu um nákvæma stefnu eða vinnutilhögun um það hvenær jarðstrengur eða loftlína skuli valin við flutning eða dreifingu á rafmagni.“ Segja má að tvö sjónarmið hafi tekist á í nefndinni. Í fyrsta lagi sjónarmið Landsnets sem Þórður Guðmundsson lýsir svo: „Við höfum talað fyrir því að allar línur á lágum spennum fari í jörðu en að við hærri spennu fari línur almennt ekki í jörðu nema sérstak- ar aðstæður réttlæti það. Það gætu þá verið náttúru minjar, nálægð við flugvöll og fleira í þeim dúr.“ Meta umhverfisáhrif jarðstrengja Í öðru lagi er það sjónarmið Land- verndar sem vill skoða málin í víð- ara samhengi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sat í nefndinni. „Við lögðum áherslu á að það yrði litið náið á þörfina fyrir að byggja raflínu og að kortlagt yrði fyrir hverja það væri gert. Því ef einungis er litið til þarfar almenn- ings er alls ekki þörf á jafn stórum línum og sums staðar er verið að tala um,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við lögðum einn- ig áherslu á að umhverfisáhrif jarðstrengja væru metin rétt eins og loftlína þannig að hægt væri að bera saman áhrifin af þessu tvennu. Í sumum tilvikum eru meiri áhrif af jarðstreng en í öðrum af loftlínu. Þá lögðum við áherslu á að litið væri til mengun- arbrotareglu umhverfisréttar sem gerir ráð fyrir því að sá sem kallar á að það þurfi að byggja línu borgi fyrir hana. Þannig að ef einhver stórkaupandi raforku gerir það að verkum að leggja þarf stærri línu en ella þá borgi stórkaupandinn umframkostnaðinn.“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, hefur kynnt skýrsluna í ríkisstjórn og þá verð- ur hún á næstunni rædd í viðkom- andi þingnefndum. Verður að bæta öryggi Steingrímur segir að frekari vinna sé fram undan og þó nefndin hafi ekki náð utan um málin í heild sinni sé skýrslan engu að síður áfangi. Þar sé að finna samstöðu um ákveðin meginatriði sem, að hans mati, færi hlutina í rétta átt. „Ég held þó að þetta stóra og knýjandi mál þurfi frekari skoð- unar við. Það þarf til að mynda að útkljá það á hvers konar áætlana- gerð þessi mál eiga að byggja. Á að byggja á kerfisáætlun Lands- nets og þá í breyttu umhverfi þar sem allir geta komið sínum sjón- armiðum á framfæri snemma í ferlinu? Eða á að færa þetta yfir í einhvers konar rammaáætlun? Þessari spurningu er enn ósvarað og jafnframt þeirri hvort réttast sé að færa ákvörðunarvaldið frá framkvæmdaraðilanum.“ Loks segir Steingrímur að brýnt sé að fá botn í þessi mál enda þurfi að leggjast í uppbygginu á raforku- kerfinu á næstu árum. „Það þarf að mæta þörfum og halda áfram að bæta öryggi í kerfinu eins og áföll síðustu mánaða sýna okkur. Það eina sem ég get fullvissað menn um er að þessi mál verða tekin til alvarlegrar skoðunar þar sem litið verður til langrar framtíðar.“ Mistókst að móta stefnu um raflínur Nefnd sem móta átti stefnu um lagningu raflína í jörð tókst ekki að ná samstöðu um stefnumótun í málaflokknum. Landsnet stefnir að því að leggjast í mikla uppbyggingu á flutningskerfi raforku á næstu árum en ekki hefur fengist botn í deilur um jarðstrengi og loftlínur. HÁSPENNULÍNUR Landsnet hefur kynnt áætlanir um mikla uppbyggingu á flutnings kerfi raforku á næstu tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is ➜ Breyta þarf vinnuferli í kringum kerfisáætlun Landsnets og inn- leiða þriðju raforkutilskipun Evrópuþingsins inn í landslög samkvæmt EES-samningnum þar sem finna má verkferla við vinnu slíkra áætlana. ➜ Framvegis þarf að setja fram valkostagreiningu fyrir einstakar framkvæmdir. ➜ Setja skal fram almenn viðmið um hvenær jarðstrengur skuli vera valinn umfram línu þrátt fyrir kostnaðarauka og aðrar grundvallarreglur. ➜ Leggja skal aukna áherslu á rann- sóknir, bæði umhverfisrannsóknir og hagfræði- og kostnaðargrein- ingar. Tillögur nefndarinnar Deilur um hvort leggja eigi raflín- ur í jörðu hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu raforkukerfisins síðustu ár. Skýrasta dæmið um það er ráðgerð framkvæmd við nýja háspennulínu á Reykjanesi. Landsnet hefur í sjö ár undirbúið framkvæmdina sem er að mati fyrirtækisins nauðsynleg með tilliti til raforkuöryggis. Ýmislegt hefur þó komið upp á. Lengi vel stóð sveitarfélagið Vogar í vegi fyrir framkvæmdinni þar sem það taldi heppilegra að leggja línuna í jörð en sem loftlínu. Vogar féllu frá þeirri andstöðu sinni á síðasta ári. Það er þó ekki þar með sagt að framkvæmdir hafi getað hafist. Fyrirhuguð háspennulína á að liggja um eignarlönd tuttugu jarða. Lands- neti hefur hins vegar ekki tekist að ná samningum við alla land- eigendur. Snýst ágreiningurinn við þá sem ekki hafa viljað semja einmitt um það að landeigendur hafa talið æskilegt að línan verði lögð í jörð. Eftir að hafa gefist upp á samningum fór Landsnet í síðustu viku fram á það að viðkomandi jarðir verði teknar eignarnámi en enn er óvíst hvort fallist verður á þá kröfu. Deilur um jarð- strengi á Reykjanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.