Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 12
2. mars 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Fyrir landsfund Sjálfstæðis-flokksins benti flest til að afstaðan til Evrópu yrði þrengd. Hitt kom á óvart að VG skyldi samþykkja að ljúka aðildarviðræðunum og verða þannig opnara fyrir þróun vest- rænnar samvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af haft forystu um ný skref Íslands í pólitísku og efnahags- legu samstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja. Nú er hann í besta falli málsvari óbreytts ástands. Engar línur voru lagðar á landsfundi hans hvernig tryggja ætti stöðu Íslands í þeim miklu breyting- um sem eru að verða í alþjóðlegri efnahagssamvinnu, meðal annars á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Landsfundurinn gekk svo langt að hafna tillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu u m f r a m - hald aðildar- viðræðnanna, sem hann á hinn bóginn sagði að væri forsenda þess að halda þeim áfram. Á fundinum endurómaði það viðhorf Morgunblaðsins að fremur ætti að tefla stöðunni á innri markaði Evrópska efnahags- svæðisins í tvísýnu en að fallast á nýjar reglur um eftirlit með fjár- málastofnunum. Þær eru þó sér- staklega mikilvægar hagsmunum fyrirtækja og neytenda sem vilja eiga jafnan og óskertan aðgang að alþjóðlegum fjármálamarkaði. Ekki er unnt að segja að hug- sjónir VG lúti að frjálsum gjald- eyrisviðskiptum. En öndvert við Sjálfstæðisflokkinn ætlar VG ekki fyrir fram að loka einum af helstu möguleikunum á að losa Ísland úr kvínni sem það er nú einangrað í. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill en hafnaði um leið þeim kosti sem raunhæfastur er í staðinn. Einu sinni var sagt um Framsóknar- flokkinn að hann væri opinn í báða enda. Að því er peningamál- in varðar sýnist Sjálfstæðisflokk- urinn nú vera lokaður í báða enda. Báðum endum lokað Fyrir landsfundina um síð-ustu helgi benti flest til þess að þrír flokkar; Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og VG, myndu ganga til kosn- inga með samræmda stefnu um að hætta aðildarviðræðunum. Þeir eru líklegir til að fá ríflegan meirihluta. Aðeins tveir flokkar hefðu þá viljað ljúka viðræðunum: Samfylking og Björt framtíð. Eins og horfir verða þeir í afgerandi minnihluta. Hefði VG samþykkt að slíta við- ræðunum var áframhaldandi sam- starf við Samfylkinguna úr sög- unni. Nú er sá kostur opinn með Bjartri framtíð. Sjálfstæðisflokk- urinn er ekki einangraður en hann hefur málefnalega takmarkað stjórnarmyndunarmöguleika sína við Framsóknarflokkinn. Margt bendir því til að kosningarnar muni snúast um þessar tvær fylk- ingar. Kjósendur hafa sjaldan átt þess kost að velja á milli tveggja svo skýrra ríkisstjórnarkosta. Fyrir síðustu helgi voru ríkisstjórnar- flokkarnir með algjörlega tapaða stöðu á taflborði stjórnmálanna. Óvæntur leikur VG losaði um þessa stöðu. Þótt kannanir bendi ekki til að spenna verði í endatafl- inu er staðan opnari en áður. Vinn- ingslíkur stjórnarandstöðuflokk- anna eru þó umtalsvert meiri, einkum ef forsætisráðherra tefl- ir stjórnarskránni fram í rauðan dauðann. Umskiptin felast í því að kjós- endur hafa nú sjálfir færi á að ákveða hvort möguleikanum á upp- töku evru verður haldið opnum eða honum lokið. Það mál er ekki fyrir fram afgreitt á landsfundum eins og í stefndi. Eðli kosningabarátt- unnar breytist talsvert við þetta. Erfitt er þó að sjá hvernig teflist úr þessari nýju stöðu enda bland- ast mörg önnur mál í það mat. Staðan á tafl borðinu opnast Vegna óvinsælda ríkisstjórn-arinnar er veikleiki fyrir stjórnarflokkana að spyr- nast saman á ný. Á móti kemur að frjálslyndari armur Samfylkingar- innar er kominn í forystu. Órólega deildin í VG er farin. Þá hafa til- svör nýs formanns þegar gefið VG ferskara og trúverðugra yfirbragð og lítið eitt aukið fylgið. Framsóknarflokkurinn birtist í nýju ljósi með ábyrgðarlausum loforðum. Rætur fylgisaukningar- innar liggja aftur á móti í atfylgi Morgunblaðsins allt frá því að það snerist gegn forystu Sjálfstæðis- flokksins í Icesave-málinu. Fyrir vikið gæti Framsóknarflokkur- inn orðið áhrifaríkari aðilinn í því samstarfi þessara flokka sem kannanir benda til að liggi á borð- inu. Taki kjósendur hins vegar þann kost að ljúka aðildarviðræðunum er stjórnarskrárbreyting óhjá- kvæmileg áður en Alþingi hefur umfjöllun um hugsanlegan samn- ing. Þetta gefur nýjum leiðtogum stjórnarflokkanna færi á að flytja það mál í heild á milli kjörtíma- bila með vandaðri vinnubrögð- um, áfangaskiptingu og tilboði um breiðari samstöðu. Það myndi aftur kalla á nýjar kosningar innan tveggja ára. Fátt bendir þó til að svo djarft verði teflt. En það hjálp- aði forsetanum að opna stöðu sína í fyrra að segjast bara hafa löngun til að fá tvö ár í viðbót! Næstu leikir ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur TAX-FREE 1. - 3. MARS © ILVA Ísland 2012 Virðisaukaskatturinn er reiknaður af við kassann. Afsláttarprósenta er 20.32%. Gildir fyrir allar vörur í verslun, nema á ILVA kaffi. Að sjálfsögðu stendur ILVA skil á virðisauka til ríkissjóðs. Verðlækkunin er alfarið á kostnað ILVA. OG VIÐ MEINUM ÖLLUM VÖRUM! AF ÖLLUM VÖRUM M atur með óljósu innihaldi hefur verið talsvert á dagskrá undanfarnar vikur. Fyrst var það hrossakjötshneykslið þar sem upp komst að í tilbúnum frystum matvælum sem seld eru undir sænsku vörumerki og áttu að innihalda nautakjöt, sem ekki reyndist vera nautakjöt heldur hrossa- kjöt. Hrossakjötsfárið var ekki fyrr afstaðið en greint var frá því nú í vikunni að hér á litla góða Íslandi voru seldar nauta- bökur sem innihéldu hreint og beint ekki örðu af kjöti, ekki einu sinni hrossakjöti. Þetta er enn ein áminningin um mikilvægi þess að leggja sér ekki til munns annan mat en þann sem maður veit fyrir víst hver er. Vissulega er til tilbúinn matur sem framleidd- ur er af metnaði, matur sem er það sem stendur á pakkanum að hann sé. Hitt er því miður allt of algengt. Ástæðurnar fyrir því að fólk kaupir unninn mat eru einkum tvær. Það er fljótlegt að koma honum á borð og hann kostar oft minna en hráefni til matargerðar frá grunni. Gott er þó að hafa í huga að til eru fleiri leiðir til að spara en að kaupa alltaf það ódýrasta. Íbúar Vesturlanda henda til dæmis ókjörum öllum af mat. Það er mikil sóun sem hægt er að draga úr með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þá er einfaldur matur sem búinn er til úr grunnhráefnum, fiski, kjöti og grænmeti, ekki endilega svo mikið dýrari en sá unni. Og þegar upp er staðið er það auðvi- tað öruggasti valkosturinn að borða mat sem fulljóst er hver er. Þeir matvælaframleiðendur sem selja mat sem inniheldur annað en sagt er á umbúðunum eru að svíkja. Það eru ekkert annað en vörusvik að selja hrossakjöt sem nautakjöt. Það breytir engu um það þótt hrossakjöt sé út af fyrir sig alveg ljómandi matur, bæði hvað varðar bragð og næringu, það er bara ekki nautakjöt. Hvað þá þegar seld er nautabaka sem ekki inniheldur gramm af kjöti. Ábyrgðin á þessum svikum liggur hjá framleiðandanum. Vissulega má fara fram á að eftirliti sé sinnt og eftirlitsað- ilar eiga að veita framleiðendum aðhald við að standa undir ábyrgðinni. Engu að síður er það matvælaframleiðandans að standa klár á því að sá matur sem hann framleiðir og selur sé sá matur sem umbúðirnar segja til um. Neytendur eiga að senda matvælaframleiðendum skýr skilaboð um það að þeir hafni því að kaupa köttinn í sekkn- um. Þeir framleiðendur sem svíkjast um að framleiða þann mat sem þeir segjast vera að framleiða eiga hreinlega ekki skilið að við þá sé verslað. Ábyrgðin er framleiðendanna en neytendur hafa svo sannar lega valdið til að hafna vörunni. Því valdi mættu þeir svo sannarlega vera duglegri að beita. Neytendur hafa bæði afl og vald: Svikinni vöru á að hafna Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.