Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 54

Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 54
| ATVINNA | Sviðsstjóri Prenttæknisviðs Hæfniskröfur: Menntun á sviði upplýsinga- eða fjölmiðlagreina og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Umtalsverð þekking og áhugi á prent- og upplýsingaiðnaði. Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Framúrskarandi samskiptafærni, frumkvæði og árangursdrifni. IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fimm fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu árið 2006. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS,Félag bókagerðarmanna,FIT,VM,Bílgreina- sambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða www.idan.is Umsóknarfrestur er til og með 10. mars nk. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsjón með starfinu hefur Hildur Erla Björgvinsdóttir (hildur@radum.is) hjá Ráðum atvinnustofu. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is. Með umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá og kynningarbréf. Sviðsstjóri ber ábyrgð á árangri og framþróun sviðsins sem hefur það meginhlutverk að þjóna prentiðnaði varðandi menntunarmál, hvort heldur er á sviði sí- og endurmenntunar eða grunnmenntunar. Helstu verkefni: Skipulagning á fræðslustarfi fyrir prentiðnaðinn. Samstarf við lykilfólk í prentiðnaði, innlendar og erlendar menntastofnanir og systurfélög vegna sí- og endurmenntunaráætlana. Ráðgjöf til prentiðnaðarins varðandi kennslufræðilegan þátt sí- og endurmenntunar. Stefnumótun fyrir sviðið auk rekstrar- og fjárhagsáætlunargerðar. Verkefni á vegum starfsgreinaráðs í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Ritstjórn og umsjón með fréttabréfi. Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra IÐUNNAR. www.skra.is www.island.is Hæfniskröfur: • Menntun á sviði byggingafræði, tæknifræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af matsstörfum eða fasteignasölu er kostur • Reynsla af útreikningi byggingarkostnaðar er æskileg • Reynsla af vinnslu stórra tölvukerfa • Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og æskilegt er að kunna eitt Norðurlandamál • Góðir skipulagshæfileikar • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða sérfræðinga á sviði skráningar og mats fasteigna á starfsstöðvar sínar í Reykjavík og á Akureyri. Helstu verkefni eru yfirferð á skráningu fasteigna, skoðun mannvirkja, útreikningur fasteignamats og brunabótamats, vinnsla í sérhæfðum tölvukerfum og samskipti við fasteignaeigendur og sveitarfélög auk gæða- og þróunarstarfs. Sérfræðingar hjá Þjóðskrá Íslands Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum og hefur ríka þjónustulund. Um er að ræða full störf á starfsstöðvum stofnunarinnar í Reykjavík annars vegar og Akureyri hins vegar og þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J. Helgadóttir mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands á netfanginu sjh@skra.is. Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 starfsmenn. Verkefni stofnunarinnar eru mjög fjölbreytt og heldur stofnunin m.a. fasteignaskrá og þjóðskrá, gefur út fasteignamat og brunabótamat, rekur vefinn island.is og sér um útgáfu vegabréfa. Þjóðskrá Íslands leggur metnað sinn í að sinna verkefnum sínum af fagmennsku og áreiðanleika. Stofnunin hefur það að leiðarljósi að starfsmönnum líði vel í starfi og leggur áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Gildi stofnunarinnar eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og hvort sótt er um starf á Akureyri eða í Reykjavík. Umsóknir óskast sendar á netfangið sjh@skra.is. Staða skólastjóra við Lundarskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Lundarskóli er heildstæður grunnskóli sem hóf starfsemi árið 1974 en í dag eru þar 465 nemendur og tæplega 80 starfsmenn. Lundarskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT- skólafærni en þar er lögð áhersla á jákvæðan stuðning við hegðun nemenda. Áhersla er á samræmd viðbrögð alls starfsfólks til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti í skólanum. Lundarskóli er teymisskóli og nýtir teymiskennsluna sem leið til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Teymiskennslan eykur sveigjanleika skólastarfsins og gefur tækifæri til fjölbreyttari félagatengsla. Litið er á hvern árgang sem eina heild með fjölbreyttum námshópum í stað hefðbundinna bekkja. Skólasýn Lundarskóla byggir á einkunnarorðunum: Þar sem okkur líður vel. Aðstaða í skólanum er mjög góð og í ytra mati mennta- menningarmálaráðuneytisins vorið 2012 fékk skólastarfið mjög góða umsögn. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans http://www.lundarskoli.akureyri.is/ Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Frímannsson, fræðslustjóri, í síma 460 1456 og 862 8754 Vísað er til ítarlegri auglýsingar á www.akureyri.is. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2013. Skólastjóri Lundarskóla SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is www.hagvangur.is 2. mars 2013 LAUGARDAGUR4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.