Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 112
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 80 DAGSKRÁ HELGARINNAR LAUGARDAGUR 15.00 Real M. - Barcelona Sport HD 15.00 Man. Utd. - Norwich Sport 2 HD 15.00 Chelsea - West Brom Sport 3 15.00 Everton - Reading Sport 4 15.00 Swansea - Newcastle Sport 5 15.00 Stoke - West Ham Sport 6 17.00 RN Löwen - Hamburg Sport HD 17.30 Wigan - Liverpool Sport 2 HD SUNNUDAGUR 16.00 Tottenham - Arsenal Sport 2 HD 16.30 Magdeburg - Kiel Sport HD 18.00 Sunnudagsmessan Sport 2 HD 18.00 Valur - HK N1-deild kvenna 20.30 Clippers - Oklahoma Sport HD N1-DEILD KARLA ÍR - Akureyri laugardag kl. 15.00 N1-DEILD KVENNA Grótta - FH laugardag kl. 13.30 Stjarnan - Selfoss lau. kl. 13.30 Afturelding - Haukar lau. kl. 13.30 Stjarnan - Selfoss lau. kl. 13.30 Valur - HK sunnudag kl. 18.00 DOMINOS-DEILD KVENNA KR - Keflavík laugardag kl. 16.30 Haukar - Snæfell lau. kl. 16.30 Grindavík - Njarðvík lau. kl. 16.30 Fjölnir - Valur lau. kl. 18.45 BARDAGAÍÞRÓTTIR Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC- bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkom- andi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt sam- komulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „ Joe Si lva , svokal laður „matchmaker“ hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar,“ segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC.“ Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardög- um sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardög- um þar. „Pyle er númer þrettán á heims- listanum í veltivigtinni, mjög fjöl- hæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hrað- ur og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle,“ segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara spar- lega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC,“ segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn.“ Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa,“ segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra.“ eirikur@frettabladid.is Gunnar myndi aldrei neita „Ég fékk símtal klukkan fj ögur í nótt og við samþykktum bardagann hálft íma síðar,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson sem mun berjast í UFC 160 í Las Vegas í lok maímánaðar. Í GÓLFINU Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA NJARÐVÍK - FJÖLNIR 100-75 (50-30) Stigahæstir: Marcus Van 25/21 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18, Ágúst Orrason 14, Hjörtur Hrafn Einarsson 14 - Christopher Smith 22/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin, Magni Hafsteinsson 16/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12. ÞÓR ÞORL. - TINDASTÓLL 83-81 (39-36) Stigahæstir: David Jackson 30, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst - Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11. Matarverð á Íslandi er lægra en á öðrum Norðurlöndum Á Norðurlöndunum er hvað hagkvæmast að kaupa í matinn á Íslandi og í Finnlandi. Maturinn er dýrari í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýlegri tölfræðiárbók Norrænu ráðherranefndarinnar. Það er mikilvægt að framleiða kjöt, mjólk, grænmeti og fleiri matvörur á Íslandi. Þannig spörum við gjaldeyri sem hægt er að nota í annað en matarinnkaup. Auk þess skapar landbúnaðurinn þúsundir starfa um allt land. Innlend matvælaframleiðsla hefur haldið aftur af verðhækkunum á matarkörfunni undanfarin ár því að innfluttar matvörur hafa hækkað í verði umfram íslenskar. Heimildir: Norræna ráðherranefndin, Hagstofa Íslands og Eurostat. Verðlag á Norðurlöndunum árið 2011 ESB-15 Danmörk Vörur og þjónusta Vísitala ESB-15 = 100 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Matur Finnland Noregur SvíþjóðÍsland Íslandsmótið í borðtennis 2013 í TBR-Íþróttahúsinu Mótið hefst laugardaginn 2. mars kl. 11.00 með tvenndarkeppni. Keppt er í 9. flokkum. Sunnudaginn 3. mars hefjast úrslitaleikir • kl. 11.30 í 1. og 2. flokki karla og kvenna • kl. 12.30 Úrslitaleikir í tvíliðaleik karla og kvenna • kl. 14.00 Úrslitaleikir í meistaraflokki karla og kvenna Verðlaunaafhending sunnudaginn 3. mars kl. 14.30 Áhugamenn um borðtennis fjölmennið í TBR-Íþróttahúsið og sjáið spennandi keppni FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Aníta Hinriks- dóttir tryggði sér í gær sæti í und- anúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Gauta- borg þegar hún varð níunda í und- anrásum. Aníta hljóp á 2:04.72 mínútum en Íslandsmet hennar frá því í febrúar er 2:03.27 mínútur. Aníta kom þriðja í mark í sínum riðli en þrjár efstu komust áfram. Aníta tók forystuna strax í byrjun og var fyrst í sínum riðli eftir bæði 200 og 400 metra. Hún gaf eftir í lokin en hélt 3. sætinu. „Ég held að hún hafi hlaupið fyrstu 400 metrana svona hratt af því að spennustigið var svo hátt. Núna er hún búin að taka það svolítið úr sér, ég veit að hún hleypur jafnara hlaup í dag. Hún sér eftir þetta hlaup og ég líka að hún getur hlaupið hraðar í dag ef hún nær að útfæra hlaupið öðruvísi,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Spennustigið var mjög hátt og hún hleypur fyrsta hringinn hraðar en við plönuðum. Ég vissi alveg að það gæti gerst. Það var því draumur að komast áfram og ég efast ekki um það að hún hlaupi mjög vel á morgun (í dag),“ segir Gunnar. Sex efstu komast í úrslit en undanúrslitahlaupið fer fram klukkan 16.38 í dag. „Hún verður að hlaupa hraðar en í gær og það er það sem hún stefnir á. Við getum samt ekkert verið ósátt því þetta er mjög gott hjá henni á fyrsta stórmóti fullorðinna,“ sagði Gunnar. - óój Flott frumraun Anítu Komst í undanúrslit á EM og hleypur kl.16.38 í dag Á FERÐINNI Í GAUTABORG Aníta Hin- riksdóttir keyrði upp hraðann í byrjun. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.