Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 18
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Tökum á skulda- og greiðsluvanda heimilanna Í þágu heimilanna › Verðtrygging á húsnæðis- og neytendalánum verði ekki almenn regla › Auðveldum afborganir af húsnæðis- lánum með skattaafslætti › Fellum niður skatt þegar greitt er inn á höfuðstól húsnæðislána í stað þess að greiða í séreignarsjóð › Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots › Afnemum stimpilgjöld Markvissar og raunhæfar aðgerðir í þágu heimilanna sem má koma í framkvæmd án tafar. Skoðun visir.is Frá því ég tók við utan- ríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megin gáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóð- ir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamark- aði. Í því felast m.a. veruleg út- flutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæða- vörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahags- heild. Hún tryggir efnahags- legan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar auk- inn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnis- hæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferl- ið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Ice- save-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslend- ingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga. Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norð- urs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Dreka- svæðinu. Beinn hagnaður ríkis- ins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulind- um Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skap- ast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðn- un ís þekjunnar. Sömuleiðis eru gríðar legir hagsmunir, pólitísk- ir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskip- unarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustu- starfsemi við „orkuþríhyrning- inn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilrauna- boranir og vinnslu innan orkuþrí- hyrningsins verði á Íslandi. Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursigling- arnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsvið- skipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunar- samningur Kína við nokkurt Evr- ópuríki. Hann skapar Íslandi ein- stakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaust- ur-Asíu eins og Malasíu og Víet- nam. Það er þó ekki síður mikil- vægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursigl- inga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega póli- tískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrk- ir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkis- stefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ➜ Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norður- siglingarnar. 1.677 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR Stoppað í miðjum klíðum Charlotte Böving pistlahöfundur 1.320 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR Mannvonska dulin sem mannúð Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 438 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir kennari 437 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR Að trúa á netið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra 391 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR Lækningar og golf– er munur? Kristófer Sigurðsson unglæknir 343 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR Fegurstu leiðarljósin Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 274 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR Stúdentar auglýsa eft ir norrænu velferðinni Davíð Ingi Magnússon hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi SHÍ 225 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR Mamma og afb itna eyrað Svavar Hávarðsson pistlahöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.