Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 4
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
SLYS Einn lést þegar bíll fór út
af veginum við Norðurárdal í
Skagafirði um miðjan dag í gær.
Þrír til viðbótar voru í bílnum
og voru allir fluttir með þyrlum
Landhelgisgæslunnar á Landspít-
alann. Einn var alvarlega slasað-
ur en tveir voru með meðvitund
þegar komið var að slysinu.
Ekki fengust nánari upplýs-
ingar um líðan þeirra áður en
Fréttablaðið fór í prentun. - þeb
Óku út af í Norðurárdal:
Lést í bílslysi
í Skagafirði
23.02.2013 ➜ 01.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
400
GRÖMM
af gulli eru í hverju
tonni af jarðvegi
í Þormóðsdal,
hundraðfalt það
magn sem þarf til
að vinna gullið.
454
MILLJARÐAR
Áætlað er að
krónueignir
þrotabúa
Kaup-
þings og
Glitnis
nemi að
minnsta
kosti 454
milljörðum
króna.
23
2,5 KÍLÓMETRAR
Sérfræðingar dönsku straumfræðistofn-
unarinnar vilja færa ós Markarfl jóts til
austurs til að bjarga Landeyjahöfn.
26,1%
aðspurðra styður
Framsóknarfl okk-
inn í nýrri könnun
Fréttablaðsins og
Stöðvar 2.
20 ÍSLENSKIR TÓNLISTARMENN
og hljómsveitir eru með plötusamninga í
útlöndum.
eru í landsliðshópi kvenna
í fótbolta fyrir Algarve-
mótið í næsta mánuði.
EKKERT NAUTAKJÖT
fannst í nautaböku Gæðakokka.
10.000 KINDAHRÆ eru látin
rotna á fj öllum eft ir óveðrið sem gekk
yfi r Norðausturland í september.
Tekið skal fram að Kristján Þór
Júlíusson hefur aðeins einu sinni boðið
sig fram í embætti formanns Sjálf-
stæðisflokksins, ólíkt því sem skilja
mátti á skrifum í dálkinum Frá degi til
dags í blaðinu í gær.
LEIÐRÉTT
Rangt var farið með nafn framboðs
Alþýðufylkingarinnar í frétt um fylgi
flokka í blaðinu í gær. Framboðið
nefnist ekki Alþýðuhreyfingin, heldur
Alþýðufylkingin.
Veðurspá
Mánudagur
18-23 m/s V-og N-lands.
AFTUR VETUR eftir hlýindi undanfarinna daga. Frost NA-til í dag og kólnar enn
til morguns. Vaxandi NA-átt á morgun NV-til með snjókomu og harðnandi frosti.
NA-hvassviðri og snjókoma um mest allt land á mánudag.
3°
7
m/s
4°
6
m/s
4°
4
m/s
6°
4
m/s
Á morgun
Víða 3-10 m/s, vaxandi NA-átt NV-til.
Gildistími korta er um hádegi
-3°
-5°
-2°
-3°
-7°
Alicante
Basel
Berlín
15°
11°
6°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
6°
7°
4°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
22°
London
Mallorca
New York
8°
11°
7°
Orlando
Ósló
París
17°
3°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
17°
2°
3°
3
m/s
5°
3
m/s
1°
2
m/s
-2°
2
m/s
1°
5
m/s
3°
7
m/s
-4°
6
m/s
2°
-3°
4°
3°
0°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
BANDARÍKIN „Rístu upp, ó Guð, og
bjarga okkur frá sjálfum okkur,“
sagði Barry Black, þingprestur
öldungadeildar Bandaríkjaþings,
við upphaf þingfundar á fimmtu-
dag.
Þar vísaði hann til þess að þing-
menn beggja flokka, demókratar
jafnt sem repúblikanar, eru það
fastir í skotgröfum sínum að þeir
sáu engan möguleika á samkomu-
lagi um fjárútgjöld ríkisins.
Enda fór svo að þingfundi lauk
án þess að nokkurt samkomulag
tækist, þrátt fyrir að þar með
væri runninn út sá tveggja ára
frestur sem þingið hafði haft til
að bjarga sér úr klípunni.
Nú fer af stað sjálfkrafa nið-
urskurður á fjárlögum upp á 85
milljarða dala, eða ríflega tíu
þúsund milljarða króna. Sá nið-
urskurður bitnar meðal annars
á útgjöldum til hernaðarmála,
menntamála, matvælaeftirlits
og bitna með ýmsum hætti á
almenningi. Nákvæmlega hvern-
ig kemur þó varla í ljós fyrr en
eftir helgi, því demókratar og
repúblikanar hafa talað sitt á
hvað um afleiðingar niðurskurð-
arins og hversu alvarlegur hann
yrði.
Barack Obama forseti segir
niðurskurðinn bitna á börnum,
öldruðum, sjúklingum og her-
mönnum auk þess sem hann geti
kostað hundruð þúsunda Banda-
ríkjamanna atvinnuna.
Obama kennir óbilgirni repú-
blikana alfarið um og segir að úr
því sem komið sé geti það tekið
nokkra mánuði að finna lausn á
þessari deilu.
Hann segir þennan niðurskurð
vera bæði heimskulegan og
handahófskenndan, en það verði
þó enginn heimsendir: „Við skul-
um hafa það á hreinu að ekkert
af þessu er nauðsynlegt. Þetta er
að gerast vegna ákvörðunar sem
repúblikanar á þingi hafa tekið.“
Forsagan er sú að árið 2011
setti Bandaríkjaþing sér það
markmið að minnka fjárlaga-
hallann um 4.000 milljarða dala.
Gefinn var til þess ákveðinn
frestur, og samþykkt að næðist
þetta metnaðarfulla markmið
ekki áður en fresturinn rynni út,
þá færi fyrrgreindur sjálfkrafa
niðurskurður af stað.
Þetta sagði hann eftir að leið-
togar beggja flokka á þingi komu
á fund hans í Hvíta húsinu í gær.
gudsteinn@frettabladid.is
Gátu ekki komist að
neinu samkomulagi
Sjálfvirkur niðurskurður á bandarísku fjárlögunum upp á 85 milljarða dala hófst
um mánaðamótin, þar sem þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um
annað fyrirkomulag. Bitnar á öldruðum, börnum, sjúklingum og hermönnum.
UPPGJÖF Í ÖLDUNGADEILD Öldungadeildarþingmennirnir Richard Durbin, Charles
Schumin, Harry Reid og Patty Murray ganga af blaðamannafundi, þar sem þeir
svöruðu spurningum um niðurskurðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PÁFAGARÐUR, AP Páfalaust er
í Róm eftir að Benedikt XVI
hætti klukkan átta á fimmtu-
dagskvöld. Þangað til nýr páfi
verður kosinn taka nokkrir hátt-
settir kirkjunnar menn við dag-
legri stjórn hennar.
Rúmlega hundrað kardínálar
koma saman á mánudag til að
ákveða hvenær páfakjör hefst,
sem verður í síðasta lagi tuttugu
dögum eftir að Benedikt hætti.
Að öllum líkindum verður það
þó fyrr, jafnvel strax í næstu
viku.
Íbúð páfa í Vatíkaninu var inn-
sigluð þegar á fimmtudagskvöld,
og verður hún ekki opnuð aftur
fyrr en nýr páfi er fundinn.
- gb
Páfalaust í Róm:
Undirbúningur
páfakjörs hefst
TARCISIO BERTONE KARDÍNÁLI Fær
það hlutverk að stjórna páfakjöri.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FASTEIGNIR Félagið Drómi, sem
á húsið í Vesturvör 27 þar sem
íbúum hefur verið sagt upp leigu-
samningum og gert að yfirgefa
bygginguna, undirstrikar, vegna
fréttar í Fréttablaðinu í gær
um „hremmingar íbúanna“, að
félagið sé ekki leigusali fólksins.
Drómi kveðst enn ekki hafa
fengið húsið afhent „vegna erfið-
leika leigusalans við að rýma
umrædda eign“. Vesturvör 27
sé iðnaðarhúsnæði í mjög bágu
ásigkomulagi og óhæft til útleigu,
meðal annars vegna skorts á
flóttaleiðum við eldsvoða. „Drómi
hefur ítrekað krafist þess gagn-
vart leigutaka að húsnæðið verði
rýmt af þessum sökum.“ - gar
Vesturvör 27 er brunagildra:
Leigusala gert
að rýma húsið
Í VESTURVÖR Íbúarnir óttast að verða
bornir út.