Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 106
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74 BÍÓ ★★★ ★★ This is 40 Leikstjórn: Judd Apatow Leikarar: Leslie Mann, Paul Rudd, John Lithgow, Megan Fox, Albert Brooks, Melissa McCarthy, Jason Segel. Judd Apatow kann alveg að búa til skemmtilegar myndir. Hann kann sér hins vegar aldrei hóf, og þá skiptir engu hvort hann leikstýrir eða framleiðir, nær allar myndir sem hann kemur nálægt eiga það sameiginlegt að vera hálftíma of langar. This Is 40 er engin undantekn- ing, en hún segir frá pari um fer- tugt sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Fjárhagurinn er erfiður, börnin rífast í sífellu, og samband hjónaleysanna svignar undan álagi og áhyggjum. Í hinu stóra samhengi hlutanna er mest- megnis um lúxusvandamál að ræða, og stærsta ógnin fyrir utan sambandsslit er sú að þau þurfi mögulega að flytja í minna hús. Það má þó vel hlæja að vandræð- um parsins, og sumt tengir maður við á meðan annað virðist afar fjarri hinum tekjulága meðaljóni. Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Veikleikinn er hæfileikaskortur í að velja og hafna. Persóna John Lithgow er til dæmis áhugaverð í fyrstu en síðan kemur að því að Apatow veit ekk- ert hvað hann á að gera við hann. Leikstjórinn dvelur við aukapers- ónur í atriðum sem eru fyndin, en skipta litlu sem engu máli fyrir heildarmyndina og draga úr þétt- leika myndarinnar. Þetta er það sem Coen-bræður og Quentin Tar- antino gera svo vel. Hér er það til ama og hann hefði betur hent ein- hverju út. This Is 40 skilar samt sínum skerf af góðlátlegu gríni. Apatow er, þegar öllu er á botninn hvolft, lunkinn húmoristi með skemmti- lega sýn á hversdagsleikann. Með öflugum leikhóp eins og þessum ætti hann að geta gert frábæra mynd, og hér kemst hann hálfa leið og rúmlega það. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Græskulaust gaman að hætti hússins. Græskulaust gaman THIS IS 40 „Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa.“ 70% 80%90%0% 30% 30% 50% 80% 80% 90% 40% 60% 70% 70% Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is að v e ð að rð g e ð tu r b re ys t ey st á n f n f á ir v yr ir v y ara B ir t B i B m eð fy ri rv ra u ar a m p re tv il nt vi l nt vi llu r. lul ei m s H ei m sf er ð i ás k r ás k r ás ki lja s érsé rr r r t t t ét t ti l l e il l il l ð ré t ið ré t ng a ti ng a slsl á s á s . .. u.u.kukuíkíí . .h.hhhht A t A t A t AAA a. E N N E M M / S IA • N M 56 8 6 3 24. apríl - 7. maí Kúba Í þessari 13 nátta sérferð til Kúbu er flogið með Icelandair til London. Þ suðurströnd Englands og dvalið þar í 1 nótt. Þann 24. apríl er flogið til Havana á Kúbu með Virgin Atlantic flugfélaginu. Dvalið í Havana í 6 nætur á góðu hóteli í miðborginni. Kynnisferð um Havana og dagsferð um Vinalesdalinn er innifalið í verði. Í lok ferðar er lífsins notið í 5 nætur á drifhvítri ströndinni á Varadero á góðu hóteli með öllu inniföldu. Kr. 355.900 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting í 1 nótt í Brighton / morgunverður, 6 nætur í Havana / morgunverður og 5 nætur í Varadero / allt innifalið. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Tvær kynnis- ferðir í Havana. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns aðan er ekið til Brighton á „Þetta er allt svo stórkostlegt, ég trúi þessu varla enn,“ sagði Hera Björk þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gærdag. Söngkon- an var þá nýkomin á fætur eftir að hafa hlotið Mávinn, verðlaun söngvakeppninnar Viña del Mar, kvöldið áður fyrir lag sitt Because You Can. „Ég komst ekki í rúmið fyrr en klukkan sex í morgun og er búin að vera í viðtölum síðan ég vaknaði. Ég er ekki einu sinni búin að mála mig enn þá en er að reyna það núna, með annarri,“ segir hún og hlær. Aðalverðlaun þessarar stærstu söngvakeppni Suður-Ameríku fær lag ársins, en rúmlega 700 lög voru upphaflega skráð til leiks. Hera er nú meðal afar fárra sem geta sagt að Elton John hafi hitað upp fyrir sig, því hann opnaði úrslitakvöldið á fimmtudaginn. Elton hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Heru sem náði ekki að hitta stjörnuna. „Ég fann samt alveg að hann horfði á mig þegar hann sagði lagið tileinkað okkur öllum,“ segir hún dreymin en Elton söng slagarann Your Song. Hera fékk dansara með sér á svið, en keppnin útvegaði 24 manna danshóp sem skipti sér niður á atriðin. „Þetta eru yndis- legir krakkar sem pumpuðu allt- af upp stuðið og það var æðislegt að vinna með þeim,“ segir Hera sem er búin að eignast fjölda nýrra vina síðustu tvær vikurnar. „Svo er Valli á fullu að raka inn samböndum á meðan ég er sæt og syng,“ segir hún og á þar við Valgeir Magnússon, umboðsmann sinn. „Enda væri ómögulegt fyrir mig að vera alltaf með brjósta- haldarann fullan af nafnspjöld- um,“ bætir hún við. Þátttaka Heru og sigur í keppninni hefur vakið mikla athygli um allan heim og fjöl- miðlar alls staðar búnir að vera í sambandi við hana. „Nú ætlum við bara að hamra járnið á meðan það er heitt, við værum asnar að gera það ekki,“ segir söngkonan kát í bragði. - trs Elton John hitaði upp Hera Björk vann aðalverðlaun í stærstu söngva keppni Suður-Ameríku með lagi sínu Because you can. BECAUSE YOU CAN Lag Heru Bjarkar var valið það besta í Viña del Mar söngva- keppninni í Síle en um 700 lög voru upphaflega send til leiks. MYND/VALGEIR MAGNÚSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.