Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 80
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48
Saga lækninga á Íslandi nær aftur til landnáms-aldar og í fornum heimild-um er getið um bæði karla og konur sem höfðu viður-nefnið læknir. Íslendinga-
sögur geyma margar frásagnir af
ýmsum læknisverkum en þótt nöfn
margra læknisfróðra manna séu
þekkt úr fornum sögum er enginn
eins frægur og Hrafn Sveinbjarn-
arson á Eyri við Arnarfjörð. Hrafn
er sagður einn af fáum lærðum
læknum á Íslandi á miðöldum og af
honum er til sérstök saga, Hrafns
saga Sveinbjarnarsonar.
Sagan af Hrafni Sveinbjarnar-
syni er ekki eingöngu saga um
lækningar eða veraldlega valda-
baráttu. Þar er stöðugt vísað til sið-
ferðis og réttlætis og að auki í líf
heilagra manna og kirkjulegan rétt.
Ber svip helgisögu
Saga Hrafns er nokkurs konar
dæmisaga sem ber svip helgisögu
eða öllu heldur sögu af heilögum
manni sem þjónar guði með góðum
verkum, fyrirgefur óvinum sínum
og geldur fyrir góðmennsku sína
með dauða en kemst þá um leið á
betri stað.
Í sögu Hrafns segir meðal annars
hvernig „lækning af guðs miskunn“
komst inn í ætt hans. Atli Höskulds-
son, langafi hans, hafði verið valinn
af Magnúsi konungi góða Ólafssyni
fyrir orrustuna á Hlýrskógsheiði
1043 til að binda um sár manna.
Ólafur konungur helgi vitraðist
syni sínum, en þá voru rúmlega tíu
ár frá dauða hans, og bað hann að
velja tólf menn úr öllum hernum
sem væru af hinum bestu ættum
en í ættum þeirra skyldi lækning
haldast. Atli batt sár manna eftir
orrustuna „og varð síðan algjör
læknir“ og þannig kom „lækning
af guðs miskunn fyrsta sinn í kyn
Bárðar svarta.“ Bárður svarti var
sonur Atla og afi Hrafns. Kunnátt-
an hélst síðan í ættinni og Svein-
björn faðir hans var sagður „læknir
góður“ og Hrafn var þegar á unga
aldri „hinn mesti læknir“, eins og
segir í sögu hans.
Hrafni er svo lýst: „Hrafn var
á unga aldri snemmendis mikill
atgerfismaður. Hann var völund-
ur að hagleik, bæði á tré og járn,
og skáld, og hinn mesti læknir og
vel lærður og eigi meir vígður en
krúnuvígslu, lögspakur maður og
vel máli farinn, minnugur og að
öllu fróður […] bogmaður mikill og
skaut manna best handskoti.“ Að
flestu leyti er þetta klassísk mann-
lýsing en þó er ástæða til að staldra
við tvennt; hæfni hans með boga og
krúnuvígsluna. Bogfimi var á þess-
um tíma einungis á færi konungs-
manna og riddara enda máttu þeir
einir hafa slíkt vopn undir höndum
utan átakatíma. Krúnuvígsla var
nokkurs konar inntökupróf að því
að hefja nám til prests og þegar
þeirri vígslu var lokið tóku við sjö
áfangar að prestsvígslu. Ungur
maður sem kann að skjóta af boga,
tekur krúnuvígslu og er auk þess
„hinn mesti læknir“ hefur umtals-
verða sérstöðu í samfélaginu hvar
sem hann býr.
Hlaut virðingu erlendis
„Hrafn fór ungur brott af landi og
fékk góða virðingu í öðrum lönd-
um af höfðingjum sem vitni bar
um þær gersemar er Bjarni biskup
sendi honum, sonur Kolbeins hrúgu
úr Orkneyjum, út hingað: Það fing-
urgull er stóð eyri og var merkt á
hrafn og nafn hans svo að innsigla
má með. Annan hlut sendi biskup
honum, söðul góðan, og hinn þriðja
hlut steinklæði.“
Gjafirnar sem hann fær eru
athyglisverðar og er signethring-
urinn vafalítið þeirra merkust.
Slíka hringi áttu eingöngu höfð-
ingjar, helst kóngar og biskupar, en
norræni aðallinn fór að nota slíka
hringi á árunum 1200-1220. Ein-
ungis er kunnugt um tvo Íslend-
inga sem höfðu slíka hringi; Hauk
Erlendsson lögmann sem lést 1314
og Björn ríka Þorleifsson, hirð-
stjóra og riddara, sem Englend-
ingar drápu á Rifi árið 1467.
Veraldlegur auður
Í sögu Hrafns er ævi hans rakin
nokkuð nákvæmlega frá því að
hann tekur við búi þar til hann er
drepinn. Í upphafi hennar segir
meðal annars: „Hrafn tók við goð-
orði því sem faðir hans hafði átt
og mannavarðveislu. Svo var bú
Hrafns gagnauðugt að öllum mönn-
um var þar heimill matur, þeim er
til sóttu og erinda sinna fóru, hvort
sem þeir vildu setið hafa lengur eða
skemur.“
Við blasir ríkmannlegt heimili,
völd og auður. Það var ekki á hvers
manns færi að eiga bát til að flytja
fólk yfir Arnarfjörð og vera jafn-
framt með ferju yfir Breiðafjörð.
Þarna er lýst valdamiklum, lærðum
og ríkum manni sem virðist hafa
haft góð tengsl við menn í svipaðri
stöðu innan lands og utan.
Læknirinn
Um lækningar Hrafns segir: „Svo
fylgdi lækningu hans mikill guðs
kraftur að margir gengu heilir
frá hans fundi […] Við mörgum
mönnum vanheilum og félausum
tók hann, þeim er þrotráða voru
og hafði með sér á sínum kostnað
þangað til þeir heilir voru. Fyrir
því væntum vér að Kristur muni
kauplaust veitt hafa Hrafni með
sér andlega lækningu á dauðadegi
hans. Eigi aðeins græddi Hrafn þá
menn er særðir voru eggbitnum
sárum heldur græddi hann mörg
kynjamein þau er menn vissu eigi
hvers háttar voru.“
Í sögu Hrafns kemur fram að
Hrafn hafi haft gististaði en hvar
þeir voru er ekki vitað. Hrafn hafði
ferju á Arnarfirði og Breiðafirði
svo að ekki þarf að koma á óvart
að hann hafi haft í sinni umsjón
gististaði fyrir ferðalanga en ekki
segir neitt nánar af þeirri starf-
semi hans í sögu hans eða í öðrum
heimildum. Hugsanlegt er að starf-
semi Hrafns hafi verið sambærileg
við starf Jóhanníta víða í Evrópu
á helstu pílagríms- og samgöngu-
leiðum en það hefur Hrafn þekkt af
eigin raun.
Maður friðar og sátta
Hrafn kemur töluvert við sögu í
átökum í upphafi 13. aldar en þar er
hann maður friðar og sátta og eins
og títt er um slíka menn bíður hans
ótímabær dauði. Þegar Guðmundur
Arason hafði verið kosinn biskup
þurfti hann að fara til Noregs og fá
vígslu hjá erkibiskupi. Miklar deil-
ur stóðu þá í Noregi milli biskups
og konungs og var ástandið tvísýnt.
Enginn þótti betri fylgdarmaður
með biskupi en Hrafn þrátt fyrir
að hann byggi í öðru biskupsdæmi
og var hann valinn „fyrir visku
sakir og vinsældar í öðrum lönd-
um“. Sýnir þetta vel stöðu Hrafns
meðal leikra og lærðra innan lands
og utan.
Deilur höfðu magnast á Vestfjörð-
um milli Hrafns og Þorvalds Vatns-
firðings, sem var mikill yfirgangs-
maður og bjó í Vatnsfirði, þrátt
fyrir að Hrafn reyndi að leita sátta.
Þeim deilum lauk með því að Þor-
valdur fór með lið manna að Hrafni
4. mars 1213 og lét höggva hann
og fóthöggva helstu trúnaðarvini
hans. Eftirmál vígsins urðu ýmis
en segja má að það marki að hluta
til upphaf Sturlungaaldar og síðar
endalok þjóðveldisins.
Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið
mikilmenni í lifanda lífi og eitt af
stórmennum Íslandssögunnar þótt
hann hafi hvorki höggvið mann og
annan né ort vísu í andar slitrunum.
Hann skipar þó ekki stóran sess í
þeirri sögu en þegar hattar fyrir
honum birtist hann sem „sérlund-
aður og góðhjartaður héraðslækn-
ir að vestan“. Nú er hann flestum
gleymdur og fæðingar staður hans
og höfuðból er orðið að minning-
arreit um annan mann. Að öðrum
mönnum ólöstuðum er ástæða til að
halda nafni Hrafns Sveinbjarnar-
sonar á lofti og þeim gildum sem
hann stóð fyrir.
Höfðingi og læknir á Hrafnseyri
Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð er einn kunnasti læknir Íslendingasagna og var sagður einn fárra lærðra lækna á Íslandi á
miðöldum. Hrafn var maður friðar og sátta en var þó veginn þann 4. mars 1213 eða fyrir 800 árum á mánudaginn.
Hvað varðar læknisverk Hrafns er ljóst að lýsingar á
kunnáttu hans eiga sér fyrirmyndir í þekktum erlendum
lækningaritum. Í sögu hans eru nefndar allar helstu
aðgerðir sem hægt var að gera á þeim tíma en við þær
var notaður hnífur, glóandi járn og smyrsl.
LÆKNINGAR HRAFNS
Í sögu Hrafns segir: „[…] þann
vetur var Hrafn í Noregi og að
vori fór hann vestur til Englands
og sótti heim hinn helga Tómas
erkibiskup í Kantarabyrgi og færði
hinum helga Tómasi tennurnar og
varði hann þar fé sínu til musteris
og fal sig undir þeirra bænir. […]
Þaðan fór hann suður um haf og
sótti heim hinn helga Egidium
í Ílansborg […] Síðan fór Hrafn
vestur til Jakobs […] Þaðan fór
hann til Rómaborgar og fal líf sitt á
hendi postulum og öðrum helgum
mönnum. […] Síðan fór hann
sunnan frá Rómi og varði fé sínu
til helgra dóma þar sem hann kom.
PÍLAGRÍMSFERÐ HRAFNS
SVEINBJARNARSONAR
Noregur
Kantarabyrgi
Santiago de
Compostela
Ílansborg
Toulouse
Róm
Ba
rða
strönd
Stykkishólmur
Arnarfj örður
Hrafnseyri
FERJAÐI YFIR ARNAR-
FJÖRÐ OG BREIÐAFÖRÐ
„Alla menn lét hann flytja yfir
Arnarfjörð þá er fara vildu.
Hann átti og skip á Barða-
strönd. Það höfðu allir þeir er
þurftu yfir Breiðafjörð.“
Hrafn fer í pílagrímsferð, líklega á árunum 1185-
1195, til Santiago de Compostela og Rómar.
Ýmislegt vekur athygli í þessari frásögn af
pílagrímsferðinni. Hrafn setur fé sitt í musteri
áður en hann fer í ferðina. Á þessum árum
voru Jóhannesarriddarar (sem nú eru nefndir
Mölturiddarar) og musterisriddarar fyrirferðar-
miklir á Englandi enda var Ríkharður ljónshjarta
Englandskonungur mikilvirkur krossfari. Þeir voru
óðum að koma sér upp þéttriðnu neti bækistöðva eða
líknarheimila á helstu pílagrímsleiðum í Evrópu. Líklegt má telja að Hrafn
hafi falið reglubræðrum fé sitt til að tryggja öryggi sitt á ferðalaginu. Hann
sótti heim heilagan Egidius í Ílansborg en þar er átt við St. Giles í sam-
nefndri borg. Líkamsleifar heilags Egidiusar eru í Toulouse svo að líklegt
má telja að Hrafn hafi einnig komið þangað. Hrafn hefur þá komið til
tveggja helstu staða sem tengja má við æðstu stjórn og sögu Jóhanníta.
Frásögnin í sögu Hrafns styrkir því hugsanleg tengsl hans við Jóhanníta og
augljóst má vera að honum hefur verið vel kunnugt um starfsemi þeirra.
Jón Ólafur Ísberg,
sagnfræðingur
joli@centrum.is
Tengsl við Jóhanníta
GRAFÍK/JÓNAS