Fréttablaðið - 11.03.2013, Page 2
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Davíð Óskar, er þetta ekki
algjört „Mystery“?
„Maður hefði haldið að land sem
ber nafnið Ísland gæti útvegað
snjó, þannig að jú, þetta er algjör
ráðgáta.“
Davíð Óskar Ólafsson hjá fyrirtækinu Mys-
tery sem heldur utan um kvikmyndina Málm-
haus. Mikið snjóleysi á Suðurlandi hefur tafið
tökurnar.
SKIPULAGSMÁL Hópur unglinga
hefur undanfarið safnast saman í
niðurníddu húsi í Hjartagarðinum,
gamla Hljómalindarreitnum við
Laugaveginn, og haldið þar partí
um helgar.
Þegar ljósmyndari Frétta-
blaðsins kom á staðinn síðla á
laugar dagskvöld hafði nokkurn
fjölda ungmenna drifið að. Þau biðu
þess að komast inn í húsið.
Lögreglan hefur verið beðin
um að koma og rýma húsið að
minnsta kosti einu sinni. „Það
getur verið að það hafi ein-
hverjir verið undir lögaldri í
hópnum,“ segir miðborgar stjórinn
Jakob Frímann Magnússon.
Hann segir hættulegt að vera í
húsinu því gólfin séu óörugg og
þökin líka. „Það er margoft búið
að negla fyrir hlera en þau virðast
alltaf finna sér leiðir þarna inn,“
segir hann um unglingana sem
venja komur sínar þangað. „Það er
búið að aftengja rafmagn og hita og
þarna eru fúlir innviðir sem geta
hlotist alvarleg slys af ef menn
falla á milli hæða. Það er heldur
ekki ólíklegt að eitthvað kvikt sé
búið að koma sér þarna fyrir.“
Jakob segist skilja vel að ungling-
ar vilji hittast um helgar og halda
partí en þetta hús sé ekki heppilegt
til þess. „Fyrir unglinga undir átján
ára er alltof lítið í boði til afþrey-
ingar í miðbænum. Það er eins og
það nenni enginn að standa fyrir
svona starfsemi fyrir ungt fólk.“
Unglingar hafa fengið að stunda
veggjakrot í Hjartagarðinum og
leika sér á hjólabrettum, auk þess
sem menningarstarfsemi hefur
farið þar fram á sumrin.
„Þetta hefur verið mjög kærkom-
ið athvarf fyrir ungt fólk, sérstak-
lega þá sem eru í heimi veggjalist-
ar, hjólabretta og tónlistar,“ segir
Jakob Frímann.
Húsin hafa verið í eigu Lands-
bankans en voru nýverið
seld fyrirtækinu Þingvangi
sem ætlar að hefja fram-
kvæmdir um næstu mánaðamót.
Jakob Frímann vonast til þess
að nýju eigendurnir verði í sam-
starfi við borgina um að hafa
einhvers konar borgartorg á
svæðinu þar sem Hjarta garðurinn
er núna. „Því hefur verið vel
tekið en það er ekki búið að fast-
setja hvers eðlis það verður.“
freyr@frettabladid.is
Ungmenni skemmta
sér í hættulegu húsi
Lögreglan hefur þurft að rýma niðurnítt hús við Hjartagarðinn í miðborginni.
Hópur unglinga hefur undanfarið stundað partíhald í húsinu um helgar. Miðborg-
arstjóri segir hættulegt að vera í húsinu, þök og gólf séu óörugg og innviðir fúnir.
UNGLINGAR Í PARTÍHUG Unglingar í Hjartagarðinum biðu eftir því síðastliðið
laugardagsvöld að þeim yrði hleypt inn í húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Það er búið að aftengja rafmagn og
hita og þarna eru fúlir innviðir sem geta
hlotist alvarleg slys af ef menn falla á milli
hæða.
Jakob Frímann Magnússon
PÁFAGARÐUR Þrátt fyrir þá leynd,
sem hvílir yfir páfakjöri, telja
fréttaskýrendur nokkuð ljóst að
efni úr leyniskýrslu, sem Benedikt
XVI. lét gera á síðasta ári, muni
hafa veruleg áhrif á valið.
Páfi fól þremur kardínálum að
rannsaka leka úr Páfagarði til fjöl-
miðla, sem afhjúpaði spillingu sem
tengdist verktakavinnu í Páfagarði.
Rannsóknin leiddi ýmislegt fleira
misjafnt í ljós, þar á meðal til-
vist leynilegra samtaka samkyn-
hneigðra þjóna kirkjunnar í Róm.
Kardínálarnir 115, sem á morgun
verða lokaðir inni þangað til þeir
hafa komist að niðurstöðu um næsta
páfa, munu væntanlega spyrja ítar-
lega út í efni skýrslunnar.
Ef í ljós kemur eftir á að þeir hafi
valið kardínála sem tengdist ein-
hverjum þeim myrkraverkum sem
um er getið í skýrslunni gæti það
nefnilega haft afar slæm áhrif fyrir
næsta páfa og kaþólsku kirkjuna í
heild. Og er varla á bætandi eftir
hremmingar síðustu ára vegna kyn-
ferðisbrotamála. - gb
Upplýsingar úr leyniskýrslu til páfa gætu ráðið úrslitum í páfakjörinu:
Kardínálar vilja sjá leyniskýrslu
FJÖLMIÐLAR Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður á
Fréttablaðinu, var verðlaunuð fyrir bestu umfjöllun
ársins. Þá hlaut Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari
á Fréttablaðinu, verðlaun fyrir bestu umhverfisljós-
mynd ársins.
Blaðamannaverðlaun ársins 2012 voru afhent í
Gerðarsafni á laugardag. Það er Blaðamannafélag
Íslands sem veitir verðlaunin.
Sunna hlaut verðlaunin fyrir „áhrifamikla, heild-
stæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geð-
sjúkra“, eins og segir í rökstuðningi dómnefndar:
„Fréttaskýringaflokkur Sunnu tók með yfirgrips-
miklum hætti á flóknu og vandasömu vandamáli
sem skoðað var frá mörgum hliðum.“
Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV,
hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku
ársins og Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu fékk
verðlaun fyrir viðtal ársins.
Það var svo Ragnar Axelsson, ljósmyndari á
Morgunblaðinu, sem fékk blaðamannaverðlaun
ársins fyrir umfjöllun og myndir af stórum pollum
á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju
mikla bráðnun jökulsins. - gb
Sunna Valgerðardóttir á Fréttablaðinu hlaut Blaðamannaverðlaun:
Verðlaunuð fyrir fréttaskýringar
VERÐLAUNAHAFAR 365 MIÐLA Baldur Hrafnkell Jónsson
kvikmyndatökumaður, Sunna Valgerðardóttir blaðamaður,
Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Egill Aðalsteinsson kvik-
myndatökumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GRÆNLAND Tónlistarhúsið í Kulusuk á Grænlandi gjöreyðilagðist í eldi
í gærmorgun. Slökkvilið bæjarins fékk ekkert við ráðið vegna veður-
ofsa. „Húsið var gamalt timburhús sem einn af kennurum bæjarins,
Henrik Plötzsch, hafði eytt miklum tíma í að gera upp núna í vetur,“
segir Hjörtur Smárason, sem býr í Kaupmannahöfn en hefur unnið við
að markaðssetja ferðaþjónustu á svæðinu.
Að sögn grænlenska dagblaðsins Sermitsiaq vaknaði nágranni um
sexleytið að morgni við hávaða í eldvarnarbjöllu hússins. Eitt versta
óveður sem komið hefur á þessum slóðum var þá í hámarki. Hjörtur
segir íbúa bæjarins telja líklegast að kviknað hafi í húsinu út frá skor-
steini þegar hann fauk í óveðrinu. - gb
Eldsvoði í Kulusuk á Grænlandi:
Tónlistarhús eyðilagðist í eldi
LOGAÐI GLATT Talið er að kviknaði hafi í út frá skorsteini í óveðri sem geisaði.
MYND/LARS-PETER STERLING
STROMPURINN SETTUR Á SINN STAÐ
Slökkviliðsmenn unnu að undirbúningi
páfakjörs á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAÞJÓNUSTA Örlygur Hnefill
Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík,
vill að Íslendingar geri sér meiri
mat úr bandarískum geimförum
sem komu hingað til lands til að
búa sig undir tunglferðir. Alls
komu níu af þeim tólf mönnum
sem lentu á tunglinu hingað til
lands árin 1965 og 1967.
Einn geimfaranna laumaði
íslenskum 25-eyringi með sér til
tunglsins. Talið er að þetta sé eini
peningurinn sem farið hefur verið
með í slíka ferð. - gb
Sér möguleika í geimförum:
Vill reisa styttu
af Armstrong
LÖGREGLUMÁL Maður varð
fyrir tilefnislausri líkamsárás í
Grafar vogi á laugardagskvöldið.
Hann fékk hnefahögg í andlitið
og hlaut slæma áverka. Meðal
annars brotnuðu í honum tennur.
Maðurinn, sem er á tvítugs-
aldri, ók bifreið sinni um hverfið
og tók þá eftir því að önnur
bifreið elti hann. Þegar hann
stöðvaði bifreiðina kom öku-
maður hinnar bifreiðarinnar
einnig út og réðst á hann. Árásar-
maðurinn ók síðan af vettvangi
og var hans leitað í gær. - gb
Líkamsárás í Grafarvogi:
Árásarmanns
leitað í gær
STJÓRNMÁL Atli Gíslason og
Bjarni Harðarson vinna nú að
stofnun framboðslista sem á að
heita Regnboginn – fyrir sjálf-
stæði Íslands og sjálfbæra þróun.
Í frétt á vefsíðu Suðurfrétta
segir að Bjarni hafi verið á Eyrar-
bakka að safna undir skriftum til
að geta sótt um listabókstaf. Atli
sagði í samtali við Suðurfréttir að
hér væri um að ræða regnhlífar-
samtök. Atli vildi ekki tjá sig um
málið þegar fréttastofa Vísis hafði
samband við hann í gær. Ekki
náðist í Bjarna. - gb
Atli og Bjarni í framboð:
Undirbúa nýjan
framboðslista
SPURNING DAGSINS