Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 4
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
HEILBRIGÐISMÁL Berklatilfellum á
Íslandi hefur fækkað mikið eftir að
óvenju margir greindust með sjúk-
dóminn árið 2010. Fréttir frá Dan-
mörku vekja athygli en þar fjölgar
berklatilfellum enn eitt árið.
Í frétt á vef Kristilega dagblaðs-
ins í vikunni segir að tilkynnt hafi
verið um 407 tilfelli árið 2012 á móti
331 tilfelli árið 2009. Í frétt KD
segir að heimilislausir og fíkniefna-
notendur séu fjölmennir í hópi smit-
aðra. Grænlendingar búsettir í Dan-
mörku tilheyra einnig þessum hópi.
Haraldur Briem sóttvarna læknir
segir að hlutfall berklasmitaðra á
Íslandi séu í alþjóðlegum saman-
burði mjög lágt. Árin 2011 og 2012
greindust ellefu til tólf einstak-
lingar með berkla. Hér á landi eru
það innflytjendur sem eru í meiri-
hluta. Árið 2012 greindust níu
útlendingar og tveir Íslendingar.
Árið 2010 greindust óvenjulega
margir með berkla hér á landi,
eða 21 sjúklingur. Af þeim voru
16 (71%) af erlendu bergi brotnir.
Haraldur segir að fréttir frá Dan-
mörku séu ekki ástæða sérstakra
viðbragða hér.
Athygli vekur að fjölgun berkla-
smitaðra virðist einskorðast við
Danmörku. Í Svíþjóð og Noregi eru
berklatilfellin til dæmis helmingi
færri á hverja 100 þúsund íbúa en
þar í landi. - shá
➜ Árið 2012 greindust níu
útlendingar og tveir Íslend-
ingar með berkla hérlendis.
Danir glíma við öra fjölgun berklasmita, einir Norðurlandaþjóða:
Berklatilfellum fækkar aftur
TRÚMÁL Starfsmenn Þjóðkirkj-
unnar verða nú að skrifa undir
plagg sem heimilar kirkjunni að
skoða sakaferil
þeirra og bak-
grunn. Þetta
kom fram í
fréttum Stöðvar
2 í gærkvöldi.
Agnes M.
Sigurðardóttir,
biskup Íslands,
sagði í gær að
nauðsynlegt
væri að hafa
þetta fyrirkomulag á stofnunum
og annars staðar þar sem börn og
unglingar kæmu við sögu.
Samþykkt var á kirkjuþingi
2009 að starfsmenn þyrftu að
heimila bakgrunnsskoðun, en nú
geta sóknarnefndir ákveðið að
allir sem koma að starfi kirkj-
unnar á einhvern hátt þurfi að
undirgangast slíka skoðun, sagði
Agnes. - bj
Nýjar reglur Þjóðkirkjunnar:
Geta nú skoðað
bakgrunn allra
AGNES M. SIG-
URÐARDÓTTIR NÁTTÚRUVERND Stjórnvöld í
Suður-Afríku óttast að nú stefni
í metár hjá veiðiþjófum sem
herja á nashyrninga á verndar-
svæðum landsins og vilja að rætt
verði af alvöru um möguleikann
á að heimila sölu á nashyrnings-
hornum eftir löglegum leiðum.
Deilt er um málið á ráðstefnu
um náttúruvernd sem haldin var
í Taílandi nýverið, að því er fram
kemur í frétt BBC.
Stjórnvöld í Suður-Afríku telja
fullreynt með þær aðferðir sem
beitt hefur verið til að verjast
veiðiþjófum, og vilja kanna hvort
hægt sé að grafa undan markaði
veiðiþjófanna með því að selja
hornin löglega. - bj
Óttast metár fyrir veiðiþjófa:
Vilja selja horn
nashyrninga
Í HÆTTU Veiðiþjófar drápu 668 nas-
hyrninga svo vitað sé í Suður-Afríku á
síðasta ári. NORDICPHOTOS/AFP
MALTA, AP Verkamannaflokkur-
inn bar sigur úr býtum í þing-
kosningum á Möltu í gær eftir að
hafa verið í fimmtán ár í stjórn-
arandstöðu. Leiðtogi flokksins,
Joseph Muscat, tekur við sem for-
sætisráðherra í dag.
Verkamannaflokkurinn hlaut
55% atkvæða en Þjóðernisflokk-
urinn hlaut 43% atkvæða. Þetta
er stærsti sigur Verkamanna-
flokksins síðan Malta öðlað-
ist sjálfstæði frá Bretlandi árið
1964. Hinn íhaldssami Þjóðernis-
flokkur hafði dregið úr atvinnu-
leysi í landinu og hét því að lækka
taxta en það dugði ekki til. - fb
Þingkosningar á Möltu:
Í stjórn eftir 15
ára fjarveru
VENEZUELA, AP „Ég er ekki Cha-
ves. Hvorki hvað varðar gáfur,
útgeislun, arfleifð hans né getu
til að stjórna,“ sagði Nicolas
Maduro, sem tók á föstudag við
embætti forseta í Venesúela við
andlát Hugo Chaves.
Maduro hefur tilkynnt að
hann bjóði sig fram til forseta en
kosningar í landinu fara fram 14.
apríl. Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Henrique Capriles, býður
sig fram gegn Maduro. Hann
nýtur stuðnings kommúnista. - fb
Kosningar í Venesúela:
Maduro ætlar í
forsetaframboð
KALIFORNÍA, AP Búið er að opna
dýragarðinn Cat Haven þar sem
ljón drap Dianna Hanson, 24 ára
gamla konu, síðastliðinn mið-
vikudag í Kaliforníu. Haldin
var kyrrðarstund vegna andláts
hennar þegar þessi einkarekni
dýragarður opnaði aftur. Fjöl-
skylda Hanson hafði lagt blessun
sína yfir því að garðurinn yrði
opnaður á nýjan leik. - fb
Dýragarður í Kaliforníu:
Opnað eftir að
ljón drap konu
FRÉTTASKÝRING
Hverju nær stjórnin í gegn fyrir
þinglok?
Stjórnamálaflokkarnir eru engu
nær um samninga varðandi þing-
lok. Samkvæmt starfsáætlun
verður þingi frestað á föstudag,
svo ljóst er að fjöldi stórra mála
verður ekki að lögum á yfirstand-
andi þingi – og þá varla yfirhöfuð
þar sem kosningar eru í nánd. Ber
þar hæst frumvarp um fiskveiði-
stjórnun.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að óvænt snurða hafi
hlaupið á þráðinn í viðræðum um
þinglok í síðustu viku. Þá kynntu
Framsóknarmenn hugmyndir
sínar um auðlindaákvæði í stjórn-
arskrá við vægast sagt litla hrifn-
ingu Vinstri grænna. Gagnrýni
þeirra var óvægin, að mati Fram-
sóknarmanna, og samningsvilji
þeirra minnkaði fyrir vikið.
Formenn stjórnarflokkanna,
Árni Páll Árnason og Katrín
Jakobs dóttir, lögðu í síðustu viku
fram frumvarp um breytingu á
stjórnarskrá ásamt Guðmundi
Steingrímssyni. Það lýtur að því
að gera það auðveldara að breyta
stjórnarskránni. Þremenningarnir
lögðu einnig fram þingsályktunar-
tillögu um að Alþingi álykti að
heildarendurskoðun stjórnarskrár-
innar yrði lokið árið 2014.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru stjórnarliðar ákveðnir
í að greidd verði atkvæði um
þessar tillögur. Þeim hugnast lítt
að fara í kosningabaráttu án nokk-
urra sýnilegra sigra í stjórnar-
skrármálinu. Þar á bæ er því rætt
af fullri alvöru um að náist ekki
að semja um atkvæðagreiðslu um
þessi mál verði atkvæðagreiðsla
þvinguð í gegn. Nýtt þing þarf að
staðfesta slíka breytingu en hægt
væri að nota málið í kosningabar-
áttu í millitíðinni.
Vantrauststillaga Þórs Saari
verður tekin til atkvæða í dag.
Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi
við búast við að hún verði felld.
Hún hefur hins vegar haft áhrif á
umræður um þinglok.
Þar flækir margt stöðuna.
Framsóknar- og sjálfstæðis-
menn í Norðausturkjördæmi vilja
trauðla ljúka þingi fyrr en búið er
að tryggja uppbyggingu á Bakka
og Reykjavíkurþingmenn horfa til
nýs Landspítala.
Stóra málið er því stjórnarskráin
og mögulega verður ákvæði þing-
skapa um að knýja fram atkvæða-
greiðslu notað í fyrsta skipti á lýð-
veldistímanum.
kolbeinn@frettabladid.is
Ósamið um þinglok
Snurða hljóp á þráðinn í viðræðum stjórnmálaflokkanna um þinglok eftir gagn-
rýni VG á Framsóknarflokkinn. Þingi á að ljúka á föstudag. Ósamið um öll mál.
Stjórnarliðar tilbúnir til að þvinga fram atkvæðagreiðslu varðandi stjórnarskrá.
REYNA AÐ SEMJA Nýkjörnir formenn stjórnarflokkanna reyna nú að semja um
þinglok við stjórnarandstöðuna. Hér eru þau að kynna hugmyndir um atvinnuleysis-
bætur sem ráðherrar árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Sömuleiðis geta níu
þingmenn krafist þess að
greidd séu atkvæði um það
umræðulaust hvort umræðu
skuli lokið, umræðutími eða
ræðutími hvers þingmanns
takmarkaður.
Úr lögum um þingsköp
224,3392
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,45 126,05
188,62 189,54
164,42 165,34
22,047 22,177
22,117 22,247
19,789 19,905
1,3118 1,3194
189,08 190,20
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
08.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Miðvikudagur
Hægur vindur um allt land
LITLAR BREYTINGAR Það er lítið að gerast í veðrinu næstu daga og horfur
á hægum vindi víðast hvar. Í dag verður úrkomulítið en á morgun má búast við
lítilsháttar ofankomu norðanlands en á miðvikudaginn bætir heldur í úrkomu.
2°
3
m/s
4°
4
m/s
4°
2
m/s
5°
7
m/s
Á morgun
Hæg breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
4°
1°
1°
2°
2°
Alicante
Aþena
Basel
19°
21°
14°
Berlín
Billund
Frankfurt
-2°
-2°
4°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
11°
-2°
-2°
Las Palmas
London
Mallorca
20°
1°
18°
New York
Orlando
Ósló
11°
26°
-3°
París
San Francisco
Stokkhólmur
4°
19°
-4°
2°
1
m/s
4°
2
m/s
2°
3
m/s
1°
9
m/s
3°
3
m/s
2°
5
m/s
-2°
1
m/s
4°
2°
2°
-1°
1°