Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 12
11. mars 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
AÐALFUNDUR
HÚSEIGENDAFÉLAGSINS
Aðalfundur Húseigendafélagsins 2013
verður haldinn föstudaginn 22. mars n.k.
salur Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15,
Reykjavík og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin.
S
igmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar-
flokksins, var í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Þar
sagði hann frá þeim tveimur málum sem flokkurinn hans
ætlar að leggja alla áherslu á í aðdraganda kosninga:
skuldaafskriftir og afnám verðtryggingar.
Í viðtalinu skaut Sigmundur á að skuldaafskriftirnar myndu
kosta um 240 milljarða króna. Til að setja þá tölu í samhengi er
hún 41,4 prósent af öllum áætluðum tekjum ríkissjóðs á árinu
2013. Sigmundur vill helst að kostnaður lendi „á þeim sem hafi
hagnast á hruninu“. Síðar í viðtalinu kemur í ljós að þar á hann
við kröfuhafa föllnu bankanna, sem hann ályktar að séu að mestu
illir vogunarsjóðir. Að mati
formannsins er bæði „réttlætan-
legt“ og „framkvæmanlegt“ að
gera ágóða þeirra upptækan
og nota hann til að borga niður
íslenskar húsnæðisskuldir.
Þessar hugmyndir Sigmundar
eru því miður með öllu óraun-
hæfar. Hér er verið að boða klára
þjóðnýtingu erlendra eigna kröfuhafa. Allar niðurfærslur á krónu-
eignum kröfuhafa fara nefnilega í að vinna á snjóhengjuvand-
anum. Þetta hlýtur formaður stjórnmálaflokks að vita. Og hann
hlýtur líka að vita að það er ekki hægt að nota sama féð tvisvar.
Því brjóta þessar tillögur gegn 72. grein stjórnarskrár landsins.
Þar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur“. Þær eru líka í algjörri
andstöðu við almennar leikreglur réttarríkisins og brot á alþjóða-
samningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða.
Sigmundur virðist þó að einhverju leyti meðvitaður um að þessi
leið er líklega ekki gerleg þegar stigið er út úr draumheimum og
viðurkennir að skuldaniðurfellingar gætu þýtt að „einhver lang-
tímakostnaður lendi á ríkissjóði […] Sá langtímakostnaður verður
hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum
ávinningi“. Sigmundur réttlætir þannig útgjöld ríkissjóðs, sem
mögulega geta hlaupið á hundruðum milljarða, og greiðast ekki
nema með aukinni skattheimtu eða frekari niðurskurði, með því
að lofa ávinningi sem hann getur ekki sagt hver er og hann hefur
engar forsendur til að áætla að verði til.
Af einhverjum ástæðum er afnám verðtryggingar vinsælt
kosningamál hjá Framsóknarflokknum. Hugmyndirnar snúast
bara um að banna ný verðtryggð útlán, sem flestir neytendur
eru hvort eð er búnir að hafna með tilkomu nýrra óverðtryggðra
lána. Til að barna kosningamálið, eða flækja það enn meira, þá
segir Sigmundur að honum þyki óskiljanlegt „hve vextir á verð-
tryggðum lánum séu háir“. Honum hefði verið nær að fletta upp
hver vaxtamunur Íbúðalánasjóðs, langstærsta veitenda verð-
tryggðra lána, er áður en hann lét út úr sér slíka staðhæfingu.
Hann er 0,27 prósent.
Viðtalið við Sigmund bendir því miður til þess að þar fari maður
sem hafi ekki eytt miklum tíma í raunveruleikanum. Sama hversu
vel það hljómar í eyrum skuldugra heimila að hlusta á loforð hans
þá er orðið tímabært að allir sjái að keisarinn er ekki í neinum
fötum. Þegar raunveruleikanum er stungið í samband og gereyð-
ingarmáttur kosningavíxla Framsóknarflokksins er metinn þá er
algjörlega ljóst að þeir munu hafa fleiri neikvæðar afleiðingar en
jákvæðar. Þingmenn flokksins geta kallað þá sem á slíkt benda
þjóðníðinga, föðurlandssvikara eða hrægammasjóðagrúppíur. Það
breytir því ekki að flokkurinn er úlfur í sauðagæru. Og hver þarf
á óvini að halda þegar hann á vin eins og Framsókn?
Tillögur Framsóknar gætu valdið miklum skaða:
Óvinur nr. 1
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Fyrir um ári síðan ritaði ég grein og
birti opinberlega þar sem ég rakti fyrir
samgönguráðherra þvílíkt ábyrgðar-
leysi það væri að skera svo hastarlega
niður viðhaldsfé Vegagerðarinnar að
vegakerfið væri í stórhættu. Fram-
lög til viðhalds vega hafa nú í fjögur ár
verið undir helmingi þess sem talið er
eðlilegt. Vegagerðin sjálf hefur metið
að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald sé 8-10
milljarðar eftir þessi hörmungarár.
Fyrir um einu og hálfu ári fór fulltrúi
fyrirtækja sem starfa við vegagerð
og fulltrúi Samtaka iðnaðarins á fund
samgöngunefndar þingsins. Þingmenn
hlustuðu brúnaþungir á okkur útlista
hættuna af því að halda ekki við slitlagi
á þjóðvegum landsins. Ef það brotnar
upp og burðarlag veganna skemmist
kostar allt að tíu sinnum meira að gera
við þann veg en ef slitlaginu er við-
haldið eðlilega. Því í raun er um nýbygg-
ingu vegar að ræða þegar slíkt gerist.
Það var engu líkara en okkur væri ekki
trúað. Embættismenn Vegagerðarinnar
fóru margar ferðir með betlistaf til að
útskýra hættuna og afleiðingar þess að
gera ekki neitt. Árangur enginn. Hvorki
þingmenn né samgönguráðherra sjálfur
sáu ástæðu til að forgangsraða upp á
nýtt í kerfinu svo bjarga mætti verð-
mætum.
Nú hrynja vegirnir hver af öðrum,
Vestfjarðavegur, Súðavíkurhlíð, Þver-
árfjall, og sjálfur þjóðvegur 1 er mjög
víða illa farinn. Það var lokað fyrir
fiskflutninga frá Vestfjörðum, það er
nánast ófært fyrir smábíla um þjóðvegi
milli bæja. Það er búið að vinna stór-
tjón. Vegagerðarmenn og verktakar eru
ekki hávær hópur og kannski er það
ástæðan fyrir því að ríkistjórnin komst
upp með að skera niður meira en 50% af
út gjöldum til vegamála meðan annars
staðar voru látnar duga eins stafs tölur.
En kannski er öllum sama? Það er
að koma nýtt kjörtímabil og þá kemur
núverandi samgönguráðherra þetta í
öllu falli ekki lengur við. Eigum við að
spara til enn meira tjóns ?
Sparað til enn meira tjóns
SAMGÖNGUR
Sigþór Sigurðsson
Formaður Mann-
virkis, félag bygg-
inga- og jarðvinnu-
verktaka í SI
➜ Ef það brotnar upp og burðarlag
veganna skemmist kostar allt að
tíu sinnum meira að gera við þann
veg en ef slitlaginu er viðhaldið
eðlilega.
Saknar þjóðhagsstofnunar
DV hefur fengið hinn sjóaða pólitíkus
Svavar Gestsson til að skrifa um stjórn-
mál fram yfir kosningar. Svavar hefur
marga fjöruna sopið, var þingmaður
frá 1978 til 1999, lengstum fyrir
Alþýðubandalagið en undir lokin Sam-
fylkinguna, ráðherra um nokkurra
ára skeið og formaður Alþýðubanda-
lagsins. Svavar fer í fyrstu grein sinni
yfir stefnumál stjórnmálaflokk-
anna og vegur og metur. Þar
er margt áhugavert að finna,
en athyglisverðastur er þó
söknuður hans yfir Þjóðhags-
stofnun. „Fyrr á árum hafði
Þjóðhagsstofnun það hlutverk
að reikna út tillögur
stjórnmálaflokkanna.“
Það er ágætis
ábending, eftir að Davíð Oddsson
lagði stofnunina niður er enginn
óháður aðili sem fer yfir stefnumál
flokka og reiknar út hvað þau kosta.
Ríkis stjórnin hefur ekki séð þörf á að
endurvekja þá stofnun.
Frá kjördæmi til kjördæmis
Stjórnarliðarnir Steingrímur J. Sigfús-
son og Björgvin G. Sigurðsson eru ekki
sammála um hvort það að
veita sérstakar íviln-
anir vegna verkefna
á Bakka þýði að
sömu ívilnanir verði
veittar vegna verkefna
í Helguvík. Steingrími
finnst ekki,
en
Bakki er í hans kjördæmi, Björgvin
finnst það, en Helguvík er í hans kjör-
dæmi.
Skýrar línur dofna
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra
ræddi oft um það, þegar hún var
iðnaðarráðherra, að skýrar línur yrðu
að vera varðandi erlend fjárfestinga-
verkefni. Fjárfestar yrðu að vita
að hverju þeir gengu og lög
um ívilnun vegna erlendrar
fjárfestingar voru sett til
að skýra línurnar. En, nú
eru kosningar í nánd og
ráðamenn þurfa að nikka til
kjósenda í kjördæmi sínu.
Línurnar skýru hafa því
aðeins dofnað.
kolbeinn@frettabladid.is