Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 18
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 18
Breiðholtskirkja á 25 ára vígslu-
afmæli í vikunni. Margt verður gert
til hátíðabrigða að sögn Gísla Jónas-
sonar sóknarprests sem hefur verið
prestur kirkjunnar frá því að hún var
vígð og gott betur.
„Við höldum upp á afmælið allan
afmælisdaginn, eldri borgarar verða
með hátíðlega samveru og svo er
hátíðarmessa um kvöldið. Næsta
sunnudag verður kórinn okkar svo
með metnaðarfulla tónleika,” segir
Gísli Jónasson, sóknarprestur Breið-
holtskirkju.
Kirkjan á 25 ára vígsluafmæli á
miðvikudag en söfnuðurinn í þessu
elsta hverfi Breiðholts er mun eldri.
„Breiðholtssókn varð til árið 1972 en
fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið rétt
fyrir áramótin 1967 til 1968. Fyrst
um sinn var messað í Bústaðakirkju
en frá árinu 1973 hafði söfnuðurinn
aðsetur í Breiðholtsskóla og þar var
hann þangað til kirkjan var vígð árið
1988,“ segir Gísli sem hóf störf hjá
prestakallinu árið 1986. „Kirkjan
var lengi í byggingu, fyrsta skóflu-
stungan var tekin 1978. Þess má
geta að fyrsti presturinn í sókninni,
séra Lárus Halldórsson, hafði látið
af störfum þegar kirkjan var vígð,“
segir Gísli. „Það breytti náttúru-
lega öllu að fá kirkjubyggingu, tæki-
færin til að halda úti öflugu kirkju-
starfi urðu svo miklu meiri eftir að
við fluttum í húsið.“
Gísli segir að kirkjustarfið í
sókninni sé viðamikið en þó hafi
sóknin orðið illilega fyrir barðinu á
niðurskurði síðan 2008. „Það er mjög
sláandi að sóknargjöld eru í krónutölu
nánast þau sömu og árið 2006. En við
fáum náttúrulega miklu minna fyrir
þennan pening, eins og gefur að skilja,
því allt hefur hækkað svo í verði.
Við höfðu því þurft að draga saman
seglin, grisja í starfshaldi og ung-
lingastarf og barnakórar hafa lagst
af. Þessi þróun er bagaleg. Það hefur
bjargað okkur að við áttum varasjóð
sem við höfðum ætlað að nota til að
setja lyftu á milli hæða hér í húsinu.
Við hættum við þau áform korteri í
hrun, sem betur fer, það klingdu ein-
hverjar viðvörunarbjöllur, kannski að
ofan,“ segir Gísli kankvís.
Talið berst aftur að afmælishátíð-
inni. „Ég hvet sem flesta til að koma
og fagna með okkur. Það verður sér-
stök hátíðarmessa klukkan átta á mið-
vikudagskvöld þar sem frú Agnes
M. Sigurðardóttir biskup prédikar,“
segir Gísli að lokum. Þess má geta að
boðið verður upp á afmæliskaffi að
messu lokinni þar sem meðal annars
verða sýndar ljósmyndir frá bygg-
ingarsögu kirkjunnar og úr safnað-
arstarfinu.
Á sunnudaginn verða síðan sér-
stakir afmælistónleikar Kórs Breið-
holtskirkju þar sem meðal annars
verður frumflutt afmælistónverkið
„Rennur upp um nótt“ eftir Hróðmar
Inga Sigurbjörnsson tónskáld við ljóð
Ísaks Harðarsonar. sigridur@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
Elsku móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐMUNDA PETERSEN
STEFÁNSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 7. mars.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju
þriðjudaginn 12. mars kl. 15.00.
Steinar Petersen Greta B. Petersen
Birna Petersen Ken Håkon Norberg
Gunnar Petersen Elva Gísladóttir
Eva Petersen Gunnar Arnar Gunnarsson
Viktor, Emilia, Anna Alexandra, Steinar, Oliver og Brynjar.
Byggingin breytti öllu
25 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju verður í vikunni. Margt verður gert til hátíðarbrigða.
GÍSLI JÓNASSON Gísli Jónasson hefur verið prestur Breiðholtskirkju frá því að hún var vígð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MERKISATBURÐIR
1810 Napóleon Bonaparte gengur að eiga Maríu Lovísu, dóttur
Frans 1. Austurríkiskeisara.
1894 Fyrsta kókflaskan er seld í sælgætisbúð í bænum Vicks-
burg í Mississippi.
1907 Íþróttafélag Reykjavíkur er stofnað.
1922 Mahatma Gandhi er fangelsaður fyrir borgaralega óhlýðni.
1935 Frönsk skonnorta strandar á Slýjafjöru í Vestur-Skaftafells-
sýslu.
1941 Línuveiðarinn Fróði verður fyrir árás þýsks kafbáts suður
af Vestmannaeyjum. Fimm sjómenn fórust í árásinni.
1950 Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, er
frumsýnd.
1971 Lög eru sett um happdrættislán ríkissjóðs til fjáröflunar
fyrir vega- og brúargerð um Skeiðarársand.
1984 Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sekkur og allir
farast nema einn maður, Guðlaugur Friðþórsson.
1990 Litháen verður sjálfstætt ríki með Vytautas Landsbergis
sem forseta.
2001 Jón Arnar Magnússon, hlýtur silfurverðlaun í sjöþraut á
heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss.
Mikhail
Gorbatsjov
varð aðal-
ritari Komm-
únistaflokks
Sovétríkjanna
þennan
mánaðardag
árið 1985.
Hann tók
við leiðtoga-
embættinu
af Konstantín
Tsjernenko og reyndi að breyta ásýnd flokksins með um-
bótum og endurskipulagningu. Ólíkt fyrirrennurum sínum
sendi hann hvorki sovéskar herdeildir til að kveða niður
frelsisbaráttu íbúa Mið-Evrópu 1989 né meinaði þýsku
ríkjunum sameiningu 1990.
Eins og Íslendingar muna kom Gorbatsjov hingað til lands
til fundar við Ronald Reagan í Höfða 1986 en hann var settur
í þriggja daga stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst 1991.
Hann sagði af sér embætti 25. desember 1991.
ÞETTA GERÐIST: 11. MARS 1985
Gorbatsjov verður
leiðtogi Sovétríkjanna
Nemendaópera Söngskólans í Reykja-
vík hefur sett á laggirnar óperusýn-
ingu í Iðnó sem nefnist Gondólagæjar
og glæsipíur.
„Þetta er gamanópera sem er unnin
út frá verkum þeirra W.S. Gilbert og
Arthurs Sullivan sem unnu söngleiki
saman í lok 19. aldar,“ segir Hrönn
Þráinsdóttir, píanóleikari og kennari í
Söngskóla Reykjavíkur.
Hrönn lýsir sýningunni sem léttri,
skemmtilegri og uppfullri af húmor.
„Hópurinn, sem samanstendur af
sex strákum og tólf stelpum, er ein-
staklega efnilegur og fjölhæfur. Þau
syngja, dansa og leika. Þetta eru
nemendur sem komnir eru á fram-
haldsstig í söngnámi og eru að stíga
sín fyrstu skref á sviði.“
Hrönn segir það að setja upp sýn-
ingu af þessu tagi vera langt ferli.
„Við byrjuðum að æfa í október í fyrra
og í rauninni er það ég sem byrja
ferlið með tónlistinni og svo tekur
leikstjórinn við. Það er Sibylle Köll
sem leikstýrir hópnum en nemend-
urnir hafa fengið að taka mikinn þátt
í uppbyggingunni með Sibylle og læra
þannig mikið.“ Miða á sýninguna er
hægt að nálgast í Iðnó, á Midi.is og í
Söngskóla Reykjavíkur. „Við munum
sýna verkið þrisvar, fyrsta sýningin
er í kvöld kl 20.30 og hinar eru á
þriðjudag og miðvikudag á sama tíma.
Þetta er sýning sem vert er að skoða,“
segir Hrönn. -gha
Skemmtileg og uppfull af húmor
Nemendaóperan hefur sýningar á verkinu Gondólagæjar og glæsipíur.
Á ÆFINGU Nemendur á æfingu verksins Gondólagæjar og glæsipíur í Iðnó.