Fréttablaðið - 11.03.2013, Page 20
KYNNING − AUGLÝSINGEldunartæki MÁNUDAGUR 11. MARS 20132
1 Framtíðin kallar
Hugmyndaeldhúsið frá Ora-Ito sem
hannað var fyrir Gorenje var
kynnt um alla Evrópu
árið 2007. Hinum
sérstæða eldhús-
kubbi var komið
fyrir í gömlum mið-
bæjum þar sem
vegfarendur gátu
litið nýjustu tækni
í eldhúsgeiranum.
Þetta framtíðar-
eldhús fór aldrei
í almenna fram-
leiðslu en fólk gat
sérpantað slíkt.
2 Í lausu lofti
Naumhyggja einkennir 36E8-eldhús-
eininguna frá Lago. Litríkir skáparnir eru
allir veggfestir og virðast svífa í lausu lofti.
3 Gler og glæsileiki
Isolar Linear-eldhúsið frá Toyo er glæsilegt. Nútímaleg
hönnunin gerir það að verkum að mikið gólfpláss spar-
ast. Geymslurýmið er hins vegar af skornum skammti
enda fremur hugað að útliti en hagnýtri notkun.
4 Í litlu rými
Circle® Kitchen frá Compact Concepts hentar sérlega vel
þar sem pláss er af skornum skammti. Það nær yfir að-
eins 1,8 fermetra en býr yfir öllu því sem venjulegt eld-
hús þarf. Eldhúsið er hringlaga og hægt að snúa því 180
gráður. Í því eru allt frá vaski og diskum til örbylgjuofns
og uppþvottavélar.
Eldhús hugmyndanna
Eldhús er ekki það sama og eldhús. Þó að flestir kjósi hina hefðbundnu leið geta þeir sem vilja skera sig úr valið eldhús með
óhefðbundinni hönnun líkt og þau sem hér eru nefnd.
Fyrirtækið Fastus selur fjöl-breytt úrval gæðavara frá leiðandi framleiðendum á
sviði eldunartækja. Þar má meðal
annars nefna eldhústæki frá
Convo therm, Hounö, Metos, Ilsa,
Wexiödisk, Hobart, Taylor og fleiri
aðilum að sögn Arnar Guðmunds-
sonar, deildarstjóra fyrirtækja-
sviðs Fastus. „Sala á búnaði til at-
vinnueldhúsa er stór hluti af starf-
semi okkar. Fastus býður einnig
upp á fjölbreytt úrval af borð-
búnaði frá mörgum birgjum. Þar
má nefna fremstan í flokki glasa-
framleiðandann Arc International
og postulín frá RAK og Figgjo sem
eru þekkt gæðamerki auk þess
sem við seljum einnig hnífapör
frá ýmsum gæðaframleiðendum.
Húsgögn, innréttingar, þvottavél-
ar og annar búnaður fyrir þvotta-
hús eru einnig mikilvægar sölu-
vörur hjá Fastus. Eins og sjá má
komum við víða við og bjóðum
upp á breitt vöruúrval fyrir ólík-
ar gerðir fyrirtækja en við höfum
lengstum sérhæft okkur í hótel-
og veitingageiranum ásamt mötu-
neytum og atvinnueldhúsum.“
Hjá Fastusi starfa tæplega
30 starfsmenn og hafa þeir víð-
tæka reynslu úr hinum ýmsu at-
vinnugreinum. „Hér starfa meðal
annars matreiðslumeistarar og
tæknimenn við bæði sölustörf og
ráðgjöf sem kemur sér vel fyrir
fjölmarga viðskiptavini okkar.
Einnig er hönnun og ráðgjöf í sam-
starfi við arkitekta, veitingamenn
og aðra hönnuði stór hluti af starfi
sölumanna Fastus.“
Viðskiptavinir Fastus eru mjög
fjölbreyttir og koma úr ólíkum
atvinnugreinum, allt frá skipa-
útgerðum og þvottahúsum til
bakaría og matvælafyrirtækja.
„Skólamötuneyti og önnur mötu-
neyti eru einnig fjölmennur og
mikilvægur viðskiptamanna hópur
hjá okkur sem og hótel og önnur
starfsemi tengd ferðaþjónustu.“
Að sögn Arnar er viðgerða- og
varahlutaþjónusta Fastus mjög
mikilvægur hluti starfseminnar.
„Við erum í samstarfi við fyrir-
tækið X-Tækni ehf. sem hefur á að
skipa úrvalsmannskap með ára-
tuga reynslu í þjónustu á þessum
markaði. Viðskiptavinir okkar eru
því í góðum höndum þar.“
Meðal nýlegra verkefna sem Fas-
tus er að vinna að eða hefur verið
að vinna að undanfarna mánuði
eru til dæmis ný eldhús í Sjúkra-
húsi Ísafjarðar, hjá ISS ehf., hjá
Rauðku ehf. og hjá Marina hóteli.
„Ekki má gleyma heilbrigðis-
geiranum en stór hluti starfsemi
okkar fer í að þjóna honum. Þar
höfum við á að skipa úrvals starfs-
fólki eins og annars staðar en í
þeirri deild starfa meðal annars
hjúkrunarfræðingar, l íf fræð-
ingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og
f leiri sem sérhæfðir eru á þeim
markaði.“
Allar nánari upplýsingar um
vörur og þjónustu Fastus má nálgast
á vef fyrirtækisins, www.fastus.is.
Fagmennskan í fyrirrúmi
Fastus þjónar mörgum ólíkum atvinnugreinum og býður upp á gott úrval eldunartækja frá vönduðum framleiðendum. Starfsmenn fyrir -
tækisins hafa víðtæka reynslu úr ýmsum atvinnugreinum. Viðgerða- og varahlutaþjónusta Fastus er einnig mikilvægur hluti starfseminnar.
Fastus er staðsett í Síðumúla 16 í Reykjavík. Opið er alla virka daga milli 8.30-17.00. MYND/ÚR EINKASAFNI
Söluteymið á fyrirtækjasviði er skipað úrvals starfsfólki. Örn Guðmundsson er lengst til
hægri. MYND/ÚR EINKASAFNI
1
3
2 4