Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 21

Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 21
GULT FYRIR MARS Páskarnir verða í lok mánaðarins svo það er orðið tíma- bært að byrja á páskaföndrinu. Að minnsta kosti hjá þeim sem eru vel skipulagðir. Gulur er litur páskanna þótt aðrir pastellitir séu vel gjaldgengir. Þessir litir eru tískulitir vorsins svo það fer ágætlega að skreyta með þeim. KRAUM Margt nýtt verður í boði í versluninni Kraumi á HönnunarMars að sögn Höllu Bogadóttur fram- kvæmdastjóra. MYND/GVA LAUFABRAUÐS- HNÍFUR Kolbeinn Ísólfsson sá um hina nýju hönnun og Vélvík smíð- aði gripinn, sem verður einungis seldur í Kraumi. Hlutir sem tengjast arfleifð Ís-lendinga eru forsvarsmönnum Kraums hugleiknir. Þannig settu þeir á markað nýja íslenska pönnu- kökupönnu fyrir tveimur árum og nú er röðin komin að laufabrauðsjárninu. „Fyrir HönnunarMars í hitteðfyrra langaði okkur að taka einhvern þjóð- legan hlut sem mætti hanna á nýjan hátt. Þá datt mér í hug pönnuköku- pannan,“ segir Halla Bogadóttir, fram- kvæmdastjóri Kraums í Aðalstræti 10, gamla fógetahúsinu. „Á þeim tíma vorum við nokkrir hönnuðir saman á bókamessunni í Frankfurt og það kvikn- aði sú hugmynd að fá þessa hönnuði til að hanna nýtt skaft á pönnuna. Fram að því hafði það verið innflutt en pann- an sjálf steypt á Íslandi. Við fengum Málmsteypuna á Hellu í lið með okkur og listasmiðinn Mugga til að smíða skaftið,“ lýsir Halla, en framtakið vakti mikla lukku og athygli. „Á sama tíma og pannan kom út urðum við þess áskynja að það vantaði tilfinnanlega laufabrauðsjárn. Fyrir jólin hringdi fólk stöðugt í leit að slíku járni, en aðeins örfáir aðilar hafa smíðað slík og í litlum mæli,“ segir Halla. Því varð úr að Kraum fékk nýútskrifaðan vöru- hönnuð, Kolbein Ísólfsson, til að hanna nýtt skaft á slíkt járn. „Járnið verður síðan smíðað hjá Vélvík, sem er eitt fullkomnasta renniverkstæði á landinu með tölvustýrðar vélar. Skurðjárnið sjálft er klassískt en aðalmarkmiðið er að ná góðu biti á það. Allt járnið er úr messing og fer handfangið vel í hendi,“ segir Halla, en von er á fyrstu járnunum í verslunina í dag. Það verður einungis til sölu hjá Kraumi og mun kosta í kringum tuttugu þúsund krónur. Margt annað nýtt verður á boð- stólum hjá Kraumi á HönnunarMars. Þar má nefna nýja tegund af loft- ljósum, nýjar töskur og púða, nýtt skart og tvo nýja fatahönnuði. Opnunarhóf Kraums verður föstu- daginn 15. mars frá klukkan 20 til 22 en nánari upplýsingar um uppákomur má skoða á www.kraum.is og á www. honnunarmars.is. ■ solveig@365.is NÝTT JÁRN FYRIR LAUFABRAUÐIÐ HÖNNUN Verslunin Kraum hefur látið hanna og smíða nýtt laufabrauðsjárn. Kolbeinn Ísólfsson sá um hönnunina og Vélvík um smíðina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.