Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 52

Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 52
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 24 www.sagamedica.is Ég nota SagaPro Thema Davis, danskennari í London Vandamál: Ofvirk blaðra „Innan tveggja vikna fann ég rosalegan mun! Ég fór að fara út af heimilinu og tók eftir því að ég fann ekki þessa sterku og skyndilegu þörf til að pissa sem ég hafði áður fundið. SagaPro hefur sannarlega bjargað mér og ég mæli eindregið með því að fólk prófi.“ Páll Óskar Hjálmtýsson mun í kvöld troða upp með Lúðra- sveit Reykjavíkur í Kaldalóns- sal í Hörpu. Á tónleikunum mun Lúðrasveit Reykjavíkur flytja popp- og rokktónlist eftir ýmsa listamenn, meðal annarra Gloriu Estefan, Quincy Jones og hljóm- sveitina Earth, Wind and Fire. Einnig verða flutt lög eftir Man- fred Schneider, Peter Kleine Scha- ars, Joe Zawinul, sem er einna þekktastur fyrir hljómborðsleik og lagasmíðar fyrir hljómsveitina Weather Report, og fleiri. Þá verða frumfluttar útsetn- ingar á nokkrum lögum sem þekkt eru í flutningi Páls Óskars og mun hann sjálfur taka lagið með lúðra- sveitinni sem skipuð er fimmtíu hljóðfæraleikurum. Palli og lúðrarnir Lúðrasveit Reykjavíkur fær aðstoð frá Páli Óskari í Kaldalóni í kvöld. PÁLL ÓSKAR tekur lagið með Lúðra- sveit Reykjavíkur í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Upplestur 18.00 Þuríður Backman les 28. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í til- efni föstunnar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ★★★★ ★ Útlagi Jacob Ejersbo ÞÝÐING: PÁLL BALDVIN BALDVINSSON JPV-ÚTGÁFA Samantha er af bresku foreldri en hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri. Í upphafi Útlaga er hún fimmtán ára gömul, föst í heimavistarskóla þar sem börnum innflytjenda er hrúgað saman, forréttindakrökkum að mati innfæddra, ósamstæðum hópi sem lítið á sameigin- legt annað en vera gestir í landinu þótt flest hafi þau alið nánast allan sinn aldur þar. Þetta landleysi setur mark sitt á þau öll og óöryggi þeirra brýst út í innbyrðis átökum, dópneyslu, óábyrgu kynlífi, hatri á sjálfum sér og aðstæðum sínum. For- eldrar Samönthu eru til lítillar fyrir- myndar, drykkjusjúk móðir og óábyrgur og ofbeldishneigður faðir sem stundar vafasama iðju til að sjá sér farborða. Ljósi punkturinn er eldri systirin Alison, sem þó reynist lítið skjól þegar til kast- anna kemur. Það er augljóst frá upphafi að Samantha er glötuninni merkt og upp- reisn hennar í gegnum kynlíf, drykkju og dópneyslu er síst til þess fallin að hjálpa henni af veginum sem þangað liggur. Sagan er sögð í fyrstu persónu af Sam- önthu sjálfri í stuttum köflum sem lýsa aðstæðum hennar og upplifunum á nötur- legan hátt. Hún er mikill töffari, stráka- stelpa sem býður yfirvaldi og reglum byrginn en er í raun aðeins lítil ráðvillt stelpa sem þráir að finna öryggi og ást. Sögutíminn er níundi áratugurinn og spannar nokkur ár sem einkennast af æ meiri glundroða og þeir fáu föstu punktar sem Samantha býr við í upphafi sögu eyðast einn af öðrum uns ekkert er eftir nema glötunin ein. Ejersbo tekst aðdáanlega að setja sig inn í hugarheim unglingsstelpu og ljóst að bæði Samantha og aðrar persónur eru byggðar á reynslu hans sjálfs af ung- lingsárunum í Tansaníu. Í eftirmála þýð- anda kemur enda fram að sögu hetjan sé byggð á vinkonu hans og að vinur Sam- önthu, hinn danski Christian, eigi sér fyrir mynd í höfundinum sjálfum. Stíllinn er hrár og sannfærandi sem upplifanir unglings í kreppu og þýðing Páls Baldvins skilar honum yfir á sannfærandi talmál ung- lings á íslensku. Útlagi er ekki þægileg lesning en kröftug og vekur til umhugsanir um upp- lifanir og aðstæður sem lítið hafa verið kynntar hérlendis. Bíð spennt eftir framhalds- bókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og umhugsunarvekjandi saga um aðstæður sem fáir Íslendingar hafa haft tækifæri til að kynnast. Kynlíf og dóp en ekkert rokk Hljómsveitin M og M kemur fram á næsta djasskvöldi KEX hostels á morgun. Hljómsveitin var stofnuð árið 2005 og sérhæfir sig í að spila tónlist eftir þá Pat Metheny og Lyle Mays. Þeir hafa haldið úti fusion-sveit- inni The Pat Metheny Group í hátt í 40 ár og hefur hún hlotið fjöl- mörg Grammy-verðlaun. M og M skipa þeir Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Kjartan Valde- marsson á hljómborði, Róbert Þórhallsson á bassa, Ólafur Hólm Einarsson á trommur og Kjartan Guðnason á slagverk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. M og M spilar á djasskvöldi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.