Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 57
MÁNUDAGUR 11. mars 2013 | SPORT | 29 Allt um breytta sorphirðu er að finna á pappirerekkirusl.is ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI? TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga. GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi. Kjalarnes – LOKIÐ Okt Grafarholt og Úlfarsárdalur – LOKIÐ 2012 2012 2013 Árbær og Grafarvogur – LOKIÐ Breiðholt – LOKIÐ Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir Miðbær og Hlíðar Vesturbær Nóv Jan 2013 Feb 2013 Mars 2013 Apr 2013 Maí – Takk fyrir að flokka! Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra – og nú er komið að Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Reykvíkingar munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum, tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl. Háaleiti og Bústöðum NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen tryggði Club Brugge 2-1 sigur á Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Ólafur Ingi Skúlason skoraði mark Zulte-Waregem í uppbótartíma. Carlos Arturo Bacca kom Brugge yfir á 48. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Eiður Smári Guðjohnsen inn á. Eiður Smári skoraði annað mark Brugge á 87. mínútu en Ólafur Ingi minnkaði muninn á annarri mínútu uppbótartíma en Ólafur lék allan leikinn. Brugge er í fjórða sæti deildar- innar, stigi á eftir Genk og níu stigum á eftir Zulte-Waregem. Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Cercle Brugge sem tapaði 3-1 fyrir Mons á heima- velli. Cercle Brugge er langneðst í deildinni og ekkert virðist geta bjargað liðinu frá falli. Mons er í sjöunda sæti. Stefán Gíslason lék í 42 mín- útur fyrir OH Leuven sem tapaði 4-0 fyrir Standard Liege. Leuven var manni fleiri allan seinni hálf- leikinn en náði engan vegin að nýta sér liðsmuninn. Leuven er í 10. sæti deildarinnar en Standard Liege er í 5. sæti, stigi á eftir Club Brugge. - gmi Eiður tryggði Brugge sigur EIÐUR SMÁRI Er að finna sig vel í Belgíu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fréttir frá Englandi herma að forráðamenn Man- chester United hafi fundað með íþróttavöruframleiðandanum Nike til að finna leið til að fjár- magna kaup félagsins á Portúgal- anum Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Manchester United seldi Ronaldo til Real Madrid sumarið 2009 en nú þykir Ronaldo vera orðinn ósáttur hjá spænska stórliðinu og vilja aftur á Old Trafford. Sir Alex Ferguson hefur gefur lítið fyrir þann orðróm að Ronaldo gæti verið á leið aftur til Manc- hester en fregnir herma að for- ráðamenn Manchester United hafi rætt ítarlega við Nike um hvernig hægt sé að fjármagna endurkomu þessa frábæra knattspyrnumanns til Manchester United. - gmi Nike að hjálpa Man. Utd? FIMLEIKAR Gerplufólkið Thelma Rut Hermannsdóttir og Ólafur Garðar Gunnarsson voru sigur- sæl á Íslandsmótinu í áhaldafim- leikum um helgina en það fór fram í Versölum í Kópavogi. Thelma vann þrjá Íslandsmeistaratitla en Ólafur fjóra. Á laugardag urðu þau Íslands- meistarar í fjölþraut. Thelma var þar að vinna þann titil í fimmta sinn en Ólafur í fyrsta sinn. Dominiqua Alma Belaný úr Gróttu varð önnur í kvenna- flokki og Agnes Suto úr Gerplu þriðja. Róbert Kristmannsson úr Gerplu varð annar í karlaflokki og Ármenningurinn Jón Sigurður Gunnarsson hirti bronsið. Í gær fóru síðan fram úrslit á einstökum áhöldum. Thelma vann þá bæði í stökki og á slá en Ólafur vann í hringjum, stökki og svifrá. Dominiqua varð Íslandsmeist- ari á tvíslá en Hildur Ólafsdóttir úr Fylki var best á gólfinu. Róbert Kristmannsson varð Íslandsmeistari á gólfi sem og á bogahesti en Sigurður Andrés Sigurðs son var bestur á tvíslánni. Í unglingaflokki vann Valgarð Reinhardsson úr Gróttu á gólfi, hringjum og stökki. Hrannar Jóns- son úr Gerplu vann á bogahesti, tvísla og á svifrá. Sigríður Hrönn Bergþórs dóttir úr Gerplu vann á stökki og gólfi, Kristjana Ýr Kristinsdóttir á tvíslá og Gyða Einarsdóttir úr Gerplu vann á slá. - hbg Thelma og Ólafur voru sigursæl Íslandsmótið í áhaldafi mleikum fór fram helgina og var mikið um góð tilþrif. TAKTAR Thelma Rut sýndi mörg frábær tilþrif um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.