Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 57
MÁNUDAGUR 11. mars 2013 | SPORT | 29
Allt um breytta sorphirðu er að finna á pappirerekkirusl.is
ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI?
TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN
BLÁ TUNNA
Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali
í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is.
Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga.
GRENNDARGÁMAR
Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í
þínu hverfi.
Kjalarnes – LOKIÐ
Okt
Grafarholt og Úlfarsárdalur – LOKIÐ
2012 2012 2013
Árbær og Grafarvogur – LOKIÐ Breiðholt – LOKIÐ
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir Miðbær og Hlíðar Vesturbær
Nóv Jan
2013
Feb
2013
Mars
2013
Apr
2013
Maí
– Takk fyrir að flokka!
Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra
– og nú er komið að Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Reykvíkingar
munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum,
tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur.
Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir
umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl.
Háaleiti og Bústöðum
NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í
AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn-
sen tryggði Club Brugge 2-1
sigur á Zulte-Waregem í belgísku
úrvalsdeildinni í fótbolta um
helgina. Ólafur Ingi Skúlason
skoraði mark Zulte-Waregem í
uppbótartíma.
Carlos Arturo Bacca kom
Brugge yfir á 48. mínútu og
fjórum mínútum síðar kom
Eiður Smári Guðjohnsen inn á.
Eiður Smári skoraði annað mark
Brugge á 87. mínútu en Ólafur
Ingi minnkaði muninn á annarri
mínútu uppbótartíma en Ólafur
lék allan leikinn.
Brugge er í fjórða sæti deildar-
innar, stigi á eftir Genk og níu
stigum á eftir Zulte-Waregem.
Arnar Þór Viðarsson lék allan
leikinn fyrir Cercle Brugge sem
tapaði 3-1 fyrir Mons á heima-
velli. Cercle Brugge er langneðst
í deildinni og ekkert virðist geta
bjargað liðinu frá falli. Mons er í
sjöunda sæti.
Stefán Gíslason lék í 42 mín-
útur fyrir OH Leuven sem tapaði
4-0 fyrir Standard Liege. Leuven
var manni fleiri allan seinni hálf-
leikinn en náði engan vegin að
nýta sér liðsmuninn.
Leuven er í 10. sæti deildarinnar
en Standard Liege er í 5. sæti, stigi
á eftir Club Brugge. - gmi
Eiður tryggði
Brugge sigur
EIÐUR SMÁRI Er að finna sig vel í
Belgíu. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Fréttir frá Englandi
herma að forráðamenn Man-
chester United hafi fundað með
íþróttavöruframleiðandanum
Nike til að finna leið til að fjár-
magna kaup félagsins á Portúgal-
anum Cristiano Ronaldo frá Real
Madrid.
Manchester United seldi
Ronaldo til Real Madrid sumarið
2009 en nú þykir Ronaldo vera
orðinn ósáttur hjá spænska
stórliðinu og vilja aftur á Old
Trafford.
Sir Alex Ferguson hefur gefur
lítið fyrir þann orðróm að Ronaldo
gæti verið á leið aftur til Manc-
hester en fregnir herma að for-
ráðamenn Manchester United hafi
rætt ítarlega við Nike um hvernig
hægt sé að fjármagna endurkomu
þessa frábæra knattspyrnumanns
til Manchester United. - gmi
Nike að hjálpa
Man. Utd?
FIMLEIKAR Gerplufólkið Thelma
Rut Hermannsdóttir og Ólafur
Garðar Gunnarsson voru sigur-
sæl á Íslandsmótinu í áhaldafim-
leikum um helgina en það fór fram
í Versölum í Kópavogi. Thelma
vann þrjá Íslandsmeistaratitla en
Ólafur fjóra.
Á laugardag urðu þau Íslands-
meistarar í fjölþraut. Thelma var
þar að vinna þann titil í fimmta
sinn en Ólafur í fyrsta sinn.
Dominiqua Alma Belaný úr
Gróttu varð önnur í kvenna-
flokki og Agnes Suto úr Gerplu
þriðja. Róbert Kristmannsson úr
Gerplu varð annar í karlaflokki
og Ármenningurinn Jón Sigurður
Gunnarsson hirti bronsið.
Í gær fóru síðan fram úrslit á
einstökum áhöldum. Thelma vann
þá bæði í stökki og á slá en Ólafur
vann í hringjum, stökki og svifrá.
Dominiqua varð Íslandsmeist-
ari á tvíslá en Hildur Ólafsdóttir
úr Fylki var best á gólfinu.
Róbert Kristmannsson varð
Íslandsmeistari á gólfi sem og
á bogahesti en Sigurður Andrés
Sigurðs son var bestur á tvíslánni.
Í unglingaflokki vann Valgarð
Reinhardsson úr Gróttu á gólfi,
hringjum og stökki. Hrannar Jóns-
son úr Gerplu vann á bogahesti,
tvísla og á svifrá.
Sigríður Hrönn Bergþórs dóttir
úr Gerplu vann á stökki og gólfi,
Kristjana Ýr Kristinsdóttir á
tvíslá og Gyða Einarsdóttir úr
Gerplu vann á slá. - hbg
Thelma og Ólafur voru sigursæl
Íslandsmótið í áhaldafi mleikum fór fram helgina og var mikið um góð tilþrif.
TAKTAR Thelma Rut sýndi mörg
frábær tilþrif um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL