Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 58
OG GOTT fyrir fjöls kylduna! Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . HOLLT pr en tv ill ur o g/ eð a m yn da br en gl . 1498kr.kg Ýsuflök, roð- og beinlaus 1498kr.kg Ýsuflök í raspi, roð- og beinlaus FYRSTA SÆTI Í FLOKKI MATVÖRUVERSLANA 2012 SÆTI 1. MATVÖRUVERSLANIR ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN FÓTBOLTI Leikmenn Man. Utd voru klaufar í gær er þeir misstu niður góða stöðu gegn Chelsea. Þegar upp var staðið var United heppið að tapa hreinlega ekki leiknum. United byrjaði leikinn með miklum látum. Javier Hernandez byrjaði á því að skalla snilldar- sendingu Michael Carrick í netið. Wayne Rooney skoraði svo beint úr aukaspyrnu. Sending í teiginn sem enginn kom við og boltinn hafnaði í markhorninu. United fékk tækifæri til þess að bæta við mörkum en nýtti ekki færin. Það átti eftir að koma í bakið á heimamönnum. Chelsea sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og Eden Hazard jafnaði leikinn með glæsilegu skoti utan teigs. Ramires jafnaði síðan leikinn. Chelsea fékk bestu færin það sem eftir lifði leiks og var ekki fjarri því að stela sigrinum og tryggja sér sæti í undan- úrslitunum. „Við vorum að spila á erfiðum velli gegn stórliði Man. Utd. Þetta voru því góð úrslit fyrir okkur. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en De Gea varði vel í markinu. Við getum verið stoltir eftir þennan leik. Það verður gott að eiga seinni leikinn á heimavelli,“ sagði Spánverjinn Juan Mata, leikmaður Chelsea, en ekki hefur verið ákveðið hvenær liðin mætast aftur. Rafa Benitez, stjóri Chelsea, var svekktur að hafa ekki klárað leikinn. „Við áttum skilið að vinna þennan leik. Við vorum miklu betri í síðari hálfleik, stjórnuðum leiknum og fengum betri færi. Það munaði litlu að Mata kláraði leikinn í lokin en De Gea varði vel,“ sagði Benitez en hann vill ekkert hugsa um undanúrslitin strax. „Það kemur ekki til greina. Við verðum að einbeita okkur að seinni leiknum gegn United fyrst. Það verður ekki auðvelt enda er Uni- ted með frábært lið.“ Spánverjinn var þó ekki sáttur við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, sem tók ekki í hönd hans eftir leikinn. „Ég beið eftir honum en hann kom ekki. Þið verðið að spyrja hann af hverju ef þið þorið því,“ sagði Benitez en viðurkenndi að hafa ekki verið tilbúinn alveg í loks leiksins því hann hafi verið að fagna með sínum mönnum. Man. Utd eða Chelsea mun mæta Man. City í undanúrslitunum sem fara fram 13. og 14. apríl. Wigan mætir svo Millwall eða Blackburn í hinum undanúrslitaleiknum. henry@frettabladid.is Klúður hjá Man. Utd Man. Utd missti niður tveggja marka forskot gegn Chelsea er liðin mættust í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Dregið var í undanúrslit keppninnar í gær og mun Man. City mæta annaðhvort nágrönnum sínum eða Chelsea næst. MIKILVÆGT Mark Ramires fagnar hér jöfnunarmarki sínu í gær. Michael Carrick, leikmaður Man. Utd, er ekkert sérstaklega kátur. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT 11. mars 2013 MÁNUDAGUR ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN NEWCASTLE - STOKE CITY 2-1 0-1 Jonathan Walters, víti (66.), 1-1 Yoahn Cabaye (72.), 2-1 Papiss Demba Cisse (90.+2). LIVERPOOL - TOTTENHAM 3-2 1-0 Luis Suarez (20.), 1-1 Jan Vertonghen (44.), 1-2 Jan Vertonghen (52.), 2-2 Stewart Downing (65.), 3-2 Steven Gerrard, víti (81.). NORWICH - SOUTHAMPTON 0-0 QPR - SUNDERLAND 3-1 0-1 Steven Fletcher (20.), 1-1 Loic Remy (30.), 2-1 Andros Townsend (70.), 3-1 Jermaine Jenas (90.). READING - ASTON VILLA 1-2 1-0 Nathan Baker, sjm (32.), 1-1 Christian Benteke (33.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (45.). WBA - SWANSEA 2-1 0-1 Luke Moore (33.), 1-1 Romelu Lukaku (40.), 2-1 Jonathan de Guzman, sjm (61.). STAÐAN Man. United 28 23 2 3 68-31 71 Man. City 28 17 8 3 51-24 59 Tottenham 29 16 6 7 51-36 54 Chelsea 28 15 7 6 58-30 52 Arsenal 28 13 8 7 53-32 47 Liverpool 29 12 9 8 55-36 45 Everton 28 11 12 5 44-35 45 West Brom 29 13 4 12 40-38 43 Swansea 29 10 10 9 40-36 40 Fulham 28 8 9 11 39-44 33 Stoke 29 7 12 9 27-35 33 Newcastle 29 9 6 14 40-50 33 West Ham 28 9 6 13 32-41 33 Norwich 29 7 12 10 27-45 33 Sunderland 29 7 9 13 32-41 30 Southampton 29 6 10 13 39-51 28 Aston Villa 29 6 9 14 28-54 27 Wigan 28 6 6 16 33-55 24 Reading 29 5 8 16 35-56 23 QPR 29 4 11 14 24-45 23 ENSKA BIKARKEPPNIN MAN. UTD - CHELSEA 2-2 1-0 Javier Hernandez (5.), 2-0 Wayne Rooney (11.), 2-1 Eden Hazard (59.), 2-2 Ramires (68.) MILLWALL - BLACKBURN 0-0 EVERTON - WIGAN 0-3 0-1 Maynor Figueroa (30.), 0-2 Callum McMananman (31.), 0-3 Jordi Gomez (33.). MAN. CITY - BARNSLEY 5-0 1-0 Carlos Tevez (11.), 2-0 Aleksandar Kolarov (27.), 3-0 Carlos Tevez (31.), 4-0 Carlos Tevez (50.), 5-0 David Silva (65.). FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði þrennu er Man. City pakkaði Barnsley saman, 5-0. Stjóri liðsins, Roberto Mancini, hrósaði leikmanninum eftir leik en hann veit ekki hvort hann verði áfram hjá félaginu. „Það er mikilvægt að Tevez haldi áfram að skora því við þurfum á mörkum hans að halda það sem eftir er af leiktíðinni,“ sagði Mancini. „Ég vil ekki tala um hvað mun gerast næsta sumar. Carlos á ár eftir af samn- ingnum þannig að þetta ræðst af því hvað hann vill gera.“ - gmi Tevez í stuði TEVEZ Fagnar um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool hægði á Tottenham-hraðlestinni í gær er liðið vann góðan 3-2 heimasigur í stórskemmti- legum leik. Luis Suarez kom Liverpool yfir en Tottenham svaraði með tveimur mörkum frá Jan Vertonghen. Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifæri til þess að koma Spurs í 3-1 en skot hans endaði í stönginni. „Þetta tap er gríðarlega svekkjandi því við spiluðum vel og fengum færi Vendipunkturinn var þegar Gylfi gat komið okkur í 3-1. Svona er boltinn og við verðum að þjappa okkur saman fyrir næsta verkefni,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, eftir leikinn. Það er ekki bara Spurs sem hefur verið á siglingu því Liverpool var að vinna sinn fjórða leik í röð. „Karakter strákanna í þessum leik var rosalegur. Fyrr í vetur hefðum við tapað svona leik. Það er að verða erfitt að mæta okkur aftur á heimavelli,“ sagði Rodgers kampakátur. „Mínir menn voru frábærir gegn mögnuðu liði Tottenham. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem eru að leggja mikið á sig. Það er nauðsynlegt að vinna alla leiki á þessum tímapunkti og það er sigling á okkur. Vonandi verður framhald á því.“ - hbg Frábær sigur hjá Liverpool gegn Tottenham GERRARD Fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.