Fréttablaðið - 09.04.2013, Síða 16
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Lukka segir að kannski mætti kalla safakúrinn vorhreingerningu líkamans. „Þegar vorar í lofti klæðir
fólk sig öðruvísi og fer þá að hugsa um
línurnar. Þá er ágætt að taka sér tak og
skipta um gír eftir mikið sykurát um
páska. Hægt er að núllstilla líkamann og
losna við sykurþörfina,“ útskýrir hún.
„Þrjár gerðir eru af safakúrum, litrík
hreinsun, en þá er miklu af ávöxtum
og grænmeti blandað í drykkina. Síðan
græn hreinsun, en sá safi er basískari
og getur verið meira krefjandi fyrir fólk
sem hefur mikla sykurþörf. Einnig erum
við með chia-drykk en í honum eru chia-
fræ sem eru ákaflega prótínrík og rík
af ómega-3. Chia-fræin eru öflug við að
koma meltingunni í lag. Kúrinn stendur
í nokkra daga en við mælum með fimm
dögum. Á þriðja degi fer fólk að finna
fyrir jákvæðum breytingum á meðan
fyrstu tveir dagarnir eru erfiðari. Á
fjórða og fimmta degi fer fólki síðan að
líða mjög vel,“ segir Lukka.
„Það kemur fólki yfirleitt á óvart
hversu auðvelt það er að fara í svona
hreinsun. Þetta er ekki svelti heldur mjög
næringarríkur kúr. Sumir telja að þeir
verði orkulausir og geti ekki stundað
hreyfingu samfara safakúrnum en stað-
reyndin er sú að fólk verður orkuríkara.
Sumir fá vissulega fráhvarfseinkenni
þegar þeir hætta að
borða sykur og drekka
kaffi. Það gengur yfir á
tveimur sólarhringum.
Það eru sex gerðir af
söfum, hver er hálfur
lítri og það er fínn dag-
skammtur. Einnig er gott að drekka sí-
trónuvatn að auki eða góð lífræn jurtate.“
Happ selur matarpakka sem henta vel
fyrir og eftir safakúrinn. „Sú leið er ákaf-
lega árangursrík og jafnvel svo árangurs-
rík að við bjóðum endurgreiðslu ef fólk
er ekki ánægt,“ segir Lukka og gefur hér
uppskrift að heilsudrykk.
MINN SAFI
1/2 lárpera
2-3 græn epli
1 sítróna
Góðir 2 þumlar engifer
1 handfylli klettasalat
Pressaðu safann úr epl-
unum og engiferrótinni.
Settu annað hráefni í
blandara ásamt klaka.
Blandaðu vel og njóttu.
HOLLUR SAFAKÚR
HAPP KYNNIR Safakúr í nokkra daga hreinsar líkamann. Lukka Pálsdóttir
hjá Happi segir fólk finna mikinn mun á líðan sinni eftir nokkra daga.
GÓÐ HEILSA
Lukka segir þá sem
prófa safakúrinn finna
mikinn mun á líðan
sinni.
MYND/VALLI
Ergo býður 100% afslátt
af lántökugjöldum í apríl
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
Það er gaman að fá sér grænan bíl sem eyðir litlu.
Í tilefni af grænum apríl býður Ergo 100% afslátt á lántökugjöldum af
umhverfishæfum bílum. Gott fyrir þig, fyrir umhverfið og okkur öll.
Við aðstoðum þig með ánægju!
GRÆNIR BÍLAR