Fréttablaðið - 09.04.2013, Side 23
KYNNING − AUGLÝSING Sumardekk & bílar9. APRÍL 2013 ÞRIÐJUDAGUR 7
Arctic Trucks hefur um árabil sér-hæft sig í lausnum fyrir jeppa og ferðalög og býður f lest það sem
jeppaeigendur dreymir um. „Hér starfar
fólk með mikla reynslu og veit upp á hár
hvaða dekk henta hverjum jeppa eða jepp-
lingi. Við leggjum gífurlega áherslu á fag-
lega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.
Þeim ætti að vera óhætt að treysta okkar
fagfólki,“ segir Steinar Sigurðsson, sölu-
stjóri Arctic Trucks.
Þótt Arctic Trucks sé þekktast fyrir
að þjónusta stóra fjallatrukka er úrval
dekkja þar mjög fjölbreytt. „Við erum
með virkilega vönduð amerísk heilsárs-
dekk frá Dick Cepek fyrir flestar gerðir
jeppa og jepplinga sem hafa reynst vel
við íslenskar aðstæður. Þau eru hljóðlát,
slitsterk, með frábært veggrip. Þau eru
auk þess neglanleg og það má míkró-
skera þau.“
Fyrir stærri bílana fást einnig dekk frá
Dick Cepek í flestum stærðum, en aðals-
merki Arctic Trucks er AT405. „Það er 38
tommu dekk, hannað á Íslandi en fram-
leitt fyrir Arctic Trucks hjá fjórða stærsta
dekkjaframleiðanda Kína. Hönnunin
byggir á reynslu íslenskra jeppamanna
til fjölda ára.“ Dekkið er fyrir 12-14
tommu breiðar felgur og stendur í 38,1
tommu. Mynstrið er milligróft og stefnu-
virkt með opnar rásir fyrir vatn og krapa.
„Okkar viðskiptavinir hafa verið einstak-
lega ánægðir með þetta dekk sem endur-
speglast í vinsældum þess.“
Hjá Arctic Trucks er einnig þjónustu-
verkstæði þar sem boðið er upp á
ástandsskoðun jeppa og fólksbíla. „Við
gerum verðtilboð í viðgerðir, sé þess
óskað, í framhaldi af skoðununum. Við
tökum vel á móti fólki og á biðstofunni
okkar er alltaf heitt á könnunni á meðan
viðskiptavinir bíða.“
Miðstöð allra
jeppamanna
Fagleg þjónusta, sérhæfing og reynsla einkennir alla starfsemi
Arctic Trucks. Þar fást sérhönnuð íslensk dekk fyrir alvöru
háfjallajeppa og ásamt hágæða amerískum jeppadekkjum í
öllum stærðum.
Hjá Arctic Trucks starfar fólk með mikla reynslu
af þjónustu við jeppa sem veit upp á hár hvað
hentar hverjum jeppa, segir sölustjórinn Steinar
Sigurðsson.
Bílgreinasambandið stendur fyrir stórsýningu á bílum og tækjum í Fífunni í Kópavogi
dagana 4.-5. maí næstkomandi.
Sýnt verður á 4.000 fermetrum og
eru sýnendur öll helstu bílaum-
boð landsins ásamt fyrir tækjum
sem bjóða vörur og þjónustu sem á
einn eða annan hátt tengjast farar-
tækjum. Á sýningunni verður að
finna nýjustu bílana á markaðnum
auk þess sem fjölmargir bílar verða
sérstaklega fluttir til landsins í til-
efni sýningarinnar. Einnig verður
að finna á sýningunni hjólhýsi,
fellihýsi, fjármögnunarfélög sem
sérhæfa sig í lánveitingum til bíla-
og tækjakaupa og olíufélag, auk
aðila sem bjóða upp á alls kyns
rekstrar vörur sem og menntunar-
aðila í bílgreininni.
Tíðar bílasýningar árin 1970 til
1984
Bílasýningar á vegum Bílgreina-
sambandsins voru algengar á
árunum í kringum 1970-1984.
Sambandið endurvakti þennan
atburð vorið 2011 og komu þá alls
um 15.000 gestir á sýninguna.
Sýningarnar þá og í ár hafa það
fram yfir fyrri sýningar að nú
eru ekki einvörðungu sýndar bif-
reiðar, heldur einnig nýjungar og
tengdar vörur eins og segir hér
framar. Ásamt því að geta komið
og skoðað það nýjasta á mark-
aðnum geta sýningargestir
fengið sér hressingu í veit-
ingasölu og eflaust fundið
sér eitthvað spennandi
við hæfi og dáðst að
glæsilegum farartækjum,
ungir jafnt sem aldnir.
Aðgangur að sýningunni
er ókeypis og verður hún opin
frá 11 til 18 laugardaginn 4. maí og
11 til 16 sunnudaginn 5. maí.
Stór bílasýning í maí –
Allt á hjólum 2013
Bílasýningar á vegum Bílgreinasambandsins voru algengar á árunum í
kringum 1970-1984. Sambandið endurvakti þennan atburð vorið 2011.
Bílakaupendur í Bandaríkjunum eru í sífellt meira mæli að átta sig á
kostum dísilvéla og kaupa sem aldrei fyrr. Fara þar bílar þýsku fram-
leiðendanna fremstir í flokki því sala dísildrifinna bíla frá Audi,
BMW, Benz, Porsche og Volkswagen hefur vaxið mjög hratt undan-
farið. Skýrir það að stórum hluta söluaukningu þeirra í Bandaríkjun-
um. Hafa þessir framleiðendur kynnt marga nýja dísildrifna bíla sína
fyrir kaupendum þar vestra og lítil eyðsla þeirra hefur heillað kaup-
endur. Telja stjórnendur þýsku framleiðendanna að innan tíðar verði
allar þeirra gerðir bíla sem drifnir eru af dísilolíu og boðnar í Evrópu
einnig í boði í Bandaríkjunum. Helsta ástæða þess er krafa yfirvalda
um lækkun eyðslu og telja þeir að ómögulegt sé að ná þeim kröfum án
þess að bjóða dísilbíla. Audi er að kynna bílana A8, A7 og A5 á banda-
ríska markaðnum og Porsche einnig Cayenne Diesel. Hjá Volkswagen
voru 82% allra seldra Jetta-bíla vestanhafs í fyrra dísildrifin. Vandinn
við að kaupa dísilbíl í Bandaríkjunum er þó enn sá að dísilolía er alls
ekki seld á öllum eldsneytisstöðvum og það óttast kaupendur.
Dísilbílar sækja
á vestanhafs
Frá bílasýningunni í Fífunni í Kópavogi vorið 2011.
Audi A7 er einn þeirra
bíla sem boðnir eru í
Bandaríkjunum dísil-
drifnir.
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk heilsársdekk
- stærðir 31- 44 tommur
- slitsterk
- neglanleg
- má míkróskera
- frábært veggrip
Gott verð!
Við eigum dekkin undir bílinn þinn og bjóðum upp á alla dekkjaþjónustu.
Bjóðum einnig ástandsskoðanir, smurþjónustu og almenna viðgerðarþjónustu.
Skjót og góð þjónusta!
38x15,5R15
38 tommu dekk
sem er sérstaklega
hannað fyrir
íslenskar aðstæður.
- slitsterkt
- endingargott
- hljóðlátt
- míkróskorið
- neglanlegt
Dekkja-
verkstæði
á staðnum.
Bjóðum alla
almenna
dekkja-
þjónustu.