Fréttablaðið - 09.04.2013, Side 24

Fréttablaðið - 09.04.2013, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk & bílar ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 20138 Vegna hagstæðara gengis krón-unnar sér Bílabúð Benna sér fært að lækka verð á öllum nýjum Chevrolet-bílum. Verðlækkunin á Chevrolet er mismunandi eftir teg- undum en getur numið allt að 400 þús- und krónum. „Tölur sýna að bílafloti landsmanna hefur verið að eldast mun hraðar en annars staðar,“ segir Bene- dikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. „Við finnum sterkt fyrir þörf hjá fólki til að endurnýja bíla sína og því er það ánægjulegt að fylgjast með styrk- ingu krónunnar undanfarið og geta látið íslenskra neytendur njóta þess.“ Captiva lækkar um 400.000 krónur Chevrolet hefur verið að auka mark- aðshlutdeild sína jafnt og þétt með breiðari línu af Chevrolet-bílum. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá Chevrolet, en sem dæmi um verð- lækkanir núna fer sjö sæta sjálfskipti dísiljeppinn, Chevrolet Captiva, úr kr. 6.890 þúsund niður í 6.590 þúsund og einn vinsælasti smábíllinn á landinu, Spark, kostar nú 1.790 þúsund.“ Nýir bílar lækka í verði hjá Bílabúð Benna Lækka frá 100-400 þúsund. Ástæðan er sterkara gengi íslensku krónunnar. Við finnum sterkt fyrir þörf hjá fólki að endurnýja bíla sína og því er það ánægju- legt að fylgjast með styrkingu krónunnar undan farið og geta látið íslenskra neytendur njóta þess. Benedikt Eyjólfsson Á ráðstefnu um „verndandi vegi“, sem verður haldin á Hótel Sögu í dag, heldur Michael Dreznes, varaforseti International Road Federation, fyrirlestur og kynnir nýjustu hugmyndir um öruggari vegi og um samtökin IRF. Michael Dreznes er mjög virtur fyrirlesari um umferðaröryggi. Hann heldur námskeið víða um heim og kemur við á Íslandi á leið sinni til Brussel, þar sem hann verður með fyrirlestur og á fundi í tengslum við umferðaröryggis- mál. Markmiðið að fækka umferðar- slysum um 50% fyrir 2020 Hann hefur starfað í umferðar- öryggisgeiranum í fjölda ára. Dreznes er í vinnuhópnum „De- cade of Action“, átaki Sameinuðu þjóðanna fyrir Stólpa 2 sem fjallar um innviði samgöngu- mannvirkja. Markmið áratuga aðgerða Sam- einuðu þjóðanna er að fækka alvarlegum umferðarslysum um 50% á heimsvísu fyrir árs- lok 2020. Ísland er aðili að þessu verkefni og starfar nú vinnu- hópur að því á vegum innan- ríkisráðuneytisins. Ráðstefna um „verndandi vegi“ Michael Dreznes, virtur fyrirlesari um umferðaröryggi, fjallar um innviði samgöngumannvirkja. Michael Dreznes heldur fyrirlestur á Hótel Sögu í dag um umferðaröryggi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.