Fréttablaðið - 09.04.2013, Síða 34
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
SPORT
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
ÚRSLIT
DOMINO‘S-DEILD KARLA
UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR
SNÆFELL - STJARNAN 79-93 (41-57)
Snæfell: Ryan Amaroso 21/9 fráköst, Sigurður
Á. Þorvaldsson 20/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson
12, Hafþór Ingi Gunnarsson 10/6 fráköst, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar,
Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason
2, Ólafur Torfason 2.
Stjarnan: Jarrid Frye 29/9 fráköst, Jovan
Zdravevski 21/4 fráköst, Brian Mills 15/5 fráköst/5
stoðsendingar, Justin Shouse 12/4 fráköst, Marvin
Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4/6
fráköst, Dagur Kári Jónsson 3.
Staðan í einvíginu er 2-1, Stjörnunni í vil.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
MAN. UNITED - MAN. CITY 1-2
0-1 James Milner (51.), 1-1 Vincent Kompany,
sjálfsmark (59.), 1-2 Sergio Agüero (78.).
STAÐA EFSTU LIÐA
Man. United 31 25 2 4 71-33 77
Man. City 31 19 8 4 57-27 65
Chelsea 31 17 7 7 61-33 58
Tottenham 32 17 7 8 55-40 58
Arsenal 31 16 8 7 61-34 56
Everton 31 13 13 5 49-37 52
Liverpool 32 13 10 9 59-40 49
West Brom 32 13 5 14 42-43 44
SÆNSKA ÚRVALSDEILDIN
UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR
SUNDSVALL - NORRKÖPING 79-76 (42-37)
Jakob Sigurðarson skoraði nítján stig fyrir Sunds-
vall og gaf sjö stoðsendingar. Hlynur Bæringsson
var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Pavel
Ermolinskij var með tvö stig, fjögur fráköst og
fjórar stoðsendingar fyrir Norrköping.
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Sundsvall.
HANDBOLTI Kári Kristján Krist-
jánsson vildi sem fæst orð hafa
um þau orð sem Björn Seipp, fram-
kvæmdastjóri þýska úrvalsdeildar-
liðsins Wetzlar, birti í yfirlýsingu á
heimasíðu félagsins í gær.
„Það er mjög sorglegt hvernig
þetta er allt saman matreitt,“ sagði
Kári við Fréttablaðið í gær en hann
var þá nýkominn til Wetzlar þar
sem hann býr með fjölskyldu sinni,
konu og tveimur börnum.
„Ég mun eftirleiðis láta minn
lögfræðing um að svara fyrir mig.
Ég mun ekki leysa þetta í gegnum
fjölmiðla,“ sagði hann enn fremur.
Seipp ítrekaði afstöðu félagsins
í yfirlýsingunni en fyrir helgi var
Kára Kristjáni sagt upp störfum
eftir að hann spilaði með íslenska
landsliðinu. Kári gekk nýverið
undir aðgerð á baki þar sem góð-
kynja æxli var fjarlægt og hafði
verið frá keppni síðan í febrúar.
Seipp ítrekaði að Kári hefði
aldrei fengið leyfi hjá læknum
félagsins til að taka sig af sjúkra-
lista félagsins og spila með
íslenska landsliðinu í Slóveníu.
„Það er fullkomlega ósatt. Það
var heldur enginn misskilningur
á milli læknanna og Kára,“ sagði
Seipp í yfirlýsingu félagsins.
Hann fór yfir ferlið í löngu máli
og sagði að Kári hefði blekkt sig,
þjálfara liðsins og læknana með
því að segjast vilja fara til Íslands
til að fá annað álit lækna þar og
frekari meðhöndlun.
„Svo fréttum við í gegnum
íslenska fjölmiðla að Kári hefði
alls ekki farið til Íslands, heldur
til Grosswallstadt þar sem íslenska
landsliðið kom saman til að undir-
búa sig. Leikmaðurinn sagði okkur
aldrei frá því, enda hefðum við
gripið umsvifalaust í taumana.“
Seipp segir að það sé enginn vafi
á því að tengsl félagsins við Kára
séu nú endanlega rofin. „Leikmað-
urinn sjálfur ber einn ábyrgð á
því,“ sagði hann og hélt áfram: „Að
fara of snemma af stað hefði getað
haft lífshættulegar afleiðingar í
för með sér. Það er mjög sorglegt
að Kári hafi ekki farið eftir fyrir-
mælum reyndra lækna. Ég fæ
ekki skilið hvers vegna hann setti
atvinnu og jafnvel líf sitt í hættu
þegar hann er með konu og tvö ung
börn heima hjá sér.“
Kári vildi litlu svara um allar
þær staðhæfingar sem Seipp lagði
fram í yfirlýsingunni. „Ég vísa
bara í mína eigin yfirlýsingu sem
birtist fyrir helgi. Þar koma fram
þær staðreyndir sem urðu til þess
að ég spilaði leikinn.“
Kári veit ekki hvort hann mætir
til vinnu í dag eða hvernig næstu
dagar munu þróast. „Þetta er allt
óljóst eins og málin standa nú,“
segir Kári. eirikur@frettabladid.is
Sorglegt hjá Wetzlar
Kári Kristján Kristjánsson vildi lítið tjá sig um nýjasta útspil framkvæmdastjóra
Wetzlar sem sagði leikmanninn alfarið bera ábyrgð á þeirri röð atvika sem leiddi
til þess að honum var sagt upp. Hann hefur sett málið í hendur lögfræðinga.
MEÐ STUÐNING HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, varaformaður HSÍ, fór yfir mál Kára á
blaðamannafundi í síðustu viku. Kári er honum á hægri hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MIKIÐ UNDIR Jürgen Klopp vill koma
Dortmund í undanúrslit Meistaradeildar
Evrópu í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Seinni vikan í fjórð-
ungsúrslitum í Meistaradeild
Evrópu hefst í kvöld með tveimur
leikjum. Real Madrid tekur á
móti Galatasaray en Madrid-liðar
eru í sterkri stöðu eftir 3-0 sigur í
Tyrklandi í síðustu viku.
Meiri spenna er í viðureign
Dortmund og Malaga. Fyrri
leiknum lauk með markalausu
jafntefli og þurfa því Jürgen
Klopp og hans menn að spila til
sigurs í kvöld.
„Það er mikilvægt að við
sýnum að við spilum fótbolta í
þeim tilgangi að vinna leiki,“
sagði Klopp en Dortmund hefur
unnið alla heimaleiki sína í Meist-
aradeildinni í vetur.
Malaga verður án tveggja
sterkra varnarmanna í kvöld þar
sem þeir Weligton fyrirliði og
Manuel Iturra eru báðir í banni.
Leikirnir hefjast báðir klukkan
18.45 í kvöld. - esá
Dortmund
þarf sigur