Fréttablaðið - 09.04.2013, Qupperneq 38
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
„Ég er að klára þriðju bókina af His
Dark Materials eftir Philip Pullman.
Þetta er algjörlega frábær trílógía.
Örugglega það besta sem ég hef
lesið síðan Lord of the Rings.“
Sigga Björg Sigurðardóttir listakona.
BÓKIN
Tríóið Samaris hefur samið við
breska útgáfufyrirtækið One
Little Indian. Samningurinn
felur í sér útgáfu á EP-plötum
og tveimur stórum plötum með
möguleika á þeirri þriðju. Sú
fyrsta er væntanleg í haust.
Aðspurð segir klarinettu-
leikarinn Áslaug Rún Magnús-
dóttir að samningurinn hafi verið
í nokkurn tíma í bígerð. „Stuttu
eftir Iceland Airwaves [síðasta
haust] byrjuðum við að fá tölvupóst
frá þeim og fórum á skype-fund,“
segir hún. Útsendari fyrirtækis-
ins hafði þá heyrt hljómsveitina
spila á veitingastaðnum Laundro-
mat sunnudagseftirmiðdegið og
heillast upp úr skónum.
„Þetta er mjög fyndið því við
erum búin að gefa út tvær EP-
plötur upp á eigin spýtur og
nenntum ekki að gera líka stóra
plötu sjálf. Við vorum búin að
ímynda okkur hvaða plötufyrir-
tæki við værum til í að vinna með
og hugsuðum að það væri gaman
að vera hjá One Little Indian í
London. Svo kemur bara þessi
tölvupóstur,“ segir hún. „Þetta
var bara „kúl“ og alveg „meant to
be“.“ Samaris hefur einnig samið
við útgáfuna 12 Tóna sem mun
annast þeirra mál hér á landi.
Upptökur á stóru plötunni eru
hafnar og hafa þær farið fram
heima hjá Oculus, eða Friðfinni
Sigurðssyni. Hann hefur áður að-
stoðað Samaris við lagið Stofnar
falla. „Það er alveg frábært því
hann er fáránlega klár,“ segir
Áslaug um upptökustjórn Ocu-
lus. Hún segir ekki hafa komið til
greina að taka plötuna upp erlendis.
„Við erum í skólanum og okkur
fannst það algjör óþarfi að fara út.
Við þurfum ekkert stórt stúdíó.“
Með samningnum við One Little
Indian bætist rafpoppsveitin Sam-
aris í hóp með Björk, Ólöfu Arn-
alds og Ásgeiri Trausta sem öll
eru þar á samningi. „Þetta er bara
flottur hópur. Við hittum hann
[útsendara One Little Indian] um
jólin og þá var hann að koma með
punkta um Sykurmolana og Björk
til að reyna að veiða okkur meira
og það virkaði alveg.“
Áslaug Rún er nýútskrifuð úr
MH og er núna í tónlistarnámi í
Reykjavík. Hún á ekki von á því
að hætta í skóla til að einbeita
sér að tónlistinni. „Þetta verkefni
byrjaði sem djók og vatt miklu
meira upp á sig en það átti að gera,
sem er bara jákvætt. Jófríður er í
annarri hljómsveit [Pascal Pinon]
og við erum báðar í tónlistarnámi,
þannig að ég veit ekki hversu
mikið við erum að fara að hætta
í skóla.“ freyr@frettabladid.is
Samaris samdi við
One Little Indian
Raft ríóið bætist í hóp íslenskra fl ytjenda sem hafa samið við bresku útgáfuna.
SAMARIS Tríóið Samaris hefur gert útgáfusamning við One Little Indian.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samaris er skipuð Áslaugu Rún Magnúsdóttur klarinettuleikara, Jófríði
Ákadóttur söngkonu og tölvumanninum Þórði Kára Steinþórssyni. Hljóm-
sveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2011 og hefur síðan þá gefið sjálf út
EP-plöturnar Hljómar þú og Stofnar falla. Hún hefur verið bókuð á Sónar-
hátíðina í Barselóna í sumar.
Spila á Sónar í Barselóna í sumar
★★★★
Í TRÚNAÐI EFTIR HÉLÈNE GRÉMILLION
„Sterk saga með vel dregnum persónum
og sögu sem lifir lengi í huga
lesandans.“
– FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐIÐ
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
„Frönsk verðlaunabók frá því í fyrra
sem farið hefur sigurför um heiminn
og það verðskuldað ... “
– FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐIÐ
A
VÍ
K
„Hittir man
n
beint í hjart
astað“
– ELLE
„Við erum öll með frekar svipaðan smekk og yfir-
leitt sammála um hvaða lög eigi að taka. Það fá allir
að velja sín sólólög sjálfir og svo veljum við hóp-
lögin út frá því sem við teljum að áhorfendur vilji
heyra,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söng-
kona. Hún stendur fyrir tónleikaröðinni Ef lífið
væri söngleikur ásamt Bjarna Snæbjörnssyni, Mar-
gréti Eiri og Orra Hugin Ágústssyni. Lokatónleikar
tónleikaraðarinnar verða í Salnum á föstudag.
Sigríður Eyrún stundaði nám við söngleikja-
deild Guildford School of Acting í Bretlandi og
nam einnig hjá Elaine Overholt, söngkonu og einum
þekktasta raddþjálfara Bandaríkjanna. „Ég byrjaði
ung í söngnámi og fór svo í leiklist í menntó og átt-
aði mig á því að ég vildi sinna bæði söng- og leiklist-
inni. Söngleikjanámið sameinaði bæði áhugamálin.“
Sigríður Eyrún og Bjarni hafa unnið mikið saman
í gegnum tíðina og koma meðal annars fram sem
dúettinn Viggó og Víóletta. „Við unnum saman öll
fjögur við uppsetningu Vesalinganna í fyrra og
þegar því lauk vildum við halda samstarfinu áfram
og úr varð þessi tónleikaröð,“ útskýrir hún.
Hópurinn tekur lög úr söngleikjunum á borð
við Rocky Horror, Jesus Christ Superstar, Litlu
hryllingsbúðina, Avenue Q, Wicked og Spring
Awakening. „Við tökum mikið af lögum úr Hárinu
og Rocky Horror en einnig úr nýjum söngleikjum á
borð við The Book of Mormon, sem er eftir höfunda
South Park-þáttanna, og Ragtime.“ - sm
Syngja þekkt söngleikjalög
Tónleikaröðinni Lífi ð er Söngleikur lýkur á föstudag. Þekkt sönglög tekin fyrir.
SÖNGLEIKJAAÐDÁENDUR Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Orri Huginn Ágústsson
syngja þekkt söngleikjalög í Salnum á föstudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta hefur gengið mjög vel og
við stefnum á að klára í vikunni,“
segir leikstjórinn Dagur Kári
Pétursson, sem þessa dagana er
að ljúka tökum á nýrri mynd hér
á landi.
Myndin ber vinnuheitið
Fleygur en það er Baltasar Kor-
mákur sem framleiðir myndina.
Með aðalhlutverk fer Gunnar
Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni
Kjartanssyni, Ilmi Kristjáns-
dóttur, Arnari Jónssyni og Mar-
gréti Helgu Jóhannsdóttur.
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Degi Kára var hann í langþráðu
og dagslöngu fríi frá tökum
en þær fara fram víðs vegar á
höfuð borgarsvæðinu þessa dag-
ana. Dagur Kári skrifaði sjálfur
handritið að myndinni. „Þetta er
svona karakterstúdía. Gunnar
leikur Fúsa, fertugan mann sem
býr enn þá hjá móður sinni og
heldur fast í tengslin við bernsk-
una. Röð atburða gerir það svo
að verkum að hann þarf að stíga
út fyrir þægindarammann.“
Í einu hlutverkanna er dóttir
Dags Kára, Franziska Una Dags-
dóttir, sem er átta ára gömul og
að stíga sín fyrstu skref á hvíta
tjaldinu. Dagur segir hana hafa
staðið sig með prýði í tökunum.
„Ég hafði hana í huga í hlutverk-
ið þegar ég skrifaði handritið en
hún sótti samt um það eins og
aðrir og bar af í prufunum. Það
var mjög kósí að hafa hana á
tökustað enda er maður oft mikið
fjarverandi frá fjölskyldunni
þegar maður er í tökum. Hún á
framtíðina fyrir sér í þessu eins
og mörgu.“ Áætluð frumsýning
á myndinni er í lok þess árs. - áp
Dóttirin Franziska Una í einu hlutverkanna
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson er í óða önn að taka upp nýjustu mynd sína hér á Íslandi.
Á HVÍTA TJALDINU Franziska Una með föður
sínum, Degi Kára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN