Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 2
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli barnaníðingsins Karls Vignis Þor- steinssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Réttarhöld- in eru lokuð og því ekki hægt að greina frá því sem þar fór fram. Þeim lýkur í maí. Karl Vignir gaf fyrstur skýrslu fyrir dóminum. Þeirri skýrslugjöf lauk fyrir hádegi og að henni lok- inni yfirgaf Karl Vignir dómhúsið í fylgd lögreglumanna sem fluttu hann aftur í gæsluvarðhald á Litla- Hrauni. Karl Vignir gekkst við því á upp- tökum sem birtar voru í Kastljósi í janúar að hafa um áratugaskeið misnotað tugi barna. Sjálfur hafði hann ekki tölu á fórnarlömbum sínum. Í kjölfarið bárust kærur á hendur honum vegna nýlegra brota og skömmu síðar var hann hand- tekinn og úrskurðaður í gæsluvarð- hald sem hann hefur setið í síðan. Ekki hafa fengist upplýsing- ar um það hversu mörgum Karli Vigni er gefið að sök að hafa brotið gegn í ákærunni. - sh Réttað yfir stórtækum barnaníðingi í Héraðsdómi Reykjavíkur: Karl Vignir gaf skýrslu og fór MÆTTI OG FÓR Karl Vignir hefur viður- kennt brot gegn tugum barna. Perlan fær steypireyði sem Húsavík stólaði á Norðurþing vill að menningarmálaráðherra lýsi yfir að beinagrind úr steypireyði sem rak á land á Skaga verði sett upp á Húsavík. Forstjóri Náttúrfræðistofnunar segir hvalinn hins vegar fara í Perluna ef Náttúruminjasafn Íslands biður um það. STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra mun ávarpa sinn síðasta kosningafund í dag þegar hún kemur fram á hvatningarfundi Samfylkingar í dag. Jóhanna segir skilið við stjórn- málin þegar kjörtímabilinu lýkur eftir 35 ár á þingi, en þetta er fyrsti og eini kosningafundurinn sem hún tekur þátt í fyrir þessar kosningar. Fundurinn er opinn og fer fram í kosningamiðstöð Samfylkingar- innar að Laugavegi 18b, og hefst klukkan 17. - þj Jóhanna Sigurðardóttir: Lokafundurinn eftir 35 ára starf MENNINGARMÁL Afar fágæt beina- grind úr steypireyði sem rak á land við Ásbúðir á Skaga sumar- ið 2010 er nú orðin bitbein Hvala- safnsins á Húsavík og Náttúru- minjasafnsins í Perlunni. „Við höfum búið okkur til ákveðna sérstöðu í þessum efnum og teljum eðlilegt að þessi grind komi hingað,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norður- þings, þar sem bæjarráðið skoraði á síðasta fundi á Katrínu Jakobs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, sem æðsta yfir- mann safnamála í landinu, að lýsa því yfir að beinagrindin yrði sett upp á Húsavík. Ekki náðist tal af Katrínu í gær. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, sem á steypireyðina og er að verka bein- in, segir þau mjög merkileg og að aðalatriðið sé að þau verði til sýnis fyrir almenning. Bæði Hvalasafn- ið á Húsavík og Náttúruminjasafn Íslands, sem fengið hafi 500 millj- ónir frá ríkinu til að búa til sýn- ingu í Perlunni, vilji fá hvalinn. „Okkur er svo sem sama hvar hún er, svo framarlega sem hún er til sýnis. Ef Náttúruminjasafnið vill fá hvalinn í sína grunnsýningu um náttúru Íslands þá munum við láta hann fara þangað. Ef ekki þá eru Húsvíkingarnir næstir í röð- inni,“ segir Jón Gunnar og bendir á að dýrt sé að setja beinagrindina upp. „Þar verður ekkert tjaldað til einnar nætur. „Ef við setjum hana upp í Perlunni verður hún þar í að minnsta kosti tíu til tuttugu ár.“ Hvalasafnið og félagið Garð- arshólmi eru í samstarfi um upp- byggingu safna-, menningar- og fræðastarfsemi á lóð Hvalasafns- ins á Húsavík. Beinagrindinni af steypireyðinni er ætlað að verða krúnudjásnið í verkefninu og frumdrög að húsi yfir hana eru tilbúin. Einar Gíslason, framkvæmda- stjóri Hvalasafnsins, segir að frá því að steypireyðina rak á land hafi Hvalasafnið, með vitund og vilja mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, unnið að því að fá grindina norður. „Að fá slíka segla inn á svæð- ið styrkir auðvitað það yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar að dreifa ferðamönnum meira um landið. Þessi beinagrind á auð- vitað ekkert heima í Perlunni held- ur hér í höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu,“ segir framkvæmda- stjóri Hvalasafnsins. gar@frettabladid.is SÝN HÚSVÍKINGA Þannig sjá hvalasafnsmenn fyrir sér steypireyðina af Skaga í nýrri byggingu á Húsavík. Beinagrindin er 25 metra löng og fjórir metrar á hæð. MYND/HVALASAFNIÐ HÚSAVÍK HVALREKI Á SKAGA Steypireyðurin við Ásbúðir var engin smásmíð. MYND/VALUR ÖRN ÞORVALDSSON Að fá slíka segla inn á svæðið styrkir auðvitað það yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar að dreifa ferðamönnum meira um landið. Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík. MENNING Barnamenningarhátíð var sett í þriðja sinn í Hörpu í gær. Hátíð- in hófst á því að 1.300 nemendur í fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur fluttu tónverkið 268° eftir Áka Ásgeirsson, en það sækir innblástur í tölvu- leikjamenninguna. Eftir hádegið hélt fjölbreytt dagskráin áfram og meðal annars stigu 400 börn úr 20 leikskólum á svið, ásamt nemendum úr Tónskóla Sigursveins og Hamrahlíðarkórnum, og fluttu lög Atla Heimis Sveinssonar. Hátíðin heldur áfram næstu daga, en henni lýkur með stórtónleikum í Laugardalslaug á sunnudag. - kóp Barnamenningarhátíð var sett í gær: Börnin eiga sviðið Á STÓRA SVIÐINU Fjögur hundruð leikskólabörn skemmtu gestum í Hörpu með ljúfum söng á Barnamenningarhátíð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TÆKNI Búist er við um tvö þúsund gestum á EVE Fanfest-hátíð tölvu- leikjafyrirtækisins CCP, sem hefst í Hörpu í dag og stendur í fjóra daga. Aldrei hafa fleiri mætt á hátíðina, en fyrirtækið fagnar nú tíu ára afmæli EVE-heimsins. Á annað hundrað dagskrárliða eru í boði, meðal annars pallborðs- umræður um hlutverk og samband leikjaþróunar og listar og kosning- ar í fulltrúaráð EVE Online-spil- ara, þar sem nær 400.000 manns eru á kjörskrá. - þj CCP setur hátíð í dag: Metfjölda spáð á EVE Fanfest SAMGÖNGUR Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra kynnti í gær ákvörðun sína um að hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju verði boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Miðað er við að hönnunin verði boðin út í byrj- un maí og að henni ljúki í des- ember 2013. Smíði ferjunnar á að vera lokið síðla árs 2015. Ögmundur tilkynnti að mark- miðið væri að smíða ferju sem gæti sinnt öllum flutningum milli Vestmannaeyja og Land- eyjahafnar árið um kring með lágmarksröskun. Samhliða hönn- un ferjunnar yrði unnið áfram að rannsóknum á höfninni og ráðist í nauðsynlegar endurbætur. Ráðherra sat fund með bæjar- stjórn Vestmannaeyja í gær þar sem Eyjamenn settu fram þrjú áhersluatriði. Hönnun ferjunnar yrði boðin út sérstaklega og að ferjan gæti siglt á Þorlákshöfn þegar ekki gæfi á Landeyjahöfn, og að aðbúnaður farþega vegna siglinga til Þorlákshafnar yrði viðunandi. Ráðist yrði í endur- bætur á Landeyjahöfn meðan ferja er smíðuð, og í þriðja lagi að kannað yrði hvort unnt væri að fá annað skip til að annast sigl- ingarnar þar til ný ferja kæmist í gagnið. - shá Hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju verður boðin út á EES-svæðinu: Smíði ferju ljúki í lok árs 2015 HAND- SALAÐ Ögmund- ur og Elliði Vignisson bæjar- stjóri ánægðir með dags- verkið. MYND/ÓSKAR Ingólfur Júlí- usson látinn Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari og hönnuð- ur, er látinn 42 ára að aldri. Hann greindist með bráða- hvítblæði í október á síðasta ári og vakti þjóðarathygli fyrir æðruleysi í veikindum sínum. Ingólfur var kvæntur Monicu Haug og eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi og Söru. SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Ertu ekki viss um hvað þú ætlar að kjósa? Viltu fá svör við ákveðnum spurningum? Hringdu í Vg númerið 863 7038 og tilgreindu það málefni sem brennur á þér. Við finnum rétta frambjóðandann til þess að hafa samband við þig og svara spurningum þínum. Við hlökkum til að heyra frá þér! HVAÐ VILTU VITA? Ólafur, er hægt að kenna ein- hverjum um þetta? „Ja, það mætti kenna sveitarfélög- unum ýmislegt um þetta.“ Ólafur Loftsson er formaður Félags grunn- skólakennara. Kjaradeila milli kennara og sveitarfélaganna hefur staðið um hríð og sýnist sitt hverjum í þeim málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.