Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 50
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34 Til hamingju Anna Heiða með þessi glæsilegu og verðskulduðu verðlaun! Anna Heiða Pálsdóttir fangar af þekkingu og með virðingu heim sextán ára stúlku sem alist hefur upp innan sértrúarsöfnuðar. Úr umsögn dómnefndar: „Þessi bók lifir lengi með manni. Hún vekur upp grundvallarspurningar um lífið og tilveruna, gildi þess að átta sig á sjálfstæðum vilja, hvað það er að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt, fórnirnar sem maður þarf að færa til að halda í sína eigin sannfæringu, hvers virði það er að vera maður sjálfur og kannski síðast en ekki síst: hvenær er maður, maður sjálfur?“ Gleðilegt sumar Skemmtilegar sumargjafir frá Sölku Bók sem á erindi við lesendur á öllum aldri Sýningin Úr djúpunum verður opnuð í Listasafni Sigurjóns í dag. Sýningin er sú fyrsta sem er opnuð eftir að safnið varð hluti af Listasafni Íslands. Á Lista- safni Sigurjóns hefur mátt sjá verk myndhöggvarans Sigur- jóns Ólafssonar og á þessari sýn- ingu eru þau sett í nýtt samhengi. „Þessi sýning er hugsuð þannig að við erum að sýna valin verk eftir Sigurjón, verk sem ekki hafa verið sýnd lengi, og setjum í kallfæri við málara sem voru honum nákunnugir, þau Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðs- son og Guðmundu Andrésdóttur.“ segir Birgitta Spur, ekkja Sigur- jóns og safnstjóri Listasafns Sig- urjóns. Titill sýningarinnar vísar til þeirra furðuskepna sem Sigur- jón tók að fást við eftir erfið veik- indi um og eftir 1960, og í verkum hans má meðal annars finna teng- ingar við hugmyndir listamanna þeirra tíma um súrrealisma og hið sjálfsprottna listform. „Sigurjón var mjög frjór og síbreytilegur listamaður og hann leitaði hug- mynda víða. Eftir veikindin fór hann að gera verk sem eru tals- vert öðruvísi en þær hefðbundnu höggmyndir sem margir þekkja.“ Listasafn Sigurjóns sameinaðist Listasafni Íslands í fyrra. Birgitta segir að sameiningin muni örugg- lega dýpka skilning á verkum Sig- urjóns. „Samvinnan um safna- eignina mun örugglega skila sér í áhugaverðum sýningum.“ Sýn- ingin verður opin á morgun, um helgar til 1. júní en í sumar alla daga nema mánudaga. - sbt Verk Sigurjóns í nýju samhengi Í dag verður opnuð sýningin Úr djúpunum í Listasafni Sigurjóns. ÚR DJÚPUNUM Birgitta Spur í Sigurjónssafni. Ný sýning þar setur verk Sigurjóns í samhengi við listmálara úr samtíma hans. Í bakgrunni má sjá verk eftir Þorvald Skúlason og Guðmundu Andrésdóttur en höggmyndin er eftir Sigurjón. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sjónvarpsserían Vinkonur eftir Dagrúnu Aðalsteinsdóttur verður sýnd í heild sinni á fimmtudögum á meðan útskriftarsýningin stend- ur yfir á Listasafni Reykjavíkur. Þættirnir segja frá tveimur vin- konum og glímu þeirra við ástina og voru teknir upp með áhugaleik- urum í Bangalore á Indlandi. „Ég fór í ársleyfi og tók myndina upp á meðan ég dvaldi á Indlandi,“ segir Dagrún. „Mig langaði til að vinna með hefðbundnar sjónvarps- seríur og máta þær inn í menningu sem er mér framandi.“ - sbt Sjónvarpssería í Hafnarhúsinu VINKONUR Útskriftarverkefni Dagrú- nar Aðalsteinsdóttur sem sjá má í Hafnarhúsinu. Netleikhúsið Herbergi 408 frum- sýndi í gær nýtt gagnvirkt leikhús- verk á slóð leikhússins www.her- bergi408.is. Verkið nefnist Skóli umbreytinganna eða School of Transformation Correspondence og er bréfaskóli staðsettur á ver- aldarvefnum sem byggir á því að nemandinn er aðalleikarinn í sinni eigin sýningu og má því flokka það undir svokallað þátttökuleikhús. „Þetta er nokkurs konar skóli á netinu, þar sem þú fylgir fimm kennslustundum sem eiga að leiða þig til hamingjusamara lífs,“ segir Steinunn Knútsdóttir, listrænn stjórnandi verkefnisins, en með henni hafa unnið Una Lorenzen hreyfimyndasmiður, Snorri Gunn- arsson hönnuður og Jarþrúður Karlsdóttir tónskáld. „Þátttakendur þurfa að skrá sig inn sem nemendur og þá eru þeir komnir í skólann. Þá fá þeir ýmis próf að glíma við, sjá teiknimynd- ir sem varpa ljósi á eðli mannsins og breyskleika og þegar kennsl- unni er lokið fá þeir sent diplóma í tölvupósti.“ - fsb Leikverk í bréfaskóla GAGNVIRKT NETLEIKHÚS Þátttakend- ur þurfa að skrá sig í skólann á slóðinni herbergi408.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.