Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 10
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
TRÍPÓLÍ, AP Bílasprengja sprakk
við franska sendiráðið í Trípólí,
höfuðborg Líbíu, í gærmorgun.
Tveir franskir öryggisverðir særð-
ust í árásinni auk líbísks tánings.
François Hollande, forseti Frakk-
lands, sagði árásina árás á öll lönd
sem berjast gegn hryðjuverkum.
Nú þegar tvö ár eru liðin frá
borgarastyrjöldinni í Líbíu eiga
þarlend stjórnvöld enn erfitt með
að tryggja öryggi í landinu. Þetta
er þó í fyrsta skipti sem ráðist er
gegn sendiráði í Trípólí. Ráðist
var á sendiráð Bandaríkjanna í
Benghazi í september með þeim
afleiðingum að fjórir létust.
Enginn hópur hefur lýst yfir
ábyrgð vegna árásarinnar í Trípólí
í gær en grunur hefur fallið á
hryðjuverkamenn með tengsl við
AQIM, Norður-Afríkudeild Al-
Kaída, sem er talin hafa staðið að
baki árásinni í Benghazi.
Í síðustu viku hótaði AQIM
hefndaraðgerðum gegn öllum ríkj-
um sem tekið hafa þátt í hernaðar-
aðgerðum Frakka í Malí. - mþl
Bílasprengja sprakk við sendiráð Frakklands í Trípólí í gærmorgun:
Ráðist gegn Frökkum í Líbíu
TRÍPÓLÍ Í GÆR Sendiráð Frakka var illa
leikið eftir bílasprengjuna sem sprakk
við sendiráðið í gærmorgun. Mildi þykir
að enginn lést. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDVERND Sjö mismunandi aðilar
hafa kært sauðfjárbeit á Almenn-
ingum í Rangárþingi eystra til
atvinnu- og nýsköpunarráðuneyt-
isins. Almenningar eru afréttur
við Þórsmörk og því þjóðlenda.
Svæðið hefur verið í upp-
græðslu síðustu tvo áratugi en
Ítölunefnd var skipuð í fyrra af
sýslumanninum á Hvolsvelli.
Nefndinni var falið að áætla beit-
arþol svæðisins. Nefndin klofn-
aði í afstöðu sinni en niðurstað-
an varð að endingu 50 tvílembur,
alls 150 dýr, fyrstu fjögur árin og
svo fjölgun í 130 tvílembur, alls
390 dýr á næstu átta árum.
Krafa kærenda er sú að fram
fari yfirítölumat með tilstuðlan
ráðherra, Steingríms J. Sigfús-
sonar. Allir aðilar kæra á þeim
grunvelli að landið sé of við-
kvæmt og birkigræðlingar þoli
illa ágang fjár.
Almenningar eru á stóru eld-
fjallasvæði og gróður á þessu
svæði heftir því öskufok sem bor-
ist getur til höfuðborgarinnar og
annarra sveitarfélaga í nágrenn-
inu.
Kærendur telja að ekki hafi
verið farið að náttúrusjónarmið-
um við gerð ítölunnar.
- mlþ
Atvinnu- og nýsköpunarráðherra bárust sjö kærur vegna Almenninga:
Kæra sauðfjárbeit við Þórsmörk
Þessi hópur sendi inn athugasemd til ráðuneytisins og fer fram á að sauð-
fjárbeit við Almenninga verði endurskoðuð með tilliti til náttúruverndar.
Skógrækt Ríkisins, Skógræktarfélag Íslands, Jón Kr. Arnarsson og Sigurður
Arnarson, dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir og dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
prófessorar við líf- og umhverfisvísindasvið Háskóla Íslands, Landgræðsla
ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landvernd. - mlþ
ÞAU LÖGÐU FRAM KÆRU VEGNA ALMENNINGA
Mýrdalsjökull
SléttujökullEntujökull
Þórsmörk
Almenningar
Emstrur
Tindfjallajökull
Eyjafjallajökull
Almenningar í Rangárþingi eystra
Eins og sést
á kortinu eru
Almenningar
umkringdir
jöklum.
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
5
6
4
*
E
yð
s
la
á
1
0
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.
ÍÞRÓTTIR „Það er mikil vinna
fyrir höndum og margir sem eru
í afneitun með að kynferðislegt
ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér
á landi,“ segir Celia Brackenridge,
prófessor í íþróttum og menntun
við Brunel-háskóla.
Celia er stödd hér á landi til að
flytja erindi á ráðstefnu á vegum
samtakanna Blátt áfram og Rann-
sóknarstofnunar í barna- og fjöl-
skylduvernd undir yfirskriftinni
Forvarnir eru besta leiðin, sem
stendur nú yfir.
Ísland er að hennar mati langt
að baki öðrum löndum þegar
kemur að forvörnum vegna kyn-
ferðisofbeldis en Celia er sérfræð-
ingur í forvörnum gegn kynferðis-
legu ofbeldi í íþróttum. Málefnið
er henni hugleikið en hún hefur
barist fyrir auknu forvarnarstarfi
í íþróttahreyfingum í 35 ár.
Að sögn Celiu er ekki til sú
íþrótt þar sem kynferðisofbeldi
þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef
iðkendur og þjálfarar tiltekinnar
íþróttar segja að kynferðisofbeldi
þekkist ekki þar. Þá eru þeir aug-
ljóslega að horfa fram hjá vand-
anum.“
Erindi Celiu á ráðstefnunni
fjallar um forvarnir og hvernig
draga megi lærdóm af reynslu
annarra landa af kynferðis brotum
í íþróttum og forvörnum sem
tengjast þeim.
Hún segir mikla vinnu hafa
verið lagða í forvarnarstarf víðs
vegar í heiminum sem hafi gefið
mjög góða reynslu. „Margir halda
að íþróttir séu eins og ævintýra-
land þar sem engin vandamál
eru. En það er vitað að þar þríf-
ast vandamál eins og kynþátta-
fordómar og kynjamisrétti og þar
má einnig finna kynferðisofbeldi.
Við þurfum að átta okkur á því að
þjálfarar hafa mikil völd og að lít-
ill hluti þeirra er stundum þátttak-
andi í ofbeldisfullri hegðun.“
Hún bendir einnig á að mikil-
vægt sé að þjálfarar séu meðvit-
aðir um einkenni sem geta komið
fram hjá börnum sem hafa orðið
fyrir ofbeldi og kunni að grípa
til viðeigandi ráðstafana fái þeir
vitneskju um slíkt.
„Hluti þeirra barna sem stunda
íþróttir kemur frá heimilum þar
sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi.
Þjálfarar hafa tækifæri til þess
að hjálpa þessum börnum með
að þekkja einkenni kynferðis-
ofbeldis. Það er sameiginleg
ábyrgð allra að koma í veg fyrir
kynferðisofbeldi gegn börnum.
Allir verða að hafa vakandi auga
fyrir því.“ hanna@frettabladid.is
Kynferðisofbeldi í
öllum íþróttum
Sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðisofbeldi í íþróttum segir mikla vinnu fyrir
höndum í forvarnarstarfi hér á landi. Mikilvægt sé að draga lærdóm af reynslu
annarra landa. Þjálfarar geta hjálpað börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
EFLA SKAL FORVARNIR Mikilvægt er að efla forvarnir er varða kynferðisbrot gegn
börnum í íþróttum hér á landi segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og
menntun við Brunel-háskóla. NORDICPHOTOS/AFP
Við
þurfum að
átta okkur á
því að þjálf-
arar hafa
mikil völd og
að lítill hluti
þeirra er stundum þáttak-
andi í ofbeldisfullri
hegðun.
Cecilia Brackenridge, prófessor í
íþróttum og menntun við Brunelháskóla.