Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 31
HÁVAÐAVARNIR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Kynningarblað Hljóðdeyfiplötur, hávaðamælar, hljóðísogsloft og hljóðvistarhönnun. Byggingavöruverslun Þ. Þor-grímsson & Co. í Ármúla 29, 108 Reykjavík, hefur í áratugi selt margs konar efni til hljóðdeyfingar fyrir skrifstofur, verslanir, skóla, samkomusali, upptöku stúdíó og heimili. „Það er mjög mismunandi hvaða efni er best að nota á hverj- um stað. Sums staðar þarf að ná góðu hljóðísogi í veggjum eða í loftum eða hljóðdempun í gólfi og fer það allt eftir því hvernig að- stæður eru á hverjum stað,“ segir framkvæmdastjórinn Þór Þor- grímsson. „Söluráðgjafar Þ. Þor- grímsson & Co. reyna ávallt að leiðbeina viðskiptavinum um það hvaða efni er best að nota á hverj- um stað en hljóðfræðin er flókin fræðigrein og í flóknari verkefnum koma til hljóðsérfræðingar,“ bætir hann við. Hann segir Þ. Þorgrímsson bjóða hljóðdeyfiplötur í loft sem hægt er að setja í kerfi eða líma í loftin og einnig fljótandi eyjur sem hanga í loftinu og draga verulega úr há- vaða. „Á veggina erum við með veggjaeiningar sem eru 1.200 milli- metrar á breidd 2.700 á hæð og 40 millimetrar á þykkt til þess að draga úr endurkasti frá veggjum.“ Þór segir eftirspurn eftir vegg- korki, sem skreytir mikið, einn- ig að aukast og fæst hann í nokkr- um útgáfum. „NDA-hljóðsvampur er mest notaður í upptökustúdíó. Við erum með bassagildrur í horn, eggjabakkaformið sem notað er á veggina og í loftin, einnig pýra- mídalagaðan svamp í plötum sem eru 100x100 sentímetrar með lími og f ljótlegt er að setja upp hvar sem er. Eitt besta gólfefnið til þess að draga úr högghljóði í gólfplötu er að sögn Þórs náttúrulegur korkur frá WICANDERS með rúmþyngd- ina 500 kíló á rúmmetra. Þ. Þor- grímsson & Co. er með eitt mesta úrval af náttúrukorki, bæði í plöt- um á gólfið og í rúllum til þess að nota undir parket í þeim tilgangi að minnka hljóðleiðnina í gólfinu. Hljómburður milli rýma og íbúða er sums staðar vandamál og þá þarf helst að nota efni með mikla rúmþyngd og jafnvel önnur efni í bland til að draga úr mis- munandi bylgjulengdum. „VI- ROC-veggjaplatan getur hentað vel í slíkum tilfellum vegna mik- illar rúmþyngdar en við erum með nokkrar þykktir og aðferðir sem svara mismunandi þörfum,“ segir Þór. Hávaði og suð í pípulögnum er enn eitt dæmi um hvimleitt vandamál sem Þ. Þorgrímsson hefur lausn á. „Í slíkum tilfellum getur verið sniðugt að nota EU- ROBATEX pípueinangrun á rörin en það dregur úr suði.“ Betri hljóðvist með lausnum fyrir veggi, loft, gólf og lagnir Hönnuðir og húsbyggjendur leita í auknum mæli eftir hljóðvörnum til þess að gera hljóðvistina betri í hvers kyns híbýlum. Langvarandi hávaði þreytir og veldur streitu en það eru til lausnir á markaði sem geta hjálpað við að leysa vandann. Þ. Þorgrímsson býður hljóðdeyfiplötur í loft sem er hægt að setja í kerfi eða líma í loftin. Eins eru á boðstólum fljótandi eyjur sem hanga í loftinu og draga verulega úr hávaða. Söluráðgjafar Þ. Þorgrímsson & Co. veita viðskiptavinum ráðgjöf um hvaða efni er best að nota á hverjum stað en það er afar mismunandi og hljóðfræðin getur verið flókin. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.