Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 20
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20 Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góð- ærið“ var keyrt áfram af botn- lausri græðgi, skammtíma- sýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöfra- mönnum sem margir böðuðu sig í frægðar- sól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagn- sætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangs- mál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eigna- lausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægamma- sjóða. Við erum bara tölur í excel- skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnar- flokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóð- ir þakki þeim vel og innilega fyrir. Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frá- bært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað ann- arra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, sam- tök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunveru legan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul- uð þér og þeim gjöra.“ Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart STJÓRNMÁL Sigurður Ragn- arsson háskólakennari og starfar m.a. við forystuþjálfun Verkefni næstu ríkis- stjórnar eru skýr. Þau eru: 1) leiðrétta og lækka skuldir heimilanna, 2) lækka skatta og 3) væng- stífa hrægammasjóðina, lækka skuldir ríkissjóðs og afnema gjaldeyrishöft- in með nýjum gjaldmiðli. Lausnirnar á þessum málum hafa Hægri græn- ir sett fram á ítarlegan hátt á heimasíðu sinni XG.is, en leitað var í smiðju annarra þjóða og erlendra sérfræðinga. Allar okkar aðferðir hafa verið notaðar ann- ars staðar með góðum árangri. Verkefnið Framsóknarflokkurinn myndar aldrei ríkisstjórn með flokki sem kjósendur hafa hafnað og þess vegna er það önnur vinstri stjórn sem við erum að fá yfir okkur, með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Þessu er samt hægt að breyta, því Hægri grænir er klár- lega góður valkostur og síðasta stoppistöð kjós- enda Sjálfstæðisflokks- ins, enda stefna okkar frelsisstefna. Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum, stuðla að betri fram- tíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum, en ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Hernaðinum verður að linna Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaði stjórnvalda gegn fjöl- skyldum og fyrirtækjum þessa lands verður að linna. Hægri grænir er flokkur fólksins og við erum með lausnirnar. Við erum grænn borgara- og millistéttar- flokkur. Við erum flokkur tíðar- andans og raunsæisstjórnmála. Sem umbótasinnaður endur- reisnarflokkur vonumst við til að Íslendingar yrki sína Höfuð- lausn á einni nóttu þann 27. apríl nk. Brettum upp ermarnar og merkjum X við G í komandi kosn- ingum. Lausnir Hægri grænna STJÓRNMÁL Guðmundur Franklín Jónsson formaður Hægri grænna, fl okks fólksins Menntun er lykilhug- tak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtar- skeið? Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna mögu- leika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síð- asta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hag- sæld. Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerf- isins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sér- kennslu á meðan eðlilegt hlut- fall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennslu- efni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur fram- haldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðar legu álagi og fjár sveltur. Nemendur í tækni- og raun- greinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á. Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næst- unni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að tak- ast á við þessar breytingar. Hefð- bundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skól- anna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefð bundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri náms- stigum. Nýta má fjarkennsluað- ferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegn- um öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spenn- andi og krefjandi framtíð. Vaxtarverkir í skólastofunniÞað er mikil-vægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í land- inu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu sam- tali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjöl- breytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggða- málum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og lands- byggðir eiga sameiginlega hags- muni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnu- líf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutn- ingskostnaði og treysta grunn- stoðir samfélagsins. Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveit- ingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heima- menn koma sjálfir að forgangs- röðun fjármuna. Þessi hugmynda- fræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkis stjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreif- býli og full jöfnun hús hitunar- kostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skipt- ingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitar- stjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs segir m.a.: „Stöðu lands- byggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggð- inni, fyrst af öllu með því að leið- rétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöru- verði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða líf- vænlegrar byggðar.“ Sóknaráætlun landshluta og sjálfbær þróun Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til fram búðar, bæta lífskjör og starfs- skilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar mynt- ar með því að ljúka aðildarsamn- ingi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auð- lindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæð- ingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfn- uði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekju- lægstu og fólki með meðal- tekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjöl skyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuð- borgarsvæðinu? Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosn- inga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skap- aði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðar- manna um gagnsæi, markaðs- lausnir á forsendum samfélags- legrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjár- málakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður fram- kvæmdin á ábyrgð og for sendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðar- mannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokk- anna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir fj ármála- og efna- hagsráðherra og 2. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi STJÓRNMÁL Áslaug María Friðriksdóttir varaborgarfull- trúi og 5. sæti Sjálfstæðisfl okks í Reykjavík suður ➜ Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi… ➜ Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfi leikum fólksins í landinu… ➜ Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð… ➜Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag… ➜ Hernaði stjórnvalda gegn fjölskyldum og fyrirtækjum þessa lands verður að linna. SAMFÉLAG Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur og bæjarfulltrúi í Vogum, skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.