Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 48
MENNING 24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK www.sjukra.is Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum 4. maí Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí nk. Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og lækka lyfjakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf. Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyfjakostnaðinn þinn í nýju kerfi. Hjá apótekum. Upplýsingar um kerfið má nálgast: Ég verð að segja að ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Kristín Guðrún Jónsdóttir, sem hlaut í gær Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Mont- erroso. „Þetta er lítil bók með stutt- um textum og slíkt form á yfirleitt ekki upp á pallborðið.“ Hefurðu þýtt mikið? „Svona í hjá- verkum meðfram starfinu í Háskól- anum, já. Ég þýddi fyrst smásagna- safnið Lambið og aðrar sögur árið 1996, ásamt Jóni Thorodd- sen. Síðan tók ég mér hlé og byrj- aði svo að þýða aftur áratug síðar. Aðallega hef ég þýtt smásögur og örsögur héðan og þaðan frá hinum spænskumælandi heimi. Þýddi til dæmis ásamt samstarfskonu minni í Háskólanum, Erlu Erlendsdóttur, smásagnahefti sem kom út 2008 og inniheldur sögur frá Karíbahafinu. Það heitir Fagurgrænar og frjósam- ar og þar eru þrjátíu smásögur, tíu frá hverri spænskumælandi eyj- unni. Ég þýddi reyndar einu sinni skáldsögu, en hef mest verið að þýða svona stutta texta.“ Þú ert aðjúnkt við spænskudeild Háskóla Íslands, stundaðirðu nám á Spáni? „Ég er nú búin að vera víða. Byrjaði á Spáni og var þar í nokkur ár, fór síðan til Mexíkó og þaðan til Púertó Ríkó þar sem ég kláraði BA- prófið. Tveimur árum seinna tók ég svo mastersprófið á Spáni og þegar ég var orðin fertug fór ég svo í dokt- orsnám til Bandaríkjanna.“ Hvað segirðu mér um höfund Svarta sauðsins, Augusto Mont- erroso? „Hann var frá Gvatemala en bjó lengst af í Mexíkó þar sem hann var landflótta í tvígang. Mjög þekkt- ur og virtur rithöfundur í hinum spænskumælandi heimi þó að nafn hans hafi ekki heyrst oft hér. Juan Rulfo var persónulegur vinur hans og hann var fyrirmynd margra rit- höfunda í Mexíkó og annars staðar í Rómönsku-Ameríku. Hann hélt gríðarvinsælar ritsmiðjur þar sem færri komust að en vildu og naut mikillar aðdáunar. Hann var fædd- ur 1921 og lést 2003.“ Er það ástríða hjá þér að kynna minna þekkta spænskuritandi höf- unda fyrir Íslendingum? „Já, ég hef mikinn áhuga á því að kynna hér höfunda sem eru klassískir í sínu heimalandi en hafa ekki náð almennilega til Evrópu og Banda- ríkjanna. Augusto Monterroso hefur auðvitað verið þýddur á fjölmörg tungumál en þetta er fyrsta verk hans sem kemur út á íslensku. Hann skrifaði mest alls konar stutta texta sem er ekki beint einfalt að flokka. Hann reyndi einu sinni við skáld- sögu en hún var mjög brotakennd.“ Ertu byrjuð á nýrri þýðingu? „Já, já, ég er með úrval örsagna frá Rómönsku-Ameríku í bígerð en örsöguformið hefur verið mjög vinsælt í hinum spænskumælandi heimi alla tuttugustu öldina og fram á þessa. Nægir þar að nefna Borges og þessa þekktu höfunda sem skrif- uðu mikið þessa stuttu texta sem við í dag köllum örsögur. Ég er að vinna að úrvalsefni úr þeim sagnabanka. Svo er ég líka að þýða mexíkóskar smásögur og fullt af öðru efni.“ Þetta form heillar þig sem sagt sérstaklega? „Já, ég er mikið fyrir smásagnaformið og örsagnaform- ið, svona texta sem eru ekki sölu- vænir.“ Hefurðu verið að skrifa eitt- hvað frá eigin brjósti? „Nei, það hef ég nú ekki gert. Ég reyni bara að miðla annarra hugverkum. Það dugar mér alveg.“ fridrikab@frettabladid.is Heillast af textum sem eru ekki söluvænir Íslensku þýðingarverðlaunin voru afh ent við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í gær. Þau komu í hlut Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur fyrir þýðingu hennar á Svarta sauðnum og öðrum fabúlum eft ir Augusto Monterroso. Kristín, sem er aðjúnkt í spænsku við HÍ, segist hafa ástríðu fyrir að kynna klassíska spænskuritandi höfunda fyrir Íslendingum og uppáhaldsbókmenntaform hennar er örsöguformið. VERÐLAUNA- HAFINN Kristín Guðrún Jóns- dóttir segist alls ekki hafa átt von á að hljóta verðlaunin þar sem örtextar eigi yfirleitt ekki upp á pallborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bandalag þýðenda og túlka veitti Íslensku þýðingarverðlaunin 2013 við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini ígær. Fimm þýðingar voru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni: Allt er ást eftir Kristian Lundberg í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Ariasman eftir Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Hjaltlandsljóð, tvímála útgáfa safns ljóða eftir samtímaskáld frá Hjalt- landseyjum í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Sá hlær best …! sagði pabbi eftir Gunnillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. og verðlaunaþýðingin Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur. Tilnefningar til Þýðingaverðlaunanna Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran mun syngja í verk- inu Plateau Effect, sem er nýjasta dansverk sænska dansarans og danshöfundarins Jefta Van Dint- her. Verkið verður flutt af einum frægasta dansflokki Svíþjóðar, Cullbergs-ballettinum, og frum- sýnt í Amsterdam í júlí á einni virtustu danshátíð Hollands, Juli- dans. Hollenski raftónlistarmaður- inn David Kiers semur tónlistina. „Ég er sem sagt á leiðinni til Stokkhólms þar sem ég mun syngja tónlist sem er notuð í verkinu inn á band,“ segir Sigríð- ur Ósk, hæstánægð með samn- inginn. „Það verður sem sagt ekki lif- andi tónlist með dansinum svo ég flakka ekki um með dansflokkn- um en hann mun ferðast með verkið víða um Evrópu.“ -gun Syngur í dansverki Cullbergs-ballettsins SIGRÍÐUR ÓSK Er á leiðinni til Stokkhólms. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.