Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGHlaupaskór & fatnaður MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20138
Það er nauðsynlegt að borða tveimur tímum fyrir hlaup, einkum ef
hlaupnir eru tíu kílómetrar. Ekki borða þunga máltíð heldur leggðu
áherslu á kolvetni. Pasta með kjúklingi er ákjósanlegt eða gróft brauð með
sultu eða hunangi. Ekki drekka of mikið vatn. Best er að drekka ¼ lítra
þremur tímum fyrir hlaup.
Hlaupir þú tíu kílómetra á innan við klukkustund er ekki þörf á vatni
eða einhvers konar orku á þeim tíma. Ef hlaupið er í miklum hita eða
hlauparinn svitnar mjög mikið er þó betra að fá sér eitt glas af vatni eftir
fimm kílómetra. Mörgum finnst sömuleiðis gott að skola hálsinn.
Eftir hlaupið er æskilegt að borða kolvetni og drekka vatn. Gott er að fá sér
epli, banana eða orkubar. Klukkutíma eftir hlaup er rétt að fá sér prótín-
ríka máltíð sem hjálpar uppbyggingu vöðva. Hafragrautur eða mjólk og
gróft rúnstykki með fitulausu áleggi er heppilegt.
Matur og drykkur fyrir tíu kílómetra hlaup
TEYGÐU ÚR TÁNUM
Þreyttir fætur geta plagað
hlaupara. Tærnar ættu ekki að
verða út undan þegar teygt er á
líkamanum eftir átök. Eftirfarandi
táteygjuæfingar er að finna á
www.livestrong.com.
Leggstu á bakið og lyftu hægra
hnénu að bringu. Gríptu báðum
höndum aftan við hnéð. Andaðu
frá þér og réttu hægt úr fætinum.
Beygðu ökklann svo tærnar snúi
að andlitinu og glenntu þær
út til hliðanna. Haltu teygjunni
meðan þú andar djúpt fimm til
sex sinnum.
Krjúptu á gólfinu og hafðu bakið
beint, beygðu tærnar undir þig
og sestu rólega niður á hælana.
Teygðu á iljunum og tánum
og andaðu djúpt fimm til sex
sinnum. Sestu upp til að losa um
spennuna en endurtaktu svo
teygjuna tvisvar til þrisvar sinnum.
SKOKKHÓPAR
Fjölmargir skokkhópar
eru starfræktir um allt land. Á
vefsíðunni hlaup.is er að finna
lista yfir allmarga skokkhópa sem
hittast reglulega. Listinn er þó
ekki tæmandi.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir
þá skokkhópa sem eru skráðir á
höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavík:
Árbæjarskokk
Fálka-skokk
Hádegisskokk frá Grafarvogs-
laug
Hádegisskokk frá Laugum
Hlaupahópur Ármanns
Hlaupahópur Fjölnis Grafarvogi
Hlaupahópurinn Norðlingar
ÍR-skokk
KR-skokk
Laugaskokk
Skokkhópur Fram, Grafarholti
Skokkhópur Íslandsbanka
Skokkhópur Víkings
Skokkklúbbur Icelandair
Trimmklúbbur Seltjarnarness
(TKS)
Valur Skokk
Vesturbæjarhópurinn/Hlaupa-
samtök lýðveldisins
Vinir Gullu
ÖL hópurinn
Álftanes:
Skokkhópur Álftaness
Garðabær:
Skokkhópur Garðabæjar og
nágrennis
Hafnarfjörður:
Hlaupahópur FH
Skokkhópur Hauka
Kópavogur:
Bíddu aðeins
Snælandsskokkhópurinn
Mosfellsbær:
Mosóskokk
Regenovex hefur klárlega hjálpað mér að ná markmiðum mínum. Ég byrjaði að taka
inn Regenovex í apríl 2012 því þá var ég að undirbúa mig undir að hlaupa maraþon.
Þar sem ég var farin að finna fyrir eymslum, ákvað ég að prufa einn pakka.
Eftir einn pakka var ekki aftur snúið. Sumarið 2012 hljóp ég meiðslalaus og hef aldrei
á mínum 6 ára hlaupaferli fundið slíka virkni. Ég hef hlaupið yfir laugaveginn og
mörg fjallahlaup ásamt tugum minni hlaupa. Það verður engin breyting á þetta árið
því ég hef markmið um stærri hlaup og mun að sjálfsögðu nota regenovex. Ég mæli
með þessu efni frá innstu hjartarótum
Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir
Einkaþjálfari í Sporthúsinu
Foam flex stofnandi
Icepharm
a
Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í
liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin
auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og
höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á
þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex
endurhlöðum við þessar birgðir líkamans.
Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina
er ekki nægjanlegt geta myndast bólgur og sársauki.
Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því
náttúruleg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3
olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings
og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika.