Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 31

Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 31
HÁVAÐAVARNIR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Kynningarblað Hljóðdeyfiplötur, hávaðamælar, hljóðísogsloft og hljóðvistarhönnun. Byggingavöruverslun Þ. Þor-grímsson & Co. í Ármúla 29, 108 Reykjavík, hefur í áratugi selt margs konar efni til hljóðdeyfingar fyrir skrifstofur, verslanir, skóla, samkomusali, upptöku stúdíó og heimili. „Það er mjög mismunandi hvaða efni er best að nota á hverj- um stað. Sums staðar þarf að ná góðu hljóðísogi í veggjum eða í loftum eða hljóðdempun í gólfi og fer það allt eftir því hvernig að- stæður eru á hverjum stað,“ segir framkvæmdastjórinn Þór Þor- grímsson. „Söluráðgjafar Þ. Þor- grímsson & Co. reyna ávallt að leiðbeina viðskiptavinum um það hvaða efni er best að nota á hverj- um stað en hljóðfræðin er flókin fræðigrein og í flóknari verkefnum koma til hljóðsérfræðingar,“ bætir hann við. Hann segir Þ. Þorgrímsson bjóða hljóðdeyfiplötur í loft sem hægt er að setja í kerfi eða líma í loftin og einnig fljótandi eyjur sem hanga í loftinu og draga verulega úr há- vaða. „Á veggina erum við með veggjaeiningar sem eru 1.200 milli- metrar á breidd 2.700 á hæð og 40 millimetrar á þykkt til þess að draga úr endurkasti frá veggjum.“ Þór segir eftirspurn eftir vegg- korki, sem skreytir mikið, einn- ig að aukast og fæst hann í nokkr- um útgáfum. „NDA-hljóðsvampur er mest notaður í upptökustúdíó. Við erum með bassagildrur í horn, eggjabakkaformið sem notað er á veggina og í loftin, einnig pýra- mídalagaðan svamp í plötum sem eru 100x100 sentímetrar með lími og f ljótlegt er að setja upp hvar sem er. Eitt besta gólfefnið til þess að draga úr högghljóði í gólfplötu er að sögn Þórs náttúrulegur korkur frá WICANDERS með rúmþyngd- ina 500 kíló á rúmmetra. Þ. Þor- grímsson & Co. er með eitt mesta úrval af náttúrukorki, bæði í plöt- um á gólfið og í rúllum til þess að nota undir parket í þeim tilgangi að minnka hljóðleiðnina í gólfinu. Hljómburður milli rýma og íbúða er sums staðar vandamál og þá þarf helst að nota efni með mikla rúmþyngd og jafnvel önnur efni í bland til að draga úr mis- munandi bylgjulengdum. „VI- ROC-veggjaplatan getur hentað vel í slíkum tilfellum vegna mik- illar rúmþyngdar en við erum með nokkrar þykktir og aðferðir sem svara mismunandi þörfum,“ segir Þór. Hávaði og suð í pípulögnum er enn eitt dæmi um hvimleitt vandamál sem Þ. Þorgrímsson hefur lausn á. „Í slíkum tilfellum getur verið sniðugt að nota EU- ROBATEX pípueinangrun á rörin en það dregur úr suði.“ Betri hljóðvist með lausnum fyrir veggi, loft, gólf og lagnir Hönnuðir og húsbyggjendur leita í auknum mæli eftir hljóðvörnum til þess að gera hljóðvistina betri í hvers kyns híbýlum. Langvarandi hávaði þreytir og veldur streitu en það eru til lausnir á markaði sem geta hjálpað við að leysa vandann. Þ. Þorgrímsson býður hljóðdeyfiplötur í loft sem er hægt að setja í kerfi eða líma í loftin. Eins eru á boðstólum fljótandi eyjur sem hanga í loftinu og draga verulega úr hávaða. Söluráðgjafar Þ. Þorgrímsson & Co. veita viðskiptavinum ráðgjöf um hvaða efni er best að nota á hverjum stað en það er afar mismunandi og hljóðfræðin getur verið flókin. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.