Fréttablaðið - 24.04.2013, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 24. apríl 2013 | FRÉTTIR | 11
DAUÐ SVÍN Mikill fjöldi svínshræja
hefur verið hreinsaður úr á í Sjanghæ
í Kína undanfarnar vikur. Engin skýring
hefur fengist á dauða dýranna.
NORDICPHOTOS/AFP
KÍNA Efnaverksmiðjum í
nágrenni þorps í Kína hefur
verið lokað eftir að hundruð
dauðra svína og hunda fundust í
nágrenninu. Ótti hefur gripið um
sig meðal íbúanna þar sem engin
eðlileg skýring hefur fundist á
dauða dýranna.
BBC greinir frá því að 410 svín
og 122 hundar hafi fundist dauð
í þorpinu Dongtun í Henan-hér-
aðinu í vikunni. Ljóst er að dýrin
voru ekki sýkt af fuglaflensu eða
öðrum sjúkdómi og því var efna-
verksmiðjunum lokað á meðan á
rannsókn stendur. Íbúar þorps-
ins kenna eiturgufum úr verk-
smiðjunum um dauða dýranna og
segja afar sterka lykt hafa legið
yfir bænum á mánudag.
Meira en 16.000 dauð svín voru
dregin upp úr stærstu ánni í
Sjanghæ í síðasta mánuði. - sv
Efnaverksmiðjum lokað:
Engin skýring á
dauðum dýrum
FLÓTTAMENN Meira en ein milljón Sýr-
lendinga hefur flúið landið vegna átaka
uppreisnarmanna og stjórnarhersins.
NORDICPHOTOS/AFP
SÝRLAND, AP Itai Brun, yfir-
maður í ísraelsku leyniþjónust-
unni, segir augljóst að sýrlensk
stjórnvöld hafi beitt efnavopnum
gegn uppreisnarmönnum í land-
inu í síðasta mánuði. Með því tók
hann undir ásakanir breskra og
franskra stjórnvalda.
Yfirlýsingin eykur þrýsting á
bandarísk stjórnvöld að bregðast
við. Þau hafa lýst því yfir að ekki
verði unað við að efnavopnum
verði beitt. Stjórnvöld í Ísrael ótt-
ast að efnavopn komist í hendur
hópa sem andsnúnir eru Ísrael.
Brun sagði líklegt að stjórnvöld
í Sýrlandi hefðu beitt taugagas-
inu sarin, en benti á að þau hefðu
einnig yfir öðrum efnavopnum að
búa. - bj
Eykur þrýsting á Bandaríkin:
Efnavopnum
beitt í Sýrlandi
DANMÖRK Samtökin Foreldrar og skóli í
Danmörku vilja að stjórnvöld grípi inn í
til að binda enda á kjaradeilu kennara og
sambands sveitarfélaga. Kannanir sýna
að meirihluti landsmanna er á þeirri
skoðun og að meiri samúð er með sjónar-
miðum kennara en sveitarfélaganna.
Nú er gengið á fjórðu viku síðan
sveitar félögin settu verkbann á kenn-
ara til að knýja á um breytingar á vinnu-
fyrirkomulagi. Ekkert hefur þokast í
samkomulagsátt og er ástandið farið að
hafa mikil áhrif á heimilin í landinu,
enda þurfa foreldrar að gera ráðstafanir
vegna þeirra 600.000 barna sem sitja
heima.
Ríkisstjórnin hefur ekkert gefið út um
hvort og þá hvernig verður gripið inn í en
Politiken hefur eftir sérfróðum að þess
verði vart langt að bíða. Líklegast verður
um lagasetningu að ræða, en stjórnvöld
geta nýtt sér flýtimeðferð til að keyra
málið í gegnum þingið í einum rykk í stað
hinna hefðbundnu þriggja umræðna.
Verkbannið gengur nú inn á prófatíma
og segir Barnaheill í Danmörku að það sé
farið að koma niður á börnunum. Of lítið
tillit sé tekið til þeirra hagsmuna. - þj
Danskir foreldrar hafa fengið nóg af verkbanni á kennara eftir nær fjórar vikur:
Vilja að stjórnvöld grípi inn í kjaradeilu
KJARABARÁTTA Næstum fjórar vikur eru síðan verkbann var
sett á um 70.000 danska kennara. Aukinn þrýstingur er á að ríkið
höggvi á hnútinn. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Sérstakt gjald á gos-
drykki verður afnumið og gjöld
á bjór verða lækkuð á næstunni.
Þverpólitísk samstaða er um þess-
ar aðgerðir á danska þinginu og
kemur fyrsti áfangi aðgerðanna til
framkvæmda í sumar.
Alls er gert ráð fyrir að tekjur
ríkisins dragist saman um tæpan
milljarð danskra króna vegna
þessa, en 360 milljónir skili sér
aftur í ríkiskassann þar sem Danir
muni síður sækja í að kaupa bjór og
gos í verslunum í Þýskalandi. - þj
Dönsk stjórnvöld:
Lækka gjöldin
á gos og bjór
Viðræður Íslands við
Evrópusambandið snúast
um lífskjör og framtíð
okkar allra
*Könnun Capacent sem gerð var dagana 7. -15. mars. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 61 % klára viðræðurnar en 39% slíta þeim. Spurt var: “Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?.”
Samkvæmt nýjustu könnunum vilja 61% þjóðarinnar
ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.*
Við skorum á stjórnmálamenn að virða vilja
meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að myndun
nýrrar ríkistjórnar Íslands.