Fréttablaðið - 24.04.2013, Síða 13

Fréttablaðið - 24.04.2013, Síða 13
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 13 ÞOKAST ÁFRAM Framkvæmdastjórn ESB telur að Serbía uppfylli skilyrði fyrir því að aðildarviðræður geti hafist. NORDICPHOTOS/AFP BRUSSEL Framkvæmdastjórn ESB hefur mælst til þess við aðildar- ríkin að formlegar aðildarviðræð- ur verði teknar upp við Serbíu. Þessi yfirlýsing kemur í kjöl- far þess að Serbía og Kósóvó undirrituðu sáttasamning í síð- ustu viku þar sem meðal annars var kveðið á um aukna vörn til handa serbneska minnihlutanum í Kósóvó. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að samskipti ESB við Kósóvó verði færð á næsta stig með boði um þátttöku í ýmsum verkefnum ESB. Óvíst er þó hve- nær samningaviðræður milli ESB og Serbíu hefjast ef af verður. - þj Framkvæmdastjórn ESB: Vilja viðræður um aðild Serbíu HVOLSVÖLLUR Sveitarstjórn Rangárþings eystra gekk á dög- unum frá kaupum á lóð og húsum við Austurveg á Hvolsvelli fyrir 70 milljónir króna. Húsinu á að breyta í ráðhús og koma starf- semi sveitarfélagsins þar með undir eitt þak. Frá þessu segir á vef Dagskrárinnar. Þar er jafnframt vitnað í bókun minnihlutans í sveitarstjórn sem segist styðja kaupin, en óskar eftir nánari útlistun á kostnaði við endurbætur húsnæðisins. - þj Rangárþing eystra: Kaupa húsnæði fyrir ráðhús IÐNAÐUR Fyrirtækið Valka fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013. Helgi Hjálmarsson, fram- kvæmdastjóri Völku, veitti verð- laununum móttöku á Nýsköpunar- þingi á Grand Hóteli Reykjavík fyrir helgi. Þar var sérstaklega fjallað um stöðu „sprettfyrir- tækja“, en svo nefnast fyrirtæki sem vaxið hafa hratt. Valka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu. Fyrirtækið var stofnað árið 2003, en þar starfa nú átján manns við tækjahönnun, hugbúnaðargerð, framleiðslu og sölu. - óká Nýsköpunarverðlaun afhent: Hanna tæki og hugbúnað fyrir fiskvinnslu UMFERÐIN Banaslysum í umferð- inni hefur fækkað mikið á síðustu árum. Samkvæmt slysaskýrslu Umferðarstofu 2012 létust níu manns í umferðinni árið 2012, sem er um 28 á hverja milljón íbúa en það er með því allra lægsta í heim- inum. Síðastliðin fimm ár, eða á árun- um 2008 til 2012, hafa 58 látist í umferðarslysum á Íslandi en næstu fimm ár þar á undan, 2003 til 2007, létust 111 með sama hætti. Það er um 48 prósenta fækkun. Enginn lést vegna ölvunar við akstur á síðasta ári og er það eins- dæmi síðan skráningar hófust árið 1986. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að einn hafi látist af völdum fíkniefnanotkunar og einn vegna löglegra lyfja. Alvarlega slösuðum fækkar einnig á milli ára úr 154 í 136, eða um tólf prósent. Lítið slösuð- um fækkar einnig talsvert, eða úr 1.063 í 899, sem er 15 prósenta lækkun. Í heildina fækkar látnum og slösuðum úr 1.229 í 1.044. Slysum meðal ungra ökumanna á aldrinum 17-20 ára hefur einn- ig fækkað mjög og þá sérstaklega frá árinu 2007 þegar svokallað aksturs bann var sett í lög. Sam- kvæmt því er handhafi bráða- birgðaskírteinis settur í ótíma- bundið akstursbann ef hann fær fjóra punkta í ökuferilsskrá eða er sviptur ökuréttindum vegna alvar- legra umferðarlagabrota. Aksturs- banninu er ekki aflétt fyrr en að loknu sérstöku námskeiði og end- urtöku ökuprófs. - hó Banaslysum og alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað á milli ára: Enginn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra GÓÐUR ÁRANGUR Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mikið á síð- ustu árum. EVRÓPA Dvínandi áhugi virðist vera á meðal ESB-ríkja á að setja skatt á fjármagnsflutninga. Ríkin ellefu sem hafa talað fyrir slíku, þar á meðal Frakkland og Þýska- land, virðast vera að heykjast á áformunum, að því er kemur fram á vef EUobserver. Ástæðan er að slíkt gæti aukið fjármagnskostnað ríkja með álagi á skuldabréf, auk þess sem skatturinn gæti verið flóknari í framkvæmd en áður var talið. Bretar eru alfarið mótfallnir skattinum og hafa höfðað mál fyrir Evrópudómstólnum til að stöðva málið. - þj Stefnubreyting í ESB: Sögð hætta við skatt á fjár- magnsflutninga Baráttan Samfylkingin í Reykjavík Hvatningarfundur í kosningamiðstöðinni Laugavegi 18b Í dag, síðasta vetrardag, 24. apríl klukkan 17 Össur og Sigríður Ingibjörg blása okkur byr í brjóst Jóhanna Sigurðardóttir flytur baráttukveðju Þorbjörn Guðmundsson talar um launafólk og jöfnuð Felix Bergsson stýrir samkomunni og rifjar upp sigra í mannréttinda- baráttunni Kjósum réttlátt og gott samfélag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.