Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 18
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
L
et‘s Get Lost Land er önnur tveggja tillagna sem
valdar hafa verið til úrslita í samkeppni um nýtt nafn
fyrir Ísland sem Inspired by Iceland efndi til á heima-
síðu sinni. Hvers vegna nauðsynlegt þótti að finna nýtt
nafn á landið er ekki ljóst en tengist þó eitthvað þeim
álitshnekki sem nafnið Ísland varð fyrir í aðdraganda hruns-
ins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess. Ísland er ekki lengur
óflekkað og söluvænlegt nafn, því tengjast of margar dökkar
hliðar.
Let‘s Get Lost, sem útleggst
týnum okkur, villumst, látum
okkur hverfa, er hins vegar
kjörið nafn fyrir þetta litla
land þar sem draumar flestra
virðast einmitt snúast um að
týna sér. Týna sér í græðgi,
týna sér í heimtufrekju, týna
sér í skítkasti, týna sér í
tittlingaskít, týna sér í endalausu þrasi. Segja sig úr lögum við
umheiminn og ráfa áttavillt um í þrasþokunni.
Aldrei hefur þessi áttavilla verið augljósari en á þessum
síðustu dögum fyrir kosningar. Kjósendur flykkjast um þá
flokka sem kynda undir villtustu vonunum og skella skolla-
eyrum við því þótt bent sé á að flest séu loforðin óefnanleg og
gylliboðin innantóm. Kjósendur vilja meira fyrir sinn snúð,
lægri skuldir, betri vegi, jarðgöng og brýr, betra heilbrigðis-
kerfi, betra menntakerfi, betri kjör og átakaminna líf. Ofarlega
á óskalistanum eru líka lægri skattar, þótt vandséð sé hvernig
bæta eigi vegi, sjúkrahús og skóla ef enginn er tilbúinn til að
borga sinn skerf í samneysluna. Peningarnir eiga bara að koma
eins og aukakrónur Landsbankans um árið, hvaðan eða með
hvaða hætti virðist algjört aukaatriði. Kjósendur hegða sér eins
og keipakrakkar og heimta sitt gotterí og leikföng hvort sem
foreldrarnir eiga fyrir þeim eða ekki.
Þeir frambjóðendur sem mestrar hylli njóta virðast hafa
áttað sig á þessu strax í upphafi kosningabaráttu. Allur þeirra
málflutningur gengur út á loforð sem snúa beint að ein-
staklingnum. Hvað þú færð í þinn hlut prívat og persónulega,
skítt með heildina. Stjórnarflokkarnir þumbast við að reka
sinn kosningaáróður út frá því sem þeir hafi gert vel á kjör-
tímabilinu og leggja áherslu á velferð heildarinnar, en þar
sem fólk hefur ekki séð krónunum fjölga í eigin vasa með
þeim aðgerðum fellur sú áróðurstækni í grýttan jarðveg. Ein-
staklingshyggjan og sérgæskan virðist ráða valinu hjá flestum
kjósendum.
Let‘s Get Lost Land getur líka haft merkinguna látum okkur
hverfa úr samfélagi þjóðanna. Felum okkur í eigin þjóðhyggju
og rembingi og gleymum því að við erum hluti af stærri heild
með þau réttindi og skyldur sem því fylgja. Við erum auð-
vitað mest og best og þurfum ekkert á öðrum þjóðum að halda.
Förum öll á íslenska kúrinn, hættum að taka þátt í stuðningi
við vanþróaðri þjóðir, lokum á ESB og lifum hamingjusöm í
týnda landinu upp frá því. Let‘s get lost.
Loksins fær Ísland nafn við hæfi:
Týnum okkur
í sérgæskunni
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Aðalfundur FAAS
Aðalfundur FAAS – félags áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma
- verður haldinn föstudaginn þann 10. maí 2013
á Grand Hóteli, Sigtúni 38 í Reykjavík
og hefst hann kl. 17:30
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Vakin er athygli á að samkvæmt lögum FAAS hafa þeir einir rétt
til að sitja aðalfund sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins árs.
Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er eitt
stærsta velferðarmálið. Samfylkingin
mun því nýta það svigrúm sem er að skap-
ast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í
heilbrigðismálum og við höfum nú þegar
náð fram mikilvægum umbótum til jöfn-
uðar í heilbrigðiskerfinu.
Tannlækningar barna
Nýr samningur um tannlækningar barna
hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21
ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn
eigin heimilistannlækni sem mun boða
börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarn-
ir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar
þeirra. Foreldrar munu einungis greiða
komugjald sem ákveðið verður með reglu-
gerð.
Réttlátara lyfjagreiðslukerfi
Nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið er ein-
faldara og réttlátara en núgildandi kerfi.
Það mun auka jöfnuð, hætta að mis-
muna sjúklingum eftir sjúkdómum og
verja þá sem mest þurfa á lyfjum að
halda fyrir miklum kostnaði. Þeir sem
lítið nota af lyfjum munu þurfa að borga
meira en áður. Öryrkjar, aldraðir, börn
og barnafjölskyldur eru varin fyrir háum
greiðslum öðrum fremur. Velferðarráð-
herra hefur gefið út nýja reglugerð um
endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði
við læknishjálp, lyf og þjálfun og stór-
hækkað fjárhæða- og tekjumörk til að
mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna
að lenda í erfiðleikum með upphafs-
greiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðslu-
þátttökukerfi. Samfylkingin vill útvíkka
kerfið þannig að það nái einnig til heil-
brigðisþjónustu.
Nýr Landspítali
Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á
byggingu nýs Landspítala til að tryggja
öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi
fyrir starfsfólk og til að auka rekstrar-
hagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu um
þrír milljarðar sparast árlega í rekstri en
sjúkrahúsið er í sautján byggingum í dag.
Betri almannatryggingar
Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinn-
ar eftir kosningarnar verður að leggja
fram frumvarp um nýtt almannatrygg-
ingakerfi. Með nýju kerfi munu meðal-
talsgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka
um 25% og kerfið verður einfaldara og
skiljanlegra. Sambærilegar breytingar
fyrir örorkulífeyrisþega eru forgangsmál
á næsta kjörtímabili.
Við viljum jöfnuð og velferð óháð efna-
hag – þess vegna er mikilvægt að styðja
Samfylkinguna í kosningunum á laugar-
dag.
Samfylkingin er velferðarfl okkur
VELFERÐAR-
MÁL
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
1. sæti Samfylk-
ingar í Reykjavík
suður
Hugmynd
Skuldaleiðréttingarhugmyndir Fram-
sóknarflokksins njóta ekki alls staðar
jafnmikillar hylli. Fréttablaðið greindi
frá því í gær að Brynjar Níelsson,
væntanlegur þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, hefði talað þær í kaf á fram-
boðsfundi hjá Reykjavíkurborg og sæi
ekki fyrir sér að hægt yrði að koma
þeim fyrir með raunhæfum hætti í
stjórnarsáttmála flokkanna tveggja.
Það sama er að segja
um hina stóru flokk-
ana. Eiríkur Jónsson,
formaður Kennara-
sambandsins, er hins
vegar með nýstárlega
lausn á þessum
vanda sem menn
ættu að gefa
gaum.
Einfalt
Eiríkur veltir lausninni upp á Facebook:
„Verði niðurstaða þingkosninga í
samræmi við skoðanakannanir legg
ég til að Framsókn myndi minnihluta-
stjórn sem verði varin falli á meðan
flokkurinn lækkar skuldir allra um
20%, og afnemur verðtryggingu og
setur vaxtaþak á óverðtryggð lán í
samræmi við kosningaloforð, allt án
þess að íþyngja skattgreiðendum eða
auka verðbólgu. Það eina
sem flokkurinn þarf að
lofa er að láta náttúru
landsins njóta vafans
og einkavæða ekki ríkis-
fyrirtæki á meðan. Fái
þeir að gera þetta
einir og óáreittir
tekur þetta
örugglega
fljótt af. Ef þetta gengur eftir er ég viss
um að aðrir flokkar verða fúsir til að
ganga til formlegs stjórnarsamstarfs
við flokkinn. Einfalt og allir ánægðir?“
Ekki í framboði
Þingmaðurinn Mörður Árnason, sem
gæti nú verið á útleið af þingi, vekur
athygli á því á bloggsíðu sinni að eini
umræðufundurinn um umhverfismál
og náttúruvernd hafi farið fram í Há-
skóla Íslands í fyrradag. Þangað hafi
allir flokkar sent fulltrúa. Fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins hafi verið lítt þekktur
maður sem heitir Magnús Júlíusson,
sem sé ekki einu sinni á framboðs-
lista fyrir komandi kosningar. Það er
spurning hvað það segir um áherslur
flokksins í umhverfismálum.
stigur@frettabladid.is