Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 37
KYNNING − AUGLÝSING Hlaupaskór & fatnaður24. APRÍL 2013 MIÐVIKUDAGUR 7 Boost kallast glæný tækni sem adidas hefur þróað í samvinnu við BASF. „Þetta efni er algjör bylting í hlaupa- skóm,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi. „Allir hlaupaskór undanfarna ára- tugi hafa verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA,“ segir Bjarki en bendir á að EVA hafi marga galla. „Til dæmis verður það hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smám saman saman með tíman- um og missir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins.“ Boost er afrakstur mikillar þró- unarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. „Þeir vildu eins mikla mýkt og mögulegt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka viðbragð efn- isins,“ útskýrir Bjarki. Niðurstaðan var boost. „Efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk við- komu en er líka eins og skoppara- bolti. Þegar fjöldi slíkra uppblás- inna kúla er límdur saman verð- ur til boost-plata sem sólar eru skornir úr.“ Ólíkt EVA heldur boost eigin- leikum sínum óháð ytri aðstæð- um. „Boost er alveg eins hvort sem er í heitu eða köldu veðri. Þá endist það von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast 1.000 til 1.500 kílómetra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitnar,“ segir Bjarki og bætir við að skór með sóla úr boost-efni séu án efa framtíðin. Fyrsti skórinn með hinu nýja efni heitir adidas Energy Boost en hann var kynntur 28. febrúar síð- astliðinn og fór á markað í byrjun mars. „Sólinn í þeim skó er hundr- að prósent úr boost-efninu. Engin önnur dempun er í skónum en gúmmí er sett utan á efnið til að platan slitni ekki. Eftir það er ytra byrðið fest ofan á eins og í venju- legum skó,“ segir Bjarki. Hann viðurkennir að skórnir séu í dýr- ara lagi, en þeir kosta 39.990 krón- ur. Þeir séu þó vel þess virði. „Við eigum von á fleiri hlaupa skóm í haust þar sem aðeins hluti af sól- anum verður úr boost-efninu og þeir verða á hagstæðara verði,“ segir hann. Skórnir adidas Energy Boost fást í adidas concept store í Kringl- unni og í verslunum Útilífs. Nán- ari upplýsingar má nálgast á www. adidas.is. Boost-tæknin – bylting í hlaupaskóm Íþróttavöruframleiðandinn adidas hefur kynnt til leiks nýja hlaupaskó, adidas Energy Boost. Sólinn er úr byltingarkenndu nýju efni sem kallast Boost. Efnið sameinar mýkt og viðbragð og heldur eiginleikum sínum óháð tíma, notkun og hitastigi. Boost-efnið er framtíðin í hlaupaskóm og verður efnið að finna í fleiri skóm frá adidas á næstu mánuðum og árum. Hinn byltingarkenndi hlaupaskór adidas Energy Boost fæst í adidas concept store í Kringlunni og verslunum Útilífs. Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas, með hinn nýja og byltingarkennda skó adidas Energy Boost. MYND/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.