Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 52
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 36
Barry Hogan er stofnandi ensku
tónlistarhátíðarinnar All Tomorr-
ow´s Parties sem verður haldin í
fyrsta sinn á Íslandi í lok júní.
Á meðal hljómsveita sem stíga þar
á svið eru Nick Cave and the Bad
Seeds, Deerhoof, The Fall, The
Notwist, Chelsea Light Moving,
Thee Oh Sees, múm og Mugison.
Hogan líst vel á að halda hátíðina á
gamla varnarliðssvæðinu í Kefla-
vík. „Tómas Young, samstarfs-
aðili okkar á Íslandi, hafði sam-
band við okkur og benti okkur á
gamla NATO-herstöð. Hann sagði
að ef við hefðum áhuga á að halda
ATP á Íslandi væri þetta rétti stað-
urinn,“ segir hann. „Við Debo-
rah [Kee Higgins, samstarfs- og
eigin kona Hogans] vorum á leið-
inni til New York síðasta sumar
og ákváðum að koma við á Íslandi
til að skoða aðstæður og þær henta
fullkomlega. Þetta er dálítið svip-
að og svæðið sem við erum með á
Englandi. Það er allt til alls þarna.
Þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu
svæðið fyrir sex til sjö árum
skildu þeir allt eftir í góðu ásig-
komulagi. Þarna er hljóðver, kvik-
myndahús og bar,“ segir hann og
er spenntur fyrir því að feta nýjar
slóðir.
„Margar íslenskar hljómsveitir
hafa spilað á ATP. Sigur Rós kom
fram á fyrstu hátíðinni og þá spil-
aði hún fyrir 500 pund. Ég held
að Sigur Rós kosti eitthvað meira
núna,“ segir Hogan og hlær. „Við
erum miklir aðdáendur íslenskr-
ar tónlistar og allir Íslendingarnir
sem við höfum hitt hafa sýnt okkur
mikinn stuðning, þannig að okkur
fannst þetta alveg borðleggjandi
dæmi.“
Hogan stofnaði All Tomorrow´s
Parties árið 1999 og hélt hátíðina
á sumarleyfissvæðinu Camber
Sands í East Sussex á Englandi,
þar sem hún hefur verið haldin
allar götur síðan. „Þegar við byrj-
uðum voru ekki margar „alterna-
tive“-hátíðir í gangi. Það besta
sem var í boði voru hátíðir eins
og Reading. Þar var hægt að sjá
bönd eins og Nirvana, Cop Shoot
Cop og Royal Trux, sem var hið
besta mál. En það voru kannski
þrjár hljómsveitir af eitt hundrað
sem voru góðar en restin var ekk-
ert sérstök,“ fullyrðir hann. „Við
vildum safna saman 30-40 upp-
áhaldssveitum í smærra umhverfi
þar sem fólk getur til dæmis gist í
herbergjum með salernisaðstöðu í
stað þess að deila með sér klósetti.
Þetta varð eiginlega til af nauðsyn
því fólk var orðið þreytt á að fara
á staði eins og Reading en það
voru engir aðrir valkostir í boði.
Það má segja að ATP hafi opnað
flóðgáttir því núna virðast vera
„alternative“-hátíðir úti um allt.“
Frá árinu 2000 hefur All Tomor-
row´s Parties breitt úr sér og
verið haldin víðs vegar um Bret-
landseyjar, auk þess að ferðast
til Spánar, Ástralíu, Japans og
Bandaríkjanna. Aðspurður seg-
ist Hogan ánægður með hvern-
ig til hefur tekist. „Þetta hefur
verið rússíbana reið, upp og niður
en þetta hefur verið gaman. Við
höfum unnið með mörgum góðum
hljómsveitum og listamönnum, allt
frá Portishead og Nick Cave til
Ennio Morricone. Við erum mjög
stolt af tónlistinni sem við höfum
getað boðið upp á.“ Hann segir
enga eina tónlistarstefnu fylgja
hátíðinni heldur er aðalatriðið að
músíkin sé góð. „Við getum verið
með hipphopp, elektróník, teknó
og indírokk. Svo lengi sem þetta
er almennileg tónlist viljum við
bjóða upp á hana.“
Ef hátíðin gengur vel í sumar,
kemur þá til greina að halda ATP
á Íslandi aftur að ári? „Af hverju
ekki? Ég hef bara einu sinni komið
til Íslands og þá fannst mér mjög
leiðinlegt að yfirgefa landið. Ég
myndi vilja gera eins marga hluti
þar og ég get. Ég hlakka mikið til
að halda hátíðina á Íslandi. Við
erum mjög ánægð með að Nick
Cave and the Bad Seeds ætli að
spila þar og þetta ætti að vera frá-
bært í alla staði. Þetta er óvenju-
leg staðsetning og dálítið úr leið
fyrir marga en ef fólk gerir sér
ferð á staðinn ætti það ekki að sjá
eftir því.“ freyr@frettabladid.is
Gamla herstöðin
er fullkominn staður
Stofnandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow´s Parties er mjög spenntur fyrir
því að halda hana í fyrsta sinn á Íslandi. Hann segir dæmið vera borðleggjandi.
BARRY HOGAN Stofnandi All Tomorrow´s Parties er mjög spenntur fyrir hátíðinni
sem verður haldin á Íslandi í sumar. MYND/DEBORAH KEE HIGGINS
Mikill fengur er að fá hina heimsfrægu Nick Cave and the
Bad Seeds til Íslands. „Nick Cave spilaði á Íslandi 2006 og
2003 en hefur ekki spilað þar með Bad Seeds síðan 1986.
Ég sá þá í Ástralíu fyrir skömmu og verð að segja að það
eru einir bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim. Þeir
voru hreint út sagt magnaðir og Íslendingar sem kaupa
miða á hátíðina eiga gott í vændum,“ segir Hogan.
Hann telur upp fleiri sveitir sem spila á ATP á Íslandi:
„Thurston Moore úr Sonic Youth er með nýtt band sem
heitir Chelsea Light Moving. Það er virkilega gott og
hljómar eins og frá tímanum þegar Sonic Youth gaf út
Daydream Nation, með dálítið miklum bassa. Svo verða
þarna Deerhoof, The Notwist, hin goðsagnakennda The Fall
með Mark E. Smith og Thee Oh Sees, sem er líklega eitt
besta tónleikaband heims í dag. Ég er líka mjög spenntur
fyrir heimaböndum eins og Ghostigital, múm og Mugison
og er ánægður með að geta boðið upp á góðar íslenskar
hljómsveitir.“
Nick Cave og félagar í frábæru formi
Sigur Rós kom fram
á fyrstu hátíðinni og þá
spilaði hún fyrir 500
pund.
Tuttugu fl ytjendur
koma fram á
Íslandi, þar af sjö erlendir.
20
Hætt var við að fjalla um áfeng-
issýki Tonys Stark í þriðju Iron
Man-myndinni sem er væntan-
leg í bíó. „Í fyrsta uppkastinu var
Tony meiri rokk og ról týpa. Alkó-
hólismi er stórt vandamál en ég
held að það sé ekki endilega besti
„vondi karlinn“ í kvikmyndum,“
sagði handritshöfundurinn Drew
Pearce.
Leikstjórinn Shane Black bætti
við í viðtali við Comicbookmo-
vie.com: „Kvikmyndaverið sagði
okkur að Tony Stark ætti að vera
auðjöfur og klikkaður gaur, og
stundum vondur, en það passaði
ekki að hann væri alkóhólisti.“
Áfengissýkin í burtu
EKKI ÁFENGISSJÚKUR Robert Downey
Jr. leikur Tony Stark í Iron Man 3.
sími: 511 1144
GAR
ÐIN
N
GARÐA
HÖNNU
NPANTAÐU RÁ
ÐGJÖF
VIÐ
Í SUMAR MUN BJÖRN JÓHANNSSON
VEITA VIÐSKIPTAVINUM BYKO RÁÐGJÖF
VEGNA FRAMKVÆMDA Í GARÐINUM
Hálftíma ráðgjöf kostar 5.900 kr.
Sú upphæð nýtist sem inneign þegar
keypt er pallaefni í garðinn í BYKO.
Skráning á netfangið
gudrunhalla@byko.is
og í síma 5154144
kl. 10-16 virka daga.
PANTAÐU RÁÐGJÖF
TILLÖGUR
UNNAR Í
ÞRÍVÍDD