Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 58

Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 58
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 42 Eftir ársdvöl í næstefstu deild eru Þórsarar mættir til leiks á nýjan leik í Pepsi-deild karla. Reynsluleysi varð liðinu að falli sumarið 2011 þegar flestir töldu liðið eiga skilið að halda sæti sínu. Eftir rólega byrjun fóru Þórsarar á flug seinni hluta móts í fyrra. Liðið vann síðustu níu leiki sína og munaði miklu um komu framherjans Chuk- wudi Chijindu sem gæti endurnýjað kynnin við Þór í sumar. Þórsarar hafa aðeins bætt við sig leikmönnum, hafa á að skipa einni bestu stuðningssveit landsins og eru reynslunni ríkari en árið 2011. Þór Ak. hafnar í 10. sætiSPÁ FRÉTTA- BLAÐSINS 2013 ➜ STJARNAN Joshua Wicks ➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN ➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN... ... liðið hélt sér í deildinni – 20 ár ... liðið var inni á topp 3 – 21 ár ... liðið komst í bikarúrslitaleikinn – 2 ár ... liðið spilaði í C-deild – ... liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni – 21 ár ... liðið var neðar en KA – 4 ár. Páll Viðar Gíslason er 43 ára gamall og á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hefur komið Þór tvisvar sinnum upp í efstu deild. Á að baki eitt tímabil sem þjálfari í efstu deild (22 leikir, 6 sigrar, 34 prósent). Edin Beslija (Víkingur Ó.) Hlynur Atli Magnússon (Fram) Jóhann Þórhallsson (Fylkir) Mark Tubæk (BÍ/Bolungarvík) Fylgstu með þessum: Mark Tubæk– Skoraði sex mörk í ellefu leikjum með BÍ/Bolungarvík í fyrra. ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: Aldrei BIKARMEISTARI: Aldrei Bandaríski markvörðurinn hélt hreinu í fjórum leikjum af sjö seinni hluta síðasta sumars. Þarf að vera í stuði á milli stanganna til að Þórsarar haldi sæti sínu. hefst eftir 11 daga Útsláttarkeppnin Sextán liða úrslit Shaktar-Dortmund 2-2 Dortmund-Shaktar 3-0 Átta liða úrslit Malaga-Dortmund 0-0 Dortmund-Malaga 3-2 Sextán liða úrslit Real-Man. Utd 1-1 Man. Utd-Real 1-2 Átta liða úrslit Real-Galatasaray 3-0 Galatasaray-Real 3-2 FÓTBOLTI Leikmenn Borussia Dort- mund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erki- fjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðs- ins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guard- iola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get full- vissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mour- inho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evr- ópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portú- galinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. henry@frettabladid.is Mun salan á Götze trufl a lið Dortmund? Tilkynnt var um sölu á stærstu stjörnu Dortmund, Mario Götze, til Bayern München degi fyrir stórleik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistara- deildarinnar. Ekki besti undirbúningurinn fyrir stærsta leik ársins hjá félaginu. Í SVIÐSLJÓSINU Það er spurning hvort Mario Götze spilar með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Hann beit einhvern. Svona lagað gerist,“ sagði hnefa- leikakappinn Mike Tyson um umtalað atvik sem kom upp í enska boltanum um helgina. Luis Suarez, leikmaður Liver- pool, beit Chelsea-manninn Branislav Ivanovic í leik liðanna um helgina. Það er ekki í fyrsta sinn sem Suarez notar tennurn- ar en hann fékk níu leikja bann fyrir að bíta andstæðing í leik með Ajax í Hollandi árið 2010. Tyson sá umræðu um atvikið á Twitter og byrjaði þá að „elta“ Suarez þar. Hann hefur greinilega skilning á málinu enda frægt þegar Tyson beit hluta af eyra Evanders Holy- field í bardaga þeirra árið 1997. „Ég náði sáttum við Evander og við héldum báðir áfram með líf okkar. Ég er viss um að Sua- rez gerir það sama,“ sagði Tyson í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. „Ég sá þennan Suarez-gaur á þessari Twitter-síðu og ákvað að kanna málið betur,“ sagði Tyson enn fremur. - esá Tyson styður Suarez Mike Tyson fylgist vel með Luis Suarez á Twitter. MIKE TYSON FÓTBOLTI Bayern München er komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í gær. Þetta var fyrri leikur lið- anna í undanúrslitum keppn- innar. Barcelona hefur verið besta lið Evrópu undanfar- in ár en það má jafnvel tala um valdaskipti eftir þenn- an leik. Yfirburðir heima- manna voru algjörir og Barcelona sá aldrei til sólar. Staðan var aðeins 1-0 í hálfleik en Bayern hefði hæglega getað skorað fleiri mörk á meðan Barcelona kom ekki einu skoti á markið. Markaregnið kom aftur á móti í síðari hálfleik þegar Bæjarar hrein- lega gerðu grín að Börs ungum. Sundur- spiluðu þá fram og til baka og röðuðu inn mörkum. Frækin frammistaða hjá liðinu sem verður lengi í minnum höfð. - hbg Bayern slátraði Barca Bayern München lék sér að Barcelona í Þýskalandi. SLAKUR Messi sást ekki í leiknum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.