Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 10
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
2013
Háskóli Íslands býður upp á úrval
námskeiða í viðskiptafræði með vinnu.
Kynntu þér námið á vmv.hi.is
Umsóknarfrestur er 5. júní
Viðskiptafræði
með vinnu
Aukin þekking
- fjárfesting til framtíðar
BIRTING LÝSINGAR
Útgefandi: REG 1 fagfjárfestasjóður,
kennitala 680912-9390, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
REG 1 fagfjárfestasjóður hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn
um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á
skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er
dagsett 29. apríl 2013 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á
íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er
rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl.
Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX
Iceland hf. tilkynnir opinberlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta
og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin er á hinum
skipulega verðbréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir
slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara.
Skuldabréfin eru gefin út af REG 1 fagfjárfestasjóði sem rekinn er af
Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll
hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 5.500.000.000 kr. að
nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar
Íslands hf. Auðkenni flokksins er REG1 12 1. ISIN-númer skuldabréf-
anna er IS0000022226. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er
hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá
skuldabréfin tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ
OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upp-
lýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur
fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland
hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðs- hæfi
skuldabréfanna.
Nánari upplýsingar um REG 1 fagfjárfestasjóð og skuldabréfaflokkinn
REG1 12 1 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestinga-
bankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skulda-
bréfin tekin til viðskipta í Kauphöllinni.
Reykjavík, 29. apríl 2013
Stjórn Stefnis hf.
Skoðanakannanir sem birtar voru
í aðdraganda þingkosninganna
á laugardag fóru almennt mjög
nærri úrslitunum. Könnun Félags-
vísindastofnunar Íslands fór næst
úrslitunum en könnun MMR kom
næst á eftir.
Fjögur fyrirtæki könnuðu fylgi
flokkanna með skoðanakönnun-
um fyrir þessar alþingiskosning-
ar. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu
sameiginlegar kannanir sem
birtust í þeim miðlum, Capacent
Gallup gerði skoðanakannanir
fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins
og Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands gerði kannanir fyrir Morg-
unblaðið. Þá birti könnunarfyrir-
tækið MMR niðurstöður sinna
kannana opinberlega reglulega
fyrir kosningarnar.
Öll þessi fyrirtæki birtu niður-
stöður kannana í vikunni fyrir
kosningar. Þegar niðurstöðurnar
eru bornar saman við niðurstöður
kosninga kemur í ljós að Félags-
vísindastofnun komst að meðal-
tali næst niðurstöðunni hjá þeim
fimmtán framboðum sem kosið var
á milli. Að meðaltali munaði 0,61
prósentustigi á fylgi hvers flokks
í könnun Félagsvísindastofnunar,
sem gerð var dagana 17. til 23.
apríl.
Næstminnstu munaði í könnun
MMR, sem gerð var dagana 22. til
25. apríl, eða 0,66 prósentustigum
að meðaltali. Litlu meiru munaði
í könnun Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2, um 0,7 prósentustigum að
meðaltali, en könnunin var gerð
dagana 22. til 24. apríl. Mestur var
munurinn í könnun Capacents, sem
gerð var dagana 18. til 25. apríl,
0,73 prósentustig að meðaltali.
brjann@frettabladid.is
Félagsvísindastofnun
komst næst úrslitum
Afar litlu munaði að meðaltali á niðurstöðum kannana og kosninganna á laugar-
dag. Fjórar kannanir voru birtar vikuna fyrir kosningarnar og komst Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands næst niðurstöðunum og MMR var næst á eftir.
Það vekur athygli hve niðurstöður allra kannananna
voru nálægt úrslitunum, segir Svandís Nína Jónsdóttir
stjórnmálafræðingur, sem hefur rannsakað skoðana-
kannanir fyrir alþingiskosningar.
Hún bendir þó á ákveðin tilvik sem skeri sig frá.
Fréttablaðið og Stöð 2 mældu til að mynda fylgi Sjálf-
stæðisflokksins talsvert undir kjörfylgi. Þá mældi MMR
fylgi Framsóknarflokksins talsvert undir kjörfylgi, en
fylgi Pírata vel yfir kjörfylginu.
Kannanir sýndu miklar fylgissveiflur fyrir kosning-
arnar, en aðallega hjá stóru flokkunum fjórum, segir
Svandís Nína. Minni sveiflur mældust á fylgi minni
framboðana, þrátt fyrir mikla eftirspurn kjósenda eftir einhverju nýju,
sem endurspeglast í því að um fjórðungur kjósenda kaus eitthvert af nýju
framboðunum.
➜ Sveiflurnar mestar hjá stóru flokkunum
SVANDÍS NÍNA
JÓNSDÓTTIR
SJÁVARÚTVEGUR Góð veiði hefur verið á kolmunna-
miðunum við Færeyjar eftir að veður gekk þar niður.
Til Neskaupstaðar tínast skip Síldarvinnslunnar eitt
af öðru til hafnar með góðan afla; Börkur NK kom til
Seyðisfjarðar með fullfermi eða 1.800 tonn og Beitir
NK með fullfermi eða 2.100 tonn.
Flest skipanna eru að fá 300 til 500 tonn í holi en
misjafnt er hve lengi er togað. Stystu holin eru oft
um fjórir tímar en stundum er togað í allt að tíu tíma.
Veiðisvæðið er hið sama og verið hefur að undan-
förnu; um 90 mílur suður af Suðurey. Fjarlægðin frá
veiðisvæðinu er um 350 mílur og eru skipin um einn
og hálfan sólarhring að sigla frá miðunum til Aust-
fjarðahafna í góðu veðri.
Í Neskaupstað er búið að taka á móti um 8.300 tonn-
um af kolmunna til mjöl- og lýsisvinnslu. Þá hefur
einnig verið landað liðlega 1.450 tonnum af frystum
kolmunna í Neskaupstað.
Flutningaskipið Green Guatemala liggur nú í höfn
í Neskaupstað við að lesta frysta loðnu sem fer til
Svartahafsins. Um er að ræða eina stærstu útskipun
ársins en skipið mun taka 5.000 tonn af afurðum. - shá
Flutningaskip sækja frysta loðnu og rýma fyrir kolmunnaafurðum:
Góð kolmunnaveiði eftir brælu
Í NORÐFJARÐARHÖFN Mikið líf er að jafnaði í höfninni á
þessum tíma árs. MYND/KRISTÍN HÁVARÐSDÓTTIR
ÍTALÍA, AP Fjármálamarkaðir virðast taka
Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, fagnandi
ef marka má skuldabréfaútboð ríkissjóðs í gær.
Að morgni sama dags og nýja ríkisstjórnin
var samþykkt í neðri deild þingsins fékk ríkis-
sjóður Ítalíu bestu lánakjör sem hann hefur
fengið frá árinu 2010.
Alls seldu Ítalir tíu ára skuldabréf fyrir
þrjá milljarða evra með ávöxtunarkröfu upp á
3,94% í samanburði við 4,66% í síðasta útboði.
Þá seldust fimm ára skuldabréf, einnig fyrir
þrjá milljarða evra, með 2,84% ávöxtunarkröfu
miðað við 3,65% í síðasta útboði.
Samsteypustjórn Lettas, þar sem stóru flokk-
arnir tveir koma saman, á enn eftir að fá sam-
þykki öldungadeildarinnar, en tillaga þess efnis
verður lögð fram í dag. Verði hún samþykkt
lýkur tveggja mánaða stjórnarkreppu í Ítalíu.
Letta bíður stórt verkefni þar sem Ítalía er í
erfiðri stöðu efnahagslega.
Síðustu misseri hafa stjórnvöld þurft að
grípa til erfiðra og óvinsælla aðhaldsaðgerða.
Letta boðaði ákveðinn viðsnúning í gær, meðal
annars að lækka skatta á ungt fólk og afnema
fasteignaskatta, en hann hyggst einnig efla
hagvöxt og vinna á atvinnuleysi og spillingu.
Hlutabréfamarkaðir tóku einnig við sér og
hækkuðu um 1,5% snemma dags. - þj
Lántökukostnaður Ítalíu lækkar og nýr forsætisráðherra boðar aðgerðir til að efla hagvöxt:
Bjartsýni fylgir nýrri stjórn Enricos Letta
Á ÞINGI Enrico Letta ávarpaði neðri deild ítalska
þingsins í gær. Fjármálamarkaðir tóku nýrri stjórn
fagnandi, en Letta boðar umfangsmiklar aðgerðir
til að efla hagvöxt í landinu. NORDICPHOTOS/AFP
ORKUMÁL Hlutfall endurnýjan-
legra orkugjafa af heildar-
orkunotkun ESB-ríkjanna nam
einungis um fjórtán prósentum
árið 2011 að því er fram kemur í
nýjum tölum frá Eurostat. Ríkin
hafa aukið notkun slíkra orku-
gjafa síðustu ár, hlutfallið var
aðeins tæp átta prósent árið 2004.
Af ríkjunum 27 eru Svíar efst-
ir á blaði með tæpan helming
orkunotkunar í endurnýjanleg-
um orkugjöfum, en Lettar koma
næstir með tæpan þriðjung. - þj
Nýjar tölur frá Eurostat:
Meira af endur-
nýjanlegri orku
NIÐURSTÖÐUR KOSNINGA OG SÍÐUSTU KANNANA FYRIR KJÖRDAG
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Niðurstöður kosninga
■ FBL 22. til 24. apríl
■ MMR 22. til 25. apríl
■ Gallup 18. til 25. apríl
■ Félagsvísindastofnun
17. til 23. apríl
5,1%
10,9%
12,9%
26,7%
24,4%
8,2%