Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 18
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær eiginkona mín og móðir,
ODDNÝ ERLA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
SADOWINSKI
Buena Park, Kaliforníu,
lést á Íslandi 21. apríl sl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Waldemar Sadowinski
Robert Jack Anderson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BÁRA STEFÁNSDÓTTIR
Vetrarbraut 15, Siglufirði,
andaðist föstudaginn 26. apríl á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Útför fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. maí
kl. 14.00.
Sigmar Magnússon
Magnús Steinar Helga Sveinsdóttir
Sigursveinn Stefán
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS INGA PÁLSSONAR
Jakaseli 18, Reykjavík.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Bergþóra Björnsdóttir
Páll Grétar Jónsson Bryndís Gunnlaugsdóttir
Rut Jónsdóttir Magnús Vignir Guðmundsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri
JÓN ÞÓR TRAUSTASON
sem lést af slysförum 21. apríl sl. verður
jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
björgunarsveitirnar.
Díana S. Sveinbjörnsdóttir
Linda Björk Jónsdóttir
Aron Örn Jónsson Sólveig Eva Pétursdóttir
Egill Þór Jónsson
Ellen Katrín Kristinsdóttir
Þórunn Jónsdóttir Steinn Þór Karlsson
Sigurbjörg Jóna Ágúst Friðgeirsson
Pétur Kristinn
Elín Valdís Rögnvaldur Guðmundsson
Gróa Guðbjörg Óttar Már Ellingsen
Steinþór Darri Ingibjörg Halldórsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KÁRI SÖEBECK KRISTJÁNSSON
Miklubraut 64,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 27. apríl. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Aðalheiður Ísleifsdóttir
Kristín Káradóttir Albert Sigtryggsson
Sigríður Káradóttir Guðjón Guðmundsson
Tryggvi Kárason Guðrún R. Rafnsdóttir
Trausti Kárason Selma Rut Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu
samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR
frá Látrum í Aðalvík,
Seljahlíð, áður Brúnavegi 3.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar
og hjúkrunarfólks á 13G Landspítala við
Hringbraut.
Sigríður Gunnarsdóttir
Theódór Gunnarsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN TÓMAS INGJALDSSON
fv. aðalbókari Seðlabanka Íslands,
Sæviðarsundi 60, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi hinn 27. apríl sl.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir
Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán S. Helgason
Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Fjölbreytt úrval legsteina
Frí áletrun og uppsetning
Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88
Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum)
Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
Sími 555 38 88
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
VIGDÍS MAGNÚSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík
þriðjudaginn 23. apríl sl. Útförin fer fram
frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn
3. maí nk. kl. 13.00.
Magna Sigbjörnsdóttir Ómar Möller
Gunnar Hallsson Oddný Guðmundsdóttir
Þóra Hallsdóttir Þórlindur Ólafsson
Erla Hallsdóttir Pétur Haraldsson
Hallur Hallsson Shaunna Hallsson
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Það er dálítið merkilegt að UNESCO
hafi valið þetta verkefni, að halda
djassdag. Við sjáum þetta sem tæki-
færi til að vekja athygli á þessari
tónlist á breiðum grundvelli,“ segir
Sigurður Flosason saxófónleikari um
Alþjóðlega djassdaginn sem haldinn er
í fyrsta sinn á Íslandi í dag en hann var
fyrst haldinn erlendis í fyrra.
„Á Alþjóðlega djassdeginum sam-
einast heimsbúar allir í friði og sátt
til þess að deila ástríðu sinni fyrir tón-
list hver með öðrum og til þess að taka
höndum saman í nafni frelsis og sköp-
unargleði,“ segir Irina Bokova, aðal-
framkvæmdastjóri UNESCO. „Þess
vegna stóð UNESCO fyrir því að fagna
Alþjóðlega djassdeginum í fyrsta sinn
árið 2012, þá í samstarfi við velvildar-
sendiherrann og djasssnillinginn Her-
bie Hancock. Alþjóðlegi djassdagurinn
er stund milli stríða fyrir okkur öll til
að tjá friðarvilja.“
Sigurður heldur sjálfur útgáfutón-
leika á Kexi Hosteli í kvöld í tilefni
af plötunni Nightfall sem kemur út
á vegum dönsku útgáfunnar Story-
ville. Plötuna vann hann með fremsta
Hammond-leikara Dana, Kjeld Laurit-
sen. Einnig spiluðu á plötunni Jacob
Fischer og Kristian Leth. „Það er
gaman að útvíkka sinn markað aðeins
og spila fyrir annað fólk í öðrum
löndum og með öðrum músíköntum,“
segir Sigurður, sem hefur spilað tölu-
vert í Danmörku síðustu árin.“
freyr@frettabladid.is
Alþjóðlegur djassdagur
stund milli stríða
Málþing verður haldið í Hörpu og tónleikar á þremur stöðum í tilefni Alþjóðlega djass-
dagsins sem haldinn verður í annað sinn í dag en í það fyrsta á Íslandi.
MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Saxófónleikarinn Sigurður Flosason heldur útgáfutónleika á Kexi
hosteli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á þessum degi fyrir 22 árum tók ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
undir forsæti Davíðs Oddssonar, við
völdum. Sú stjórn hefur verið kölluð
Viðeyjarstjórn þar sem hún var mynduð í
Viðey á einungis fjórum dögum. For-
maður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson, varð þá utanríkisráðherra.
Stjórnin kvaðst berjast við mikinn for-
tíðarvanda sem fælist í hallarekstri á
ríkissjóði, tómum sjóðum vegna mis-
heppnaðra fjárfestinga í fiskeldi og
loðdýrarækt og hættu á verðbólgu. Með
aðhaldi í fjármálum og peningamálum
tókst að halda verðbólgu í skefjum en það
auðveldaði starf stjórnarinnar að aðilar
vinnumarkaðarins höfðu gert þjóðarsátt
árið 1990 um hóflegar launa hækkanir.
Einnig voru ýmsir opinberir sjóðir
lagðir niður og strangar reglur settar um
Byggðasjóð.
Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að
viðurkenna á ný sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og
Litháens, eftir hrun Sovétríkjanna og varð
Ísland fyrst ríkja til að gera slíkt. Halla
í rekstri íslenska ríkisins var á nokkrum
árum snúið í afgang, sem síðan var
notaður til að lækka skuldir. Atvinnulífið
opnaðist verulega þegar Ísland gerðist
aðili að Evrópska efnahagssvæðinu árið
1994 og var kvótakerfið fest í sessi með
margvíslegri löggjöf.
ÞETTA GERÐIST: 30. APRÍL 1991
Viðeyjarstjórnin tekur við völdum
Í tilefni Alþjóðlega djassdagsins stendur íslenska UNESCO-nefndin í samstarfi við
Tónlistarskóla FÍH fyrir viðburði í Hörpu kl. 17-18.30 undir yfirskriftinni „Hvað er
djass?“.
Um er að ræða málþing um djass þar sem Vernharður Linnet, Tómas R. Einars-
son, Sigurður Flosason, Lana Kolbrún Eddudóttir, Egill B. Hreinsson og Pétur
Grétarsson flytja erindi. Einnig verða í dag haldnir djasstónleikar á Jómfrúnni, Kexi
og Café Rosenberg. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Hvað er djass?