Fréttablaðið - 30.04.2013, Side 20

Fréttablaðið - 30.04.2013, Side 20
FÓLK|HEILSA Meðalneysla íslenskra karla á salti er að minnsta kosti 9,5 grömm á dag og kvenna um 6,5 grömm en samkvæmt ráðlegg- ingum Landlæknisembættisins um mataræði og næringarefni ættu karlar ekki að neyta meira en sjö gramma af salti og konur ekki meira en sex. Ráðleggingar um að takmarka saltneyslu grundvallast á þeim áhrifum sem natríum (salt) hefur á blóðþrýsting. Matarsalt nefnist á máli efnafræðinnar natríumklóríð en mikil neysla natríums getur átt þátt í að hækka blóðþrýsting. Of hár blóðþrýstingur er svo einn af áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma. Flestir hefðu því gott af því að draga úr saltneyslu. Megnið af því salti sem er neytt kemur úr tilbúnum mat- vælum svo sem kjötvöru, brauði, osti og súp- um. Fyrst og fremst þurfa matvæla- framleið- endur að hafa það í huga að takmarka notkun salts en það er ýmislegt sem neyt- endur geta gert. Hér á eftir fara nokkur ráð til að draga úr saltneyslu. Veljið lítið unnin matvæli. Forðist tilbúna rétti, pakkasúpur og sósur. Takmarkið notkun salts við matargerð og borðhald. Önnur krydd kitla bragðlaukana ekki síður og má til dæmis prófa sig áfram með ýmiss konar jurta- krydd. Minnkið saltnotkun smátt og smátt til að venja bragðlaukana við minna salt. Athugið að tegund salts skiptir ekki máli. Allt salt getur hækkað blóðþrýsting. Lesið á umbúðir og vandið þannig valið við innkaupin. Vara telst saltrík ef það eru meira en 1,25 g af salti í 100 grömmum. Athugið að 1 gramm af natríum samsvarar 2,5 grömmum af matarsalti. Til að umreikna magn af natríum yfir í magn af salti er því margfaldað með 2,5. www.landlaeknir.is DREGIÐ ÚR SALTNEYSLU TEGUND SKIPTIR EKKI MÁLI Allt sallt getur hækkað blóðþrýsting. Gróft ekki síður en fínt. Árný Sigurðardóttir, framkvæmda-stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykja-víkurborgar, sat í stýrihópnum sem vann skýrsluna og kom að þeim hluta er sneri að loftgæðum innanhúss. „Þar sem við eyðum að meðaltali um níutíu prósent- um af tíma okkar innandyra skiptir miklu máli að loftgæði séu sem best,“ segir hún. Margir þættir hafa áhrif á loftgæði en fyrst og fremst nefnir Árný að ábyrgð og umgengni húsráðenda og eigenda skipti mestu máli. „Hvernig þú hegðar þér sem notandi húsnæðis skiptir mestu. Hvernig loftarðu út og kyndir, hvernig þrífurðu, hvaða efni notarðu? Þá skipta reykingar, hvaða gólfefni eru á gólfum og hvaða hús- gögn líka máli. Ef viðhaldi er ekki sinnt geta komið upp rakavandamál eða myglu- sveppur sem krefst þá umfangsmeiri aðgerða.“ Árný bendir þó á að í flestum til- fellum geti fólk gert minniháttar umbætur sem bæti loftgæði umtalsvert. Þegar kemur að opinberum byggingum eins og skólum og íþróttahúsum gilda að sjálfsögðu sömu lögmál og um íbúðarhús- næði en ný vandamál komi þó til sögunn- ar. „Þar sem margir eru í litlum rýmum þarf helst að fylgjast með loftræstingu og þá koltvísýringsmengun, auk þrifa og ann- arra þátta sem hafa áhrif á loftgæðin. Þetta hefur helst verið vandamál í grunnskólum en heilbrigðiseftirlitið mælir koltvísýr- ingsmengun reglulega í skólum. Oftast er þetta nú ekki flóknara en svo að notendur séu meðvitaðir um að opna glugga.“ Árný bendir jafnframt á að stundum sé um hönnunargalla að ræða. „Fatahengi inni í skólastofum er eitt dæmi um slíka hönnun- argalla, þar sem blautar úlpur eru í sama rými og nemendur. Þessum málum er nú vanalega kippt í liðinn sem fyrst og gerðar breytingar.“ Árný segir meðvitund fólks hafa aukist gríðarlega síðustu áratugi. „Ég rakst til dæmis á um 20 ára gamla blaðagrein um daginn þar sem verið var hreykja sér af því að í þremur af hverjum fjórum leikskól- um væri ekki reykt í umhverfi barnanna. Þetta þótti mjög góður árangur á sínum tíma. Í dag er auðvitað frekar fáránlegt að lesa svona. Fólk veit miklu meira og gerir mun meiri kröfu um að búa við heilnæmt umhverfi en áður, auk þess sem fræðsla og upplýsingaflæði er betra.“ Skýrsla stýrihópsins er nú aðgengileg almenningi og má nálgast á heimasíðu vel- ferðarráðuneytisins. ■ vidir@365.is HREINT LOFT – BETRI HEILSA LOFTGÆÐI Um níutíu prósentum af tíma okkar er varið innandyra og því mik- ilvægt að loftið sem við öndum að okkur sé heilnæmt og hreint. Nýlega kom út skýrsla undir nafninu Hreint loft, betri heilsa sem fjallar um loftgæði á Íslandi. AUKIN VITUND Árný segir með- vitund fólks um mikilvægi loft- gæða í umhverfi sínu hafa aukist gríðarlega síðustu áratugi. MYND/PJETUR NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS Betri einbeiting og betri líðan Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega. Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað. Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is SUÐURLANDSBRAUT 24 | 108 REYKJAVÍK SÍMI 516 0100 | WWW.HEIMILIOGSKOLI.IS HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2013 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða afhent miðvikudaginn 15. maí 2013, kl. 14.00, við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er 1. maí 2013. Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.