Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 28
FÓLK| HEIMILI
GRÆNN APRÍL
Þeir fjölmörgu sem eru með græna
hugsun hafa snúið sér að því að
nota eingöngu lífrænt ræktaða
bómull í daglegu lífi. Það á við um
fatnað, fylgihluti, rúmföt, mottur og
handklæði.
Markaður fyrir vörur úr líf-
rænni bómull hefur vaxið mikið á
undanförnum árum og er talið að
það sé um að minnsta kosti 20% á
undanförnum árum. Að velja lífrænt
ræktaða bómull er nauðsynlegt
fyrir jörðina og heilsu fólks. Lífrænir
bændur nota ekki erfðabreytt fræ
og framleiðslan fer eftir ströngum
kröfum um ræktun, allt frá sáningu
til uppskeru og til fullunnar vöru.
Í vinnslu vörunnar eru ekki notuð
neins konar eiturefni.
Talið er að enn noti um 16%
bómullarbænda skordýraeitur.
Þetta eitur hefur áhrif á heilsu
manna og dýra. Eituráhrifin koma
víða fram í náttúrunni auk þess að
smitast út í ár og vötn með alvar-
legum afleiðingum fyrir sjávarlíf og
jafnvel vatnsból.
Rannsóknir hafa sýnt að eiturefni
sem notuð eru á bómullarökrum
hafa fundist í fólki. Framleiðsla á
lífrænni bómull er bæði erfiðari og
dýrari en ræktun með eiturefnum.
Þar af leiðandi verður fatnaður mun
dýrari sem framleiddur er á vist-
vænan hátt. Eftirspurn og verðlag
hafa því áhrif á framleiðsluna. Þegar
fólk kaupir lífræna bómull styður
það við vistvæna framleiðslu, sem
hvetur framleiðendur til að fara
fremur þá leið í ræktuninni.
Stærstu bómullarræktarhéruðin
eru í Bandaríkjunum, Indlandi og
Kína. Fólki sem hefur einhvers kon-
ar húðvandamál, exem eða ofnæmi
líður oft mun betur noti það fatnað
úr lífrænt ræktaðri bómull. Ágætt er
að hafa í huga að í nærfatnaði unga-
barna sé vönduð og hrein bómull.
VELJUM LÍFRÆNA
BÓMULL
Bómull er ekki endilega sú hreina og náttúrulega afurð
sem margir halda. Í mörgum löndum er óhemju mikið
notað af eitur- og kemískum efnum í bómullarrækt.
VINNSLA
Bómullar-
vinnsla á
Indlandi.
MYND/GETTY
Í bókinni tökum við fyrir verk-efni sem urðu næstum því að veruleika, byggingar sem
aldrei voru byggðar og byggingar
sem risu annars staðar en upp-
haflega stóð til. Fáir vita til dæmis
að framkvæmdir voru hafnar við
byggingu Alþingishússins í Banka-
stræti en þegar arkitektinn kom
frá Danmörku sá hann að hallinn
í brekkunni var meiri en hann
hafði reiknað með. Húsinu var
því fundinn núverandi staður,“
segir Guðni Valberg arkitekt, sem
ásamt Önnu Dröfn Ágústsdóttur
sagnfræðingi vinnur að bók um
Reykjavík eins og hún hefði getað
orðið.
Verkefnið fékk styrk úr Minn-
ingarsjóði Guðjóns Samúelssonar,
sem veitt var úr í tíunda sinn á
föstudaginn var. Áætlað er að
bókin komi út haustið 2014 og
segir Guðni hana frekar ætlaða
almenningi en arkitektum.
„Bókin verður sett upp á mjög
myndrænan hátt. Við teiknum
upp verkefnin í þrívídd og fellum
inn í ljósmyndir af svæðunum
sem um ræðir. Sum verkefnanna
eru alveg frábær en önnur eru
hreinlega „absúrd“ og börn síns
tíma. Til dæmis voru margar stór-
karlalegar hugmyndir í gangi á 4.,
5. og 6. áratugnum, eins og sú að
þurrka út Grjótaþorpið og fylla
svæðið af stórhýsum.“
Guðni segir einnig þó nokkrar
hugmyndir Guðjóns Samúelsson-
ar sjálfs, húsameistara ríkisins,
ekki hafa náð fram að ganga og
nefnir háborgina sem hann teikn-
aði á Skólavörðuholtið. Þá hafi
Sundhöll Reykjavíkur upphaflega
verið teiknuð með þremur stórum
burstum og Landspítalahúsið hafi
átt að vera þrefalt stærra en það
varð.
„Tilgangurinn með bókinni
er ekki síst sá að benda fólki á
að alltaf hafa staðið deilur um
opinberar byggingar í borginni,
staðsetningu þeirra og útlit. Það
er gömul saga og ný. Meira að
segja stóðu deilur um byggingar
sem fólki finnst í dag sjálfsagt að
standi þar sem þær eru, eins og
Alþingishúsið,“ segir Guðni.
En væru einhverjar þessara
tillagna framkvæmanlegar í dag?
„Guðjón Samúelsson hannaði
stórt torg fyrir framan Þjóðleik-
húsið sem átti að teygja sig upp á
Laugaveg. Þá tillögu væri hægt að
framkvæma í dag,“ segir Guðni.
Úr sjóðnum hlutu einnig styrk
Dennis D. Jóhannesson og Hjör-
dís Sigurgísladóttir arkitektar
vegna útgáfu rannsóknarverk-
efnisins Íslensk byggingarsaga –
áhrif frá Bretlandseyjum. Þá hlaut
einnig styrk Pétur H. Ármannsson
arkitekt vegna útgáfu yfirlitsrits
um ævi og verk Gunnlaugs Hall-
dórssonar arkitekts.
■ heida@365.is
ABSÚRD HUGMYNDIR
ARKITEKTÚR Veitt var í tíunda sinn úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar fyrir helgi. Verkefnin snú-
ast um skrásetningu arkitektúrs af ýmsum toga, meðal annars í þeirri Reykjavík sem hefði getað orðið.
STYRKIR ÚR SJÓÐI GUÐJÓNS SAMÚELSSONAR Dennis D. Jóhannesson og Hjör-
dís Sigurgísladóttir, Guðni Valberg og Anna Dröfn Ágústsdóttir. Pétur H. Ármannsson
vantar á myndina. MYND/DANÍEL
■ SKOTTHÚFUR
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
opnar á morgun sýninguna
MEÐ RAUÐAN SKÚF í Her-
berginu í Kirsuberjatrénu,
Vesturgötu 4.
Þar sýnir hún prjónahönnun,
skotthúfur og lambhúshettur
úr íslenskri ull.
Arnþrúður Ösp er lærður
handavinnukennari frá Hånd-
arbejdet Fremmes Seminarium
í Danmörku og textílhönn-
uður frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Hún hefur
kennt í grunnskólum, fram-
haldsskólum, Myndlista- og
handíðaskóla Íslands, Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og
Listaháskóla Íslands.
Sýningin verður
opnuð klukkan
15 á morgun og
stendur til
13. maí 2013.
SÝNIR SKOTT-
HÚFUR ÚR ULL
Save the Children á Íslandi