Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 46
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34 „Sú bók sem er á náttborðinu mínu í augnablikinu er þýdd bók eftir Paul McGee sem nefnist Meira sjálfstraust.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari BÓKIN „Ég er bara að flýja úr landi. Mig grunaði hvernig kosningarnar myndu fara þannig að ég hef bara hraðann á,“ segir Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum og Memfis- mafíunni í léttum dúr. Sigurður flytur til Noregs um mánaða- mótin júlí/ágúst ásamt fjölskyldu sinni. „Við ákváðum bara að prófa eitthvað nýtt og fá aðeins víðari sýn á þetta litla heima- sker hérna,“ segir hann og stefnir á að búa í Ósló í að minnsta kosti tvö ár. „Ég held að það verði ágætt að hvíla sig aðeins á Íslandi í smá tíma.“ Eiginkona Sigurðar, sem er uppalin í Noregi, er komin með vinnu þar í landi og dóttir þeirra er komin með leikskóla- pláss. Sjálfur segist hann ekki vita hvað hann ætlar að gera. „Það er ekkert fast- neglt tónlistarlega. Ég ætla bara að lenda á götunni og sjá hvað gerist.“ Aðspurður hvað verði um Hjálma segist hann ekki hafa áhyggjur af því. „Um árið vorum við að reka Hjálma með þremur Svíum sem bjuggu í Svíþjóð. Það er ekki eins og ég sé að fara yfir hálfan hnött- inn. Við erum þar að auki búnir að spila svo mikið á Íslandi að við höldum okkur aðeins til hlés. En við erum ekkert að fara að leggja upp laupana.“ Hjálmar gáfu nýverið út plötuna Dub of Doom með finnska tónlistar- manninum Jimi Tenor. „Ég er gríðarlega ánægður með hana,“ segir hann. - fb Siggi í Hjálmum fl ytur til Noregs Sigurður Guðmundsson leggur land undir fót og fl ytur til Óslóar seinna í sumar. TIL NOREGS Sigurður Guð- mundsson flytur til Noregs síðar í sumar. ➜ Sigurður segir að stefnt sé á útgáfu „hreinræktaðrar“ Hjálma plötu síðar á árinu. „Þetta er búið að vera baráttumál hjá Útón [Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar] í langan tíma,“ segir Sigtryggur Baldurs- son, formaður Útón. Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutn- ing tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutn- ingssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þús- und krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna. Sjóð- urinn er hluti af fjárfestingar- áætlun ríkisstjórnarinnar í skap- andi greinum. Í stjórn sjóðsins sitja þau Ragnhildur Gísladóttir formað- ur, Sigtryggur Baldursson, fyrir hönd Útón, og Kamilla Ingi- bergsdóttir, markaðs- og kynn- ingarstjóri Iceland Airwaves. Varamenn eru þau Árni Heim- ir Ingólfsson, Tómas Young og Margrét Örnólfsdóttir. Aðspurður um muninn á Útflutningssjóðnum og Útón segir Sigtryggur: „Við hjá Útón höfum ekki verið með mikið af fjármagni til að setja í beina styrki. Við höfum verið að setja fjármagn í ferðastyrki til tón- listarmanna sem eru að fara út að spila á hátíðum sem við höfum verið að vinna í, eins og Euro- sonic og by:Larm, en það hefur ekki verið hægt að sækja um ferðastyrki eins og þetta er hugs- að. Þetta eru líka átaksstyrkir til að gera aðeins stærri verkefni,“ segir hann. - fb Stofna sjóð fyrir íslenska tónlist Nýr tónlistarsjóður styrkir íslenska tónlist erlendis. SIGTRYGGUR BALDURSSON Sigtryggur er stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskr- ar tónlistar. „Þegar við tókum upp lagið kom upp gamli Quarashi-aðdáandinn í mér,“ segir söngkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir, sem syngur með rapp- aranum Sölva Blöndal og sveitinni Halleluwah í laginu Blue Velvet. Rakel er menntuð í djasssöng frá FÍH og hefur sungið með sveitun- um Sykri og Útidúr en söðlaði um í haust er hún hóf nám í tónsmíðum og sjónlist í Brighton. Hún var þá tilbúin að leggja sönginn á hilluna í bili en Sölvi fékk hana til að snú- ast hugur. Nú hefur hún tekið upp listamannsnafnið Raketa og ætlar að sameina sönginn og sjónlistina en hún leikstýrir nýútkomnu myndbandi við lagið Blue Velvet. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á myndböndum og að búa til mína eigin list. Þegar Sölvi hafði sam- band við mig síðasta sumar leist mér mjög vel á að prufa að syngja með honum þó að í sjálfu sér væri ég ekkert að spá í að gera meiri tónlist á þeim tíma,“ segir Rakel en lagið var tekið upp um jólin og myndbandið í páskafríinu. Samstarfið gekk svo vel að Rakel ætlar að koma til Íslands í sumar í þeim tilgangi að búa til fleiri lög með Sölva og Hal- leluwah. „Það er dásamlegt að vinna með Sölva og við náðum vel saman. Þess vegna ætlum við að halda þessu áfram, taka upp fleiri lög og sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Rakel sem er spennt að koma heim í sumar en hún á rúm tvö ár eftir af námi sínu í Brighton. Hægt er að hlusta á lagið Blue Velvet á síðunni Gogoyoko.com og Sound- cloud.com. alfrun@frettabladid.is Syngur með Sölva Rakel Mjöll Leifsdóttir er komin í samstarf við rapparann Sölva Blöndal og sveit hans Halleluwah en hún hefur áður sungið með sveitunum Sykri og Útidúr. SYNGUR OG LEIKSTÝRIR Rakel Mjöll Leifsdóttir syngur með Sölva Blöndal og sveitinni Halleluwah í laginu Blue Velvet en hún sá einnig um að leikstýra myndbandi við lagið. Rakel sá um að leikstýra myndbandinu við lagið Blue Velvet. Það var tekið upp á heimili Sölva Blöndal í páskafríinu. „Hann var nýfluttur inn og engin húsgögn komin og því tilvalið rými fyrir tökur,“ segir Rakel, sem fékk tvo vini sína til að vera við myndavélina. „Þeir Snorri Hertervig og Bruno Granato sáu um kvikmyndatöku en þeir eru mjög hæfileikaríkir. Bruno er frá Brasilíu og hefur meðal annars unnið fyrir Mtv Brazil og brazilísku grúppuna CSS.“ Myndbandið er með heldur dökku yfirbragði og með innblástur frá verkum leikstjórana David Lynch og Tyrone Lebon. Það var frumsýnt um helgina og náði þrjú þúsund áhorfum á fyrsta deginum. 3.000 ÁHORF Á EINUM DEGI „Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmanna- höfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Nor- ræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningar- tjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæð- inu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíð- inni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíð- inni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýning- arnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætl- aðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkus- hópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna húss- ins og í Borgarleikhúsinu. - sm Sirkusfólk fj ölmennir í Mýrina Sirkuslistahátíð fer fram í Vatnsmýrinni í sumar. Fjögur sirkustjöld verða reist. FJÖLSKYLDUVÆN SKEMMTUN Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins, segir sirkushátíðina í Vatns - mýr inni ætlaða allri fjölskyldunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÖGUR TJÖLD RÍSA: ➜ Eyjafjallajökull (22 metrar) ➜ Katla (16 metrar) ➜ Hekla (12 metrar) ➜ Askja (6 metrar) Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur Langho l tsveg i 43, 104 Reyk jav ík , S ími 561 3770, l jos id@l jos id .org , www. l jos id . i s Fyrirlestur og umræður fyrir foreldra sem greinst hafa með krabbamein og eiga ung börn ca. undir 10 ára aldri. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson kemur og heldur fyrirlestur og stýrir umræðum um þetta mikilvæga málefni fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00. Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 5613770. Krabbamein - Hvað á ég að segja við börnin mín?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.