Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 12
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 UMHVERFISMÁL Uppbyggingu frekari starfsemi á iðnaðar- svæðinu á Grundartanga eru settar skorður og mun að óbreyttu takmarkast við lítil fyrirtæki. Styrkur brennisteins- tvíoxíðs innan þynningar- svæðis loft- mengunar fyrir Norðurál og járnblendiverk- smiðju Elkem hefur náð þol- mörkum. Þ e t t a e r meðal þess sem kemur fram í úttekt óháðra sérfræðinga um umhverfisáhrif stóriðjunnar á Grundartanga sem var kynnt í gær. Skýrslan var unnin að frum- kvæði Faxaflóahafna sf. sem landeiganda á Grundartanga. „Það hefur ríkt ákveðin tor- tryggni; ákveðnar grun semdir um það að mengun, til dæmis flúor mengun, sé meiri en mæl- ingar fyrirtækjanna gefa til kynna,“ sagði Hjálmar Sveins- son, formaður stjórnar Faxaflóa- hafna, og sagði að þess vegna hefði verið ráðist í úttektina. Hann taldi vinnuna mikilvæga því nú væri óþarfi að rífast um staðreyndir mála og jafnframt að framtíðaráætlanir Faxaflóahafna og sveitarfélagsins lytu að því að lítil fyrirtæki bætist í hóp þeirra tíu fyrirtækja sem þar eru fyrir. „Þá er mikilvægt að hafa rann- sókn sem á að vera hafin yfir allan vafa, svo við vitum hvaða fyrirtækjum við getum hleypt inn á svæðið,“ sagði Hjálmar. Guðjón Jónsson, efnaverkfræð- ingur hjá VSÓ ráðgjöf og for- maður starfshópsins, tiltók það helst við kynningu niðurstaðna rannsóknarinnar að þol mörkum væri náð á þynningarsvæðinu á Grundartanga hvað varðaði styrk brennisteinstvíoxíðs frá álveri Norðuráls og járnblendi- verksmiðju Elkem. Kemur fram í skýrslunni að kvaðir í reglugerð um mengun brennisteinstvíoxíðs eru ekki uppfylltar. Á þetta við um ákvæði um sólarhringsgildi fyrir gróðurverndarmörk en það gildi hefur mælst 21 sinni yfir leyfilegum mörkum en má fara sjö sinnum yfir mörk á ári. Sólar- hringsgildi fyrir heilsuverndar- mörk hefur einu sinni farið yfir hámarksgildi, en má fara þrisvar yfir mörk á ári. Í því samhengi vakti Guðjón athygli á því að kröfur til iðjuver- anna í starfsleyfum væru sam- bærilegar því sem gerist annars staðar. „Í einhverjum tilfellum eru þær strangari hér á landi en þær birtast í Evróputilskipunum,“ sagði Guðjón og bætti við að vöktun umhverfisins gæfi skýra mynd af umhverfisálaginu á Grundartanga, og ekki væri ástæða til að efast um eftirlitið eða þann mengunarvarna- búnað sem nýttur er af fyrirtækj- unum. svavar@frettabladid.is Mengun frá stóriðju komin að mörkum Frekari uppbygging stóriðju er ekki inni í myndinni á Grundartanga, að óbreyttu. Þolmörkum er náð er varðar útblástur. Horfa til lítilla fyrirtækja við uppbyggingu. GRUNDARTANGI Tíu fyrirtæki eru á svæðinu en langstærst er álver Norðuráls og járnblendiverksmiðja Elkem. MYND/FAXAFLÓAHAFNIR Efasemdir heimamanna hvað varðar flúormengun í Hvalfirði eru vel þekktar. Rannsóknin leiðir í ljós að flúormengun er einnig við þolmörk, en ekki tókst að tengja mengunina á svæðinu við einkenni sem greind hafa verið í búpeningi. Í niðurstöðum segir að „skýrslu- höfundar kveikja á viðvörunarljósum varðandi flúor, þungmálma og svifryk og telja nauðsynlegt að fylgjast með gangi mála“. Á það er bent að viðbragðsáætlun vegna flúormengunar er ekki til á Grundartanga sem væri þó tæknilega mögulegt þegar veðurskilyrði gefa tilefni til þess; þurrviðri og ríkjandi vindáttir yfir beitar- svæði búfjár. ➜ Fylgjast skal með flúor og þungmálmum ÞYNNINGARSVÆÐI Það takmarkar uppbygg- ingu að styrkur brennisteinstvíoxíðs við jaðar þynningarsvæðisins hefur náð þolmörkum. MYND/FAXAFLÓAHAFNIR Núverandi þynningarsvæði iðnaðarsvæðisins á Grundar- tanga var upphaflega skilgreint árið 1979 með tilkomu járnblendiverksmiðjunnar en var þá skilgreint sem svæði takmarkaðrar ábyrgðar. Við stækkun Norðuráls 2002 var niðurstaða umhverfismatsins að ekki þyrfti að stækka þynningarsvæðið þar sem aukning losunar væri vel innan við mörk, m.a. vegna þess árangurs sem náðst hefði við stýringu og hreinsun útblásturs. Undan- farið hafa þó komið upp ákveðnar spurningar varðandi skilgreininguna á þynningarsvæðinu. Elkem og Norðurál hafa í þessu ljósi, í samráði við Umhverfisstofnun, ráðist í að uppfæra loftdreifingarlíkanið til að fá sem réttasta mynd af loftdreifingunni. Hvort sú endurskoðun leiðir til endurskoðunar á þynningarsvæðinu skal ósagt látið en ákvörðun um það verður væntanlega í höndum um- hverfisyfirvalda í samráði við landeigendur og skipu- lagsyfirvöld. Uppfærða loftdreifingarlíkanið byggist á veðurmælingum og mannvirkjum á svæðinu til að meta upphafsskilyrði útblásturs. Grundartangi; úttekt á umhverfisáhrifum, maí 2013 Þynningarsvæðið vekur spurningar Fæst án lyfseðils Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn Verkjastillandi bólgueyðandi HJÁLMAR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.